Lífið

FG stóð uppi sem sigurvegari í So You Think You Can Snap

Stefán Árni Pálsson skrifar
Drengirnir fóru á kostum alla keppnina.
Drengirnir fóru á kostum alla keppnina. vísir
Snapchat-keppnin So You Think You Can Snap!, þar sem framhaldsskólar landsins etja kappi, lauk á föstudaginn þegar MK sýndi sitt framlag sem síðasti skólinn í úrslitum keppninnar.

Tuttugu framhaldsskólar skráðu sig til leiks í keppninni og voru aðeins fimm skóla eftir. Hver skóli tefldi fram einum snappara en keppnin fer fram á Snapchat-reikningi Áttunnar, Attan_official, og fór atkvæðagreiðslan fram þar.

Vísir fylgdist grannt með gangi mála allt til enda. Að keppninni stóðu samfélagsmiðlaþátturinn Áttan, sem þeir Nökkvi Fjalar, Aron Ingi og Egill Ploder skipa.

Nýherji er bakhjarl keppninnar og fékk sigurvegarinn nýja Lenovo tölvu í vinning. Úrslitin voru tilkynnt á laugardaginn og kom þá í ljós að það var Alexis Blackett Garcia, úr Menntaskólanum við Hamrahlíð, sem hafnaði í þriðja sæti og drengirnir í MA enduðu í öðru sætinu. Sigurvegari So You Think You Can Snap árið 2016 var Fjölbrautaskólinn í Garðabæ en þar fóru þeir félagar á kostum síðustu vikur.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×