Nýr Porsche 911 frumsýndur hjá Bílabúð Benna. Finnur Thorlacius skrifar 15. janúar 2016 10:30 Ný kynslóð Porsche 911. Á morgun, laugardag verður nýr Porsche 911 frumsýndur hjá Bílabúð Benna. Sagt hefur verið að eini bíllinn sem geti slegið út Porsche 911 sé nýr Porsche 911. Nýlega kynnti Porsche til sögunnar nýja kynslóð af þessari goðsögn sportbílanna; nýjan Porsche 911. Sérhver Porsche er innblásinn af 60 ára reynslu og hugvit verkfræðinga Porsche miðar allt að sama marki, að tryggja ökumanni einstaka akstursupplifun í bílum sem skara fram úr. Gagnrýnendur segja hann setja ný viðmið með glæsilega útfærðu útliti, eldsnöggu viðbragði, umtalsvert meira afli og hreint ótrúlegu togi. Sem dæmi skilar nýr Porsche 911 Carrera S, 420 hestöflum og er 3,9 sekúndur í hundraðið. Í fréttatilkynningu frá Bílabúð Benna kemur fram að nýr Porsche 911 verði frumsýndur í Porsche-salnum Vagnhöfða 23 laugardaginn 16. janúar, frá kl. 12:00 til 16:00. Allir eru boðnir velkomnir. Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent
Á morgun, laugardag verður nýr Porsche 911 frumsýndur hjá Bílabúð Benna. Sagt hefur verið að eini bíllinn sem geti slegið út Porsche 911 sé nýr Porsche 911. Nýlega kynnti Porsche til sögunnar nýja kynslóð af þessari goðsögn sportbílanna; nýjan Porsche 911. Sérhver Porsche er innblásinn af 60 ára reynslu og hugvit verkfræðinga Porsche miðar allt að sama marki, að tryggja ökumanni einstaka akstursupplifun í bílum sem skara fram úr. Gagnrýnendur segja hann setja ný viðmið með glæsilega útfærðu útliti, eldsnöggu viðbragði, umtalsvert meira afli og hreint ótrúlegu togi. Sem dæmi skilar nýr Porsche 911 Carrera S, 420 hestöflum og er 3,9 sekúndur í hundraðið. Í fréttatilkynningu frá Bílabúð Benna kemur fram að nýr Porsche 911 verði frumsýndur í Porsche-salnum Vagnhöfða 23 laugardaginn 16. janúar, frá kl. 12:00 til 16:00. Allir eru boðnir velkomnir.
Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent