Hraðaheimsmet í Bonneville Finnur Thorlacius skrifar 25. ágúst 2016 10:08 Danny Thompson fagnar hraðameti sínu með kossi á saltslétturnar í Bonneville. Danny Thompson setti nýtt hraðaheimsmet ökutækja á landi og tókst að þeysa hálfgerðri eldflaug sinni á 654,5 km hraða á saltsléttunum í Bonneville í Bandaríkjunum. Með því bætti hann örlítið hraðaheimsmet föður síns, Mickey Thompson, en hann var fyrstur manna til að ná yfir 400 mílna hraða og það árið 1960. Mickey Thompson var myrtur árið 1988 og síðan þá hefur það verið draumur sonar hans, Danny að slá met föður síns og heiðra í leiðinni minningu hans. Það tókst semsagt í vikunni og nú eru feðgarnir tveir hröðustu menn heims á hjólum. Danny segist þó engan veginn hættur og hyggst snúa til baka á Streamliner ökutæki sínu sem hann heldur fram að geti náð 450-470 mílna hraða, eða 725-755 km/klst. Streamliner “bíllinn” er með 2.500 hestafla þotuhreyfil og lag bílsins er reyndar eins og raketta. Til þess að fá skráð heimsmet hjá Guinness varð Danny að aka 5 mílur fram og aðrar 5 til baka á sitthvorum deginum og það tókst Danny á 654,5 km meðalhraða. Danny ætlar að gera þær nauðsynlegu breytingar sem þarf til að gera hann enn hraðskreiðari og slá metið aftur. Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent
Danny Thompson setti nýtt hraðaheimsmet ökutækja á landi og tókst að þeysa hálfgerðri eldflaug sinni á 654,5 km hraða á saltsléttunum í Bonneville í Bandaríkjunum. Með því bætti hann örlítið hraðaheimsmet föður síns, Mickey Thompson, en hann var fyrstur manna til að ná yfir 400 mílna hraða og það árið 1960. Mickey Thompson var myrtur árið 1988 og síðan þá hefur það verið draumur sonar hans, Danny að slá met föður síns og heiðra í leiðinni minningu hans. Það tókst semsagt í vikunni og nú eru feðgarnir tveir hröðustu menn heims á hjólum. Danny segist þó engan veginn hættur og hyggst snúa til baka á Streamliner ökutæki sínu sem hann heldur fram að geti náð 450-470 mílna hraða, eða 725-755 km/klst. Streamliner “bíllinn” er með 2.500 hestafla þotuhreyfil og lag bílsins er reyndar eins og raketta. Til þess að fá skráð heimsmet hjá Guinness varð Danny að aka 5 mílur fram og aðrar 5 til baka á sitthvorum deginum og það tókst Danny á 654,5 km meðalhraða. Danny ætlar að gera þær nauðsynlegu breytingar sem þarf til að gera hann enn hraðskreiðari og slá metið aftur.
Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent