Lífið

Íslenskur 230 manna æskukór 

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Bob Chilcott leiðbeinir og stjórnar.
Bob Chilcott leiðbeinir og stjórnar. Vísir/Anton
Bob Chilcott, breskt tónskáld og kórstjóri, er staddur hér á landi þessa dagana að æfa nokkra ungmennakóra úr framhaldsskólunum.

Þeir sameinast í einum 230 manna æskukór á tónleikum í Langholtskirkju á morgun, sunnudag, klukkan 14, auk þess sem hver kór syngur tvö lög.



Kirkjan ómar öll.
Kórarnir sem taka þátt eru: Kór Menntaskólans á Laugarvatni, Kór Flensborgarskóla, Kór Menntaskólans í Reykjavík, Kór Menntaskólans á Akureyri, Kór Kvennaskólans, Kór Fjölbrautaskólans í Breiðholti og Stúlknakór Neskirkju. Saman syngja þeir tvö verk eftir stjórnandann, Bob Chilcott.

Anton Brink ljósmyndari Fréttablaðsins brá sér á æfingu í Langholtskirkju og smellti af myndum.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×