Lífið

Hyggst tvöfalda fjölda kvenna og meðlima minnihlutahópa fyrir 2020

Atli Ísleifsson skrifar
Jada Pinkett-Smith, Will Smith og Spike Lee eru í hópi þeirra sem segjast ætla að sniðganga verðlaunaafhendinguna í ár.
Jada Pinkett-Smith, Will Smith og Spike Lee eru í hópi þeirra sem segjast ætla að sniðganga verðlaunaafhendinguna í ár. Vísir/AFP
Bandaríska Óskarsakademían hefur heitið því að tvöfalda fjölda kvenna og meðlima minnihlutahópa í akademíunni fyrir árið 2020.

Akademían er með þessu að bregðast við harðri gagnrýni sem beinst hefur að henni eftir að svartur leikari eða meðlimur annars minnihlutahóps var tilnefndur í flokki bestu leikara í ár.

Jada Pinkett-Smith, Will Smith og Spike Lee eru í hópi þeirra sem segjast ætla að sniðganga verðlaunaafhendinguna í ár vegna málsins.

Margir hafa einnig þrýst á kynninn, Chris Rock, að sniðganga keppnina.

Akademían hefur verið mikið gagnrýnd fyrir það að mikill meirihluti hennar samanstendur af hvítum karlmönnum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×