4MATIC jeppasýning hjá Öskju Finnur Thorlacius skrifar 25. ágúst 2016 15:20 Mercedes Benz GLE. Bílaumboðið Askja býður til 4MATIC jeppasýningar á laugardag kl. 12-16. Þar verður sýnd öll nýja jeppalína þýska lúxusbílaframleiðandans. Um er að ræða lúxussportjeppana GLA, GLC, GLS, GLE og GLE Coupé, auk hins rómaða G-jeppa. GLC og GLE verða m.a. sýndir í Plug-In-Hybrid útfærslum en tengiltvinntæknin nýtur sífellt meiri vinsælda. Allir bílarnir eru með 4MATIC fjórhjóladrifinu frá Mercedes-Benz. Þá verður einnig úrval af fjórhjóladrifnum atvinnubílum frá Mercedes-Benz til sýnis í Öskju á laugardag og má þar nefna V-Class, Vito og Sprinter bíla í ýmsum útfærslum. 4MATIC er eitt fullkomnasta aldrifskerfi sem völ er á og er nú í boði í öllum gerðum sjálfskiptra bíla frá Mercedes-Benz. 4MATIC kerfið deilir vélarafli og snúningsvægi til allra fjögurra hjóla bílsins eftir þörfum hverju sinni, jafnt þegar ekið er á bundnu slitlagi sem í torfærum. Boðið verður upp á ýmis tilboð í tilefni sýningarinn. 20% afsláttur verður veittur af Mercedes-Benz aukahlutum og 25% afsláttur af rúðuþurrkum, frí ásetning og áfylling á rúðuvökva. Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent
Bílaumboðið Askja býður til 4MATIC jeppasýningar á laugardag kl. 12-16. Þar verður sýnd öll nýja jeppalína þýska lúxusbílaframleiðandans. Um er að ræða lúxussportjeppana GLA, GLC, GLS, GLE og GLE Coupé, auk hins rómaða G-jeppa. GLC og GLE verða m.a. sýndir í Plug-In-Hybrid útfærslum en tengiltvinntæknin nýtur sífellt meiri vinsælda. Allir bílarnir eru með 4MATIC fjórhjóladrifinu frá Mercedes-Benz. Þá verður einnig úrval af fjórhjóladrifnum atvinnubílum frá Mercedes-Benz til sýnis í Öskju á laugardag og má þar nefna V-Class, Vito og Sprinter bíla í ýmsum útfærslum. 4MATIC er eitt fullkomnasta aldrifskerfi sem völ er á og er nú í boði í öllum gerðum sjálfskiptra bíla frá Mercedes-Benz. 4MATIC kerfið deilir vélarafli og snúningsvægi til allra fjögurra hjóla bílsins eftir þörfum hverju sinni, jafnt þegar ekið er á bundnu slitlagi sem í torfærum. Boðið verður upp á ýmis tilboð í tilefni sýningarinn. 20% afsláttur verður veittur af Mercedes-Benz aukahlutum og 25% afsláttur af rúðuþurrkum, frí ásetning og áfylling á rúðuvökva.
Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent