Íslenski boltinn

Pepsi-mörk kvenna: KR í frjálsu falli

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
KR er komið með annan fótinn niður í 1. deild kvenna eftir sjö tapleiki í röð.

KR-stúlkur hafa aðeins unnið einn leik í sumar og eru með sex stig í tíunda og neðsta sæti Pepsi-deildarinnar, fjórum stigum frá öruggu sæti þegar fimm umferðir eru eftir.

Staða KR var til umræðu í Pepsi-mörkum kvenna sem eru á dagskrá á Stöð 2 Sport HD klukkan 20:00 í kvöld.

„Ég held að verði mjög erfitt fyrir þær að ná sér upp úr þessu. Þær virðast ekki fúnkera sem er sorglegt því KR var stórveldi í kvennaknattspyrnu,“ sagði Ragna Lóa Stefánsdóttir sem var gestur Helenu Ólafsdóttur í þætti kvöldsins ásamt Vöndu Sigurgeirsdóttur.

„Mér finnst útlendingarnir hjá þeim ekki hafa verið nógu góðir,“ bætti Ragna Lóa við og Vanda tók undir með henni.

„Þetta eru ágætis leikmenn en mér finnst þegar þú ert að fá útlendinga að þeir eigi að vera töluvert betri og bera liðið uppi,“ sagði Vanda.

Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×