Lokakeppni Söngvakeppni Sjónvarpsins fer fram í Laugardalshöll í kvöld. Þar bítast sex lög á um að fara til Stokkhólms fyrir Íslands hönd í Eurovision.
Eurovision-áhugafólk er vant að kasta fram ýmsum pælingum og dómum um frammistöðu keppenda, kynna og jafnvel áhorfenda í tengslum við keppnina og er ekki von á öðru en að umræðan undir umræðumerkinu #12stig verði lífleg í kvöld eins og undanúrslitakvöldin tvö.
Vísir mun fylgjast grannt með bæði gangi mála á lokakvöldinu sjálfu og á Twitter. Þú getur fylgst með lifandi straumi af umræðunni í boxinu hér fyrir neðan.
Lífið