Byggt á sannri sögu María Elísabet Bragadóttir skrifar 17. febrúar 2016 07:00 Sannsögulegar kvikmyndir höfða til mín. Fyllist lotningu við að horfa á Mark Zuckerberg strunsa um skólalóð Harvard í óða önn að spora út blauta steypu mannkynssögunnar. Stuðandi að sjá Jordan Belfort vaða uppi með sitt snarbilaða gildismat og fleygja sér fram af siðferðilegum hengiflugum. Verð angurvær að fylgjast með Stephen Hawking glíma við ráðgátur tímans. Vöknar um augu þegar þrællinn Solomon Northup heyr lífsbaráttu sína á hvíta tjaldinu. Það er þó niðurdrepandi hve lítið er um bitastæð kvenhlutverk í sannsögulegu ræmunum. En málið er að þær eru sannsögulegar. Þar stendur hnífurinn í kúnni. Mark Zuckerberg var og er karl og Stephen Hawking líka. Samt urðu konur á vegi Mark Zuckerbergs og sömuleiðis Hawkings. Enda hafa konur jú löngum verið til, lifað og dáið, dregið andann, hugsað og pælt. Svo sannarlega gerðu þær það árið 2004 þegar Zuckerberg stakk Facebook í samband. Það sem truflar mig er hvernig hlutverk kvenna í sannsögulegu myndunum eru skrifuð. Höfðu konur sem lituðu heimsmynd Zuckerbergs og sambærilegra karlhetja engin önnur áhrif en að rómantísera líf þeirra? Ríkjandi hollywoodískt stef: Karl í aðalhlutverki, gjarnan sérvitringur eða með snilligáfu, hrúga af körlum í aukahlutverkum og einstaka kona í hlutverki ástkonu eða móður. Meiri karakterbreidd hefur konan sjaldnast. Tímans tönn er miskunnarlaus hakkavél sem virðist leika konur grátt. Bíómynd er byggð á sannri sögu. Kvikmyndahandritið skrifaði sig þó ekki sjálft enda hönnuð, einfölduð framsetning á margbrotnum veruleika. Spurningin er því alltaf: Hver matreiðir ofan í okkur söguna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Elísabet Bragadóttir Mest lesið Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson Skoðun Göngum í takt Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Sannsögulegar kvikmyndir höfða til mín. Fyllist lotningu við að horfa á Mark Zuckerberg strunsa um skólalóð Harvard í óða önn að spora út blauta steypu mannkynssögunnar. Stuðandi að sjá Jordan Belfort vaða uppi með sitt snarbilaða gildismat og fleygja sér fram af siðferðilegum hengiflugum. Verð angurvær að fylgjast með Stephen Hawking glíma við ráðgátur tímans. Vöknar um augu þegar þrællinn Solomon Northup heyr lífsbaráttu sína á hvíta tjaldinu. Það er þó niðurdrepandi hve lítið er um bitastæð kvenhlutverk í sannsögulegu ræmunum. En málið er að þær eru sannsögulegar. Þar stendur hnífurinn í kúnni. Mark Zuckerberg var og er karl og Stephen Hawking líka. Samt urðu konur á vegi Mark Zuckerbergs og sömuleiðis Hawkings. Enda hafa konur jú löngum verið til, lifað og dáið, dregið andann, hugsað og pælt. Svo sannarlega gerðu þær það árið 2004 þegar Zuckerberg stakk Facebook í samband. Það sem truflar mig er hvernig hlutverk kvenna í sannsögulegu myndunum eru skrifuð. Höfðu konur sem lituðu heimsmynd Zuckerbergs og sambærilegra karlhetja engin önnur áhrif en að rómantísera líf þeirra? Ríkjandi hollywoodískt stef: Karl í aðalhlutverki, gjarnan sérvitringur eða með snilligáfu, hrúga af körlum í aukahlutverkum og einstaka kona í hlutverki ástkonu eða móður. Meiri karakterbreidd hefur konan sjaldnast. Tímans tönn er miskunnarlaus hakkavél sem virðist leika konur grátt. Bíómynd er byggð á sannri sögu. Kvikmyndahandritið skrifaði sig þó ekki sjálft enda hönnuð, einfölduð framsetning á margbrotnum veruleika. Spurningin er því alltaf: Hver matreiðir ofan í okkur söguna?
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun