Bjó til frumlegasta orðið á skraflmótinu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. nóvember 2016 11:00 Katrínu Fjólu finnst stundum gaman að vera fín. Vísir/Vilhelm Hin átta ára Katrín Fjóla Alexíusdóttir vakti athygli fyrir góða frammistöðu á skraflmóti á Ísafirði nýlega. Hún átti bæði hæsta bingóið fyrir orðið rokinni og frumlegasta orðið, sniðlas, sem er greinilega þátíðarmynd af sögninni að sniðlesa. Hún kveðst þó ekki vera vön að spila skrafl. Þetta var í fyrsta skipti sem ég spilaði. Ég var með mömmu sem kenndi mér skrafl. Það var samt ég sem bjó til orðin. Heldurðu að þú fáir ekki skrafl í jólagjöf, fyrst þú varst svona dugleg? Nei, ég þarf þess ekki því ég fékk það í verðlaun á mótinu. Það geta fjórir verið í því. Lestu mikið? Já. Mér finnst gaman að lesa bækur. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Þegar það eru lestrarpróf. En hvað gerir þú helst eftir skólann? Þá leik ég mér við systur mínar, Elísabetu, sem er eins árs og Auði sem er þriggja ára. Svo leik ég mér með dótið mitt. Áttu mikið dót? Já, uppáhaldsdótið mitt er Lego Friends. Þar sem vetrarfrí var í skólanum á Ísafirði brá Katrín Fjóla sér suður í heimsókn til ömmu sinnar og nöfnu í Mosfellsbæ. Þær bralla ýmislegt saman, brunuðu meðal annars í Smáralindina og kíktu í búðir. Þar týndist Katrín Fjóla um stund en fannst inni í mátunarklefa. Keyptuð þið amma eitthvað í Smáralindinni? Já, við keyptum svolítið af fötum. Finnst þér gaman að vera fín? Stundum. Katrín segir snjóinn hafa verið kominn á Ísafirði. Hún hlakkar að sjálfsögðu til jólanna og vonar að eitthvað skemmtilegt leynist í jólapökkunum undir trénu þegar þar að kemur. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. nóvember 2016. Lífið Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Sjá meira
Hin átta ára Katrín Fjóla Alexíusdóttir vakti athygli fyrir góða frammistöðu á skraflmóti á Ísafirði nýlega. Hún átti bæði hæsta bingóið fyrir orðið rokinni og frumlegasta orðið, sniðlas, sem er greinilega þátíðarmynd af sögninni að sniðlesa. Hún kveðst þó ekki vera vön að spila skrafl. Þetta var í fyrsta skipti sem ég spilaði. Ég var með mömmu sem kenndi mér skrafl. Það var samt ég sem bjó til orðin. Heldurðu að þú fáir ekki skrafl í jólagjöf, fyrst þú varst svona dugleg? Nei, ég þarf þess ekki því ég fékk það í verðlaun á mótinu. Það geta fjórir verið í því. Lestu mikið? Já. Mér finnst gaman að lesa bækur. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Þegar það eru lestrarpróf. En hvað gerir þú helst eftir skólann? Þá leik ég mér við systur mínar, Elísabetu, sem er eins árs og Auði sem er þriggja ára. Svo leik ég mér með dótið mitt. Áttu mikið dót? Já, uppáhaldsdótið mitt er Lego Friends. Þar sem vetrarfrí var í skólanum á Ísafirði brá Katrín Fjóla sér suður í heimsókn til ömmu sinnar og nöfnu í Mosfellsbæ. Þær bralla ýmislegt saman, brunuðu meðal annars í Smáralindina og kíktu í búðir. Þar týndist Katrín Fjóla um stund en fannst inni í mátunarklefa. Keyptuð þið amma eitthvað í Smáralindinni? Já, við keyptum svolítið af fötum. Finnst þér gaman að vera fín? Stundum. Katrín segir snjóinn hafa verið kominn á Ísafirði. Hún hlakkar að sjálfsögðu til jólanna og vonar að eitthvað skemmtilegt leynist í jólapökkunum undir trénu þegar þar að kemur. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. nóvember 2016.
Lífið Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Sjá meira