16% vöxtur bílasölu í Evrópu í desember Finnur Thorlacius skrifar 15. janúar 2016 10:30 Renault Megane. Sala bíla í Evrópu í síðasta mánuði var 16% meiri en í sama mánuði árið áður og heildarsalan á árinu jókst um 9,2%. Þetta er 28. mánuðurinn í röð sem bílasala vex í Evrópu. Í desember seldust 1,16 milljón bílar í Evrópu og sumum bílframleiðendum gekk mjög vel í sölu bíla sinna. Renault seldi 28% meira en árið áður og Ford 24% meira. Peugeot/Citroën náði 21% aukningu og því má segja að frönskum bílasmiðum hafi gengið ákaflega vel í lok ársins og það gefur góðar vonir fyrir nýtt ár. Sala Volkswagen bílasamstæðunnar gekk ekki eins vel, en samt var um aukningu að ræða um 4,4%. Sala Volkswagen bíla eingöngu jókst um 5,8%, Audi um 8%, Skoda um 6,6% en sala Seat féll um 9,2% og dróg því niður heildarsölu samstæðunnar. Markaðshlutdeild Volkswagen samstæðunnar með öll sín bílamerki minnkaði í desember úr 25% í 22,5%. Af bílaframleiðendum utan Evrópu jókst salan mest í álfunni í desember hjá Hyundai, eða um 37%. Kia seldi 15% meira, Toyota og Lexus 12% meira og Nissan 9% meira. Af þessum merkjum náði því Hyundai eitt meiri vexti en heildarvöxturinn. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent
Sala bíla í Evrópu í síðasta mánuði var 16% meiri en í sama mánuði árið áður og heildarsalan á árinu jókst um 9,2%. Þetta er 28. mánuðurinn í röð sem bílasala vex í Evrópu. Í desember seldust 1,16 milljón bílar í Evrópu og sumum bílframleiðendum gekk mjög vel í sölu bíla sinna. Renault seldi 28% meira en árið áður og Ford 24% meira. Peugeot/Citroën náði 21% aukningu og því má segja að frönskum bílasmiðum hafi gengið ákaflega vel í lok ársins og það gefur góðar vonir fyrir nýtt ár. Sala Volkswagen bílasamstæðunnar gekk ekki eins vel, en samt var um aukningu að ræða um 4,4%. Sala Volkswagen bíla eingöngu jókst um 5,8%, Audi um 8%, Skoda um 6,6% en sala Seat féll um 9,2% og dróg því niður heildarsölu samstæðunnar. Markaðshlutdeild Volkswagen samstæðunnar með öll sín bílamerki minnkaði í desember úr 25% í 22,5%. Af bílaframleiðendum utan Evrópu jókst salan mest í álfunni í desember hjá Hyundai, eða um 37%. Kia seldi 15% meira, Toyota og Lexus 12% meira og Nissan 9% meira. Af þessum merkjum náði því Hyundai eitt meiri vexti en heildarvöxturinn.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent