Endaði í öndunarvél eftir keisaraskurð: „Leið eins og ég væri alveg skelfileg mamma“ Stefán Árni Pálsson skrifar 15. janúar 2016 13:30 Unnur og Bjarki með gullmolann. Úr einkasafni „Síðasta vor lentum við hjónin í afar erfiðri lífsreynslu,“ segir Unnur Ósk Steinþórsdóttir í pistli á vefnum Suðurland. Hún býr í Berlín ásamt eiginmanni sínum Bjarka Má Elíssyni, landsliðsmanni í handknattleik, en hann leikur með Fuchse Berlin í þýsku úrvalsdeildinni. Í pistlinum lýsir Unnur því þegar hún fékk það sem er kallað „HELLP-syndrome“ sem er bæði lifra og blóðstorknunar-sjúkdómur sem leggst á ófrískar konur. Bjarki Már lék áður með liðinu Eisenach í Þýskalandi og þar bjuggu þau. „Lífið lék við okkur í Eisenach, ég lagði stund á nám í þýsku og Bjarki blómstraði í boltanum. Haustið 2014 varð ég ófrísk og allt eins og það átti að vera. Barnið var væntanlegt í lok maí og í janúar fengum við að vita að von væri á stelpu. Meðgangan gekk mjög vel og ég var mjög heilsuhraust.“ Unnur segist hafa farið heim til Íslands um páskana í apríl árið 2015 og á þeim tíma var hún komin 32 vikur á leið. „Ég var farin að taka eftir því að mér leið ekkert alltof vel. Ég var alltaf þreytt og alltaf alveg rosalega þyrst, þá meina ég alveg rosa rosa rosa þyrst,“ segir Unnur sem drakk þá tvo lítra af vatni á hverri einustu nótt. Eftir páskafríið fór hún aftur út til Þýskalands og ætlaði sér að taka eitt lokapróf þar sem hún var í fjarnámi við Háskóla Íslands. Valgerður Elsa fæddist á síðasta ári. „Hlutirnir fóru ekki alveg eins og ég hafði hugsað mér. Mánudaginn 20. apríl 2015 var ég svo gjörsamlega búin á því. Í nokkra daga hafði ég borðað lítið sem ekkert, drakk bara endalaust og var í mjög slæmu ástandi. Ég áttaði mig samt eiginlega ekki á því en á endanum ákvað ég að fara upp á sjúkrahús og láta athuga hvort að ekki væri allt í góðu. Svo var heldur betur ekki. Þarna var ég á þýsku sjúkrahúsi með fólki sem talaði bara þýsku og þrátt fyrir að við Bjarki tölum bæði þýsku þá er ekkert grín að ætla að skilja allt þetta læknamál.“ Á spítalanum var ungbarnalæknir sem sá að eitthvað alvarlegt var að og lagði Unni strax inn. „Hún sagði að ég þyrfti að fara í hvíldarinnlögn í allavega tvær vikur. Ég var nú ekkert á því að fara að sofa á sjúkrahúsinu í tvær vikur og sagði við Bjarka að ég ætlaði bara að biðja hana um að hleypa mér heim, ég gæti sko alveg legið þar eins og hér. Aðeins seinna kemur læknirinn svo inn á stofuna til okkar og segir okkur að miklar líkur séu á því að taka þurfi barnið með keisaraskurði strax næsta dag,“ segir Unnur og bætir við að þau hjónin hafi þá fengið algjört sjokk. Til allar hamingju var hún heilbrigð „Í rauninni skil ég ekki hvernig mér tókst að sofna þetta kvöld á sjúkrahúsinu. En úr þessu varð og daginn eftir, rétt eftir klukkan tíu um morguninn var ég svæfð og Valgerður Elsa kom í heiminn með keisaraskurði eftir 34 vikna og fimm daga meðgöngu. Stelpan var til allrar hamingju alheilbrigð og henni gekk vel frá fyrsta degi. Þarna hefði maður haldið að sagan væri búin, en nei svo var aldeilis ekki.“ Unnur hafði fengið sjúkdóm sem nefnist HELLP-syndrome sem er bæði lifra og blóðstorknunar-sjúkdómur og leggst á ófrískar konur. Rauðu blóðflögurnar í blóðinu leggjast niður, lifrin hætta að starfa rétt og blóðið hættir að geta storknað. Eina leiðin til þess að stöðva framgang sjúkdómsins er að stöðva meðgönguna. Falleg fjölskylda „Aldrei á ævi minni hafði ég heyrt um þetta, enda ekki mjög algengur sjúkdómur. Í mínu tilfelli voru nýrun einnig komin í mjög slæmt ástand og ég var með lífshættulega háan blóðþrýsting. Frá því að ég fór í fyrstu aðgerðina þar sem Valgerður Elsa var tekin, og þangað til um það bil sex dögum seinna man ég nánast ekkert, ég vaknaði eftir aðgerðina og talaði við fólk en ég hef engar minningar. Daginn eftir keisaraskurðinn var mér að blæða svo mikið innvortis að það þurfti að opna mig aftur. Eftir þá aðgerð var ég svo þungt haldin að ég var sett í öndunarvél og í henni var ég í einn og hálfan sólarhring.“ Unnur segir hafa þurft að fá mikla blóðgjöf á meðan þessu stóð. „Þarna er Bjarki Már nýbakaður faðir, aleinn í útlandinu með sárlasna konu. Þegar ég hugsa um það fæ ég sting í hjartað. Þrátt fyrir að það var ég sem lenti í hremmingunum líkamlega og var mjög veik þá get ég ekki ímyndað mér hvernig það er að standa á hliðarlínunni og geta ekkert gert. Þegar ég fór svo að vakna úr öndunarvélinni vaknaði ég mjög illa og það tók nokkra daga fyrir mig að verða aftur ég sjálf. Smátt og smátt kom þetta svo og var loksins færð af gjörgæslunni og yfir á almenna deild, þar dvaldi ég í tvær nætur. Á almennu deildinni fékk ég svo að hitta Valgerði í fyrsta skipti.“ Aleinn í útlandinu með sárlasna konu Unnur segir að þetta hafi verið fyrsti dagurinn sem hún treysti sér til að hitta Valgerði. „Bjarki kom þá rúllandi með hana til mín á milli deilda í sjúkrahúss vöggunni. Þar sem að hún var fyrirburi mátti hún ekki vera lengi í burtu af nýburadeildinni svo ég fékk að hafa hana í um það bil hálftíma. Þaðan fór ég svo á kvennadeildina. Aðra nóttina á kvennadeildinni fóru svo aftur miklar blæðingar af stað og daginn eftir var ég sett í enn eina aðgerðina. Eftir þá aðgerð var hins vegar allt á uppleið.“ Af spítalanum. Hún hafði mjög blendnar tilfinningar yfir því að vera í útlöndum á þessum tíma. „Í rauninni var ég mjög glöð að vera ekki á Íslandi þegar kom að spítalanum vegna þess að þarna fékk ég topp þjónustu og engin verkföll voru í gangi. Og á þessum tíma voru gjörsamlega allir í verkfalli hérna heima. Ég get hreinlega ekki hugsað það til enda ef ég hefði verið á Íslandi. En aftur á móti var alveg ömurlegt fyrir okkur og okkar fólk að við værum svona langt í burtu frá öllum. Bjarki var mjög duglegur að bera fréttir fyrst eftir að Valgerður Elsa fæddist en þegar allt fór að fara til fjandans varð það erfiðara.“ Hún segir að morguninn sem Bjarki hringdi í foreldra hennar og lét þau vita að hún væri komin í öndunarvél hafi þau tekið næsta flug út. „Mamma var komin við hliðina á mér daginn eftir og vék varla þaðan næstu vikurnar. Mamma gjörsamlega bjargaði bæði geðheilsu minni og Bjarka. Hún gerði allt svo miklu auðveldara. Þegar ég var loksins að jafna mig eftir þriðju aðgerðina gat ég farið að fara á barnadeildina til þess að hitta Valgerði Elsu. Þegar þarna er komið við sögu átti ég rúmlega viku gamalt barn sem einhverjar aðrar konur voru að sjá alfarið um og ég þekkti ekki neitt.“ Hún segir að tilfinningin hafi verð skrítin og í raun ömurleg. „Mér leið eins og ég væri alveg skelfileg mamma og að allar konurnar hlytu að hugsa hvers lags manneskja ég nú væri að hafa heimsótt barnið mitt svona lítið. Að sjálfsögðu hugsuðu þær ekki þannig en mín tilfinning var þessi. Á þessum tíma var ég ennþá mjög lasin og veikburða og gat lítið sem ekkert hugsað um Valgerði í þessi þrjú skipti sem ég fékk að fara á nýburadeildina á dag. Ég átti meira að segja erfitt með að halda á henni og hvað þá að reyna að gefa henni brjóst. Bjarki hafði frá upphafi séð um hana, gefið henni pela, skipt á henni og verið svo flottur. Á sama tíma og ég var mjög stolt af honum þá leið mér alveg ömurlega. Ég veit um fátt verra en að vera svo líkamlega veikburða að geta ekki sinnt barninu sínu.“ Andlega hliðin erfið Unnur segir að það erfiðasta í öllu þessu ferli hafi verið andlega hliðin. „Á gjörgæsludeildinni var ég í miklu geðrofi sem ég held að hafi komið fram vegna þess hve miklu sjokki líkaminn var í og vegna allra lyfjanna sem voru dæld í mig. Ég var algjörlega úr sambandi við raunveruleikann og þegar ég hugsa um þann tíma fæ ég ónotatilfinningu í magann. Minnið mitt var ennþá mjög stopult á þessum tíma en ég man eftir því að ég taldi alla lækna og hjúkrunarfræðinga á sjúkrahúsinu vera leikara og ég hélt ég væri stödd á einhverju geðveikrahæli. Ég get eiginlega ekki lýst þessu nógu vel, en mikið rosalega var þetta hrikalegt.“ Unnur segir að þarna hafi hún ekki getað rætt þetta við neinn, hvorki við Bjarka né mömmu sína. „Einnig fann ég að ég var mjög þung og ég hugsa að ég hafi bara hreinlega verið orðin svolítið þunglynd. Þetta lagðist allt frekar illa á mig og ég kveið rosalega mikið fyrir því að fara heim og þurfa að sjá um þetta barn sem ég þekkti nánast ekki neitt, verandi svona veikburða. Einhvernvegin komumst við öll saman heil í gegnum þessa leiðinlegu lífsreynslu og á 19. degi fengum við mæðgur loksins að fara heim saman. Sú litla var bara 2255gr. þegar við fórum heim en var fljót að braggast með mömmu sinni og drakk og drakk hjá henni mjólk. Í dag eigum við gullfallega litla stelpu og maður er nánast búinn að gleyma því hversu erfitt þetta var, eða nei kannski ekki.“ Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira
„Síðasta vor lentum við hjónin í afar erfiðri lífsreynslu,“ segir Unnur Ósk Steinþórsdóttir í pistli á vefnum Suðurland. Hún býr í Berlín ásamt eiginmanni sínum Bjarka Má Elíssyni, landsliðsmanni í handknattleik, en hann leikur með Fuchse Berlin í þýsku úrvalsdeildinni. Í pistlinum lýsir Unnur því þegar hún fékk það sem er kallað „HELLP-syndrome“ sem er bæði lifra og blóðstorknunar-sjúkdómur sem leggst á ófrískar konur. Bjarki Már lék áður með liðinu Eisenach í Þýskalandi og þar bjuggu þau. „Lífið lék við okkur í Eisenach, ég lagði stund á nám í þýsku og Bjarki blómstraði í boltanum. Haustið 2014 varð ég ófrísk og allt eins og það átti að vera. Barnið var væntanlegt í lok maí og í janúar fengum við að vita að von væri á stelpu. Meðgangan gekk mjög vel og ég var mjög heilsuhraust.“ Unnur segist hafa farið heim til Íslands um páskana í apríl árið 2015 og á þeim tíma var hún komin 32 vikur á leið. „Ég var farin að taka eftir því að mér leið ekkert alltof vel. Ég var alltaf þreytt og alltaf alveg rosalega þyrst, þá meina ég alveg rosa rosa rosa þyrst,“ segir Unnur sem drakk þá tvo lítra af vatni á hverri einustu nótt. Eftir páskafríið fór hún aftur út til Þýskalands og ætlaði sér að taka eitt lokapróf þar sem hún var í fjarnámi við Háskóla Íslands. Valgerður Elsa fæddist á síðasta ári. „Hlutirnir fóru ekki alveg eins og ég hafði hugsað mér. Mánudaginn 20. apríl 2015 var ég svo gjörsamlega búin á því. Í nokkra daga hafði ég borðað lítið sem ekkert, drakk bara endalaust og var í mjög slæmu ástandi. Ég áttaði mig samt eiginlega ekki á því en á endanum ákvað ég að fara upp á sjúkrahús og láta athuga hvort að ekki væri allt í góðu. Svo var heldur betur ekki. Þarna var ég á þýsku sjúkrahúsi með fólki sem talaði bara þýsku og þrátt fyrir að við Bjarki tölum bæði þýsku þá er ekkert grín að ætla að skilja allt þetta læknamál.“ Á spítalanum var ungbarnalæknir sem sá að eitthvað alvarlegt var að og lagði Unni strax inn. „Hún sagði að ég þyrfti að fara í hvíldarinnlögn í allavega tvær vikur. Ég var nú ekkert á því að fara að sofa á sjúkrahúsinu í tvær vikur og sagði við Bjarka að ég ætlaði bara að biðja hana um að hleypa mér heim, ég gæti sko alveg legið þar eins og hér. Aðeins seinna kemur læknirinn svo inn á stofuna til okkar og segir okkur að miklar líkur séu á því að taka þurfi barnið með keisaraskurði strax næsta dag,“ segir Unnur og bætir við að þau hjónin hafi þá fengið algjört sjokk. Til allar hamingju var hún heilbrigð „Í rauninni skil ég ekki hvernig mér tókst að sofna þetta kvöld á sjúkrahúsinu. En úr þessu varð og daginn eftir, rétt eftir klukkan tíu um morguninn var ég svæfð og Valgerður Elsa kom í heiminn með keisaraskurði eftir 34 vikna og fimm daga meðgöngu. Stelpan var til allrar hamingju alheilbrigð og henni gekk vel frá fyrsta degi. Þarna hefði maður haldið að sagan væri búin, en nei svo var aldeilis ekki.“ Unnur hafði fengið sjúkdóm sem nefnist HELLP-syndrome sem er bæði lifra og blóðstorknunar-sjúkdómur og leggst á ófrískar konur. Rauðu blóðflögurnar í blóðinu leggjast niður, lifrin hætta að starfa rétt og blóðið hættir að geta storknað. Eina leiðin til þess að stöðva framgang sjúkdómsins er að stöðva meðgönguna. Falleg fjölskylda „Aldrei á ævi minni hafði ég heyrt um þetta, enda ekki mjög algengur sjúkdómur. Í mínu tilfelli voru nýrun einnig komin í mjög slæmt ástand og ég var með lífshættulega háan blóðþrýsting. Frá því að ég fór í fyrstu aðgerðina þar sem Valgerður Elsa var tekin, og þangað til um það bil sex dögum seinna man ég nánast ekkert, ég vaknaði eftir aðgerðina og talaði við fólk en ég hef engar minningar. Daginn eftir keisaraskurðinn var mér að blæða svo mikið innvortis að það þurfti að opna mig aftur. Eftir þá aðgerð var ég svo þungt haldin að ég var sett í öndunarvél og í henni var ég í einn og hálfan sólarhring.“ Unnur segir hafa þurft að fá mikla blóðgjöf á meðan þessu stóð. „Þarna er Bjarki Már nýbakaður faðir, aleinn í útlandinu með sárlasna konu. Þegar ég hugsa um það fæ ég sting í hjartað. Þrátt fyrir að það var ég sem lenti í hremmingunum líkamlega og var mjög veik þá get ég ekki ímyndað mér hvernig það er að standa á hliðarlínunni og geta ekkert gert. Þegar ég fór svo að vakna úr öndunarvélinni vaknaði ég mjög illa og það tók nokkra daga fyrir mig að verða aftur ég sjálf. Smátt og smátt kom þetta svo og var loksins færð af gjörgæslunni og yfir á almenna deild, þar dvaldi ég í tvær nætur. Á almennu deildinni fékk ég svo að hitta Valgerði í fyrsta skipti.“ Aleinn í útlandinu með sárlasna konu Unnur segir að þetta hafi verið fyrsti dagurinn sem hún treysti sér til að hitta Valgerði. „Bjarki kom þá rúllandi með hana til mín á milli deilda í sjúkrahúss vöggunni. Þar sem að hún var fyrirburi mátti hún ekki vera lengi í burtu af nýburadeildinni svo ég fékk að hafa hana í um það bil hálftíma. Þaðan fór ég svo á kvennadeildina. Aðra nóttina á kvennadeildinni fóru svo aftur miklar blæðingar af stað og daginn eftir var ég sett í enn eina aðgerðina. Eftir þá aðgerð var hins vegar allt á uppleið.“ Af spítalanum. Hún hafði mjög blendnar tilfinningar yfir því að vera í útlöndum á þessum tíma. „Í rauninni var ég mjög glöð að vera ekki á Íslandi þegar kom að spítalanum vegna þess að þarna fékk ég topp þjónustu og engin verkföll voru í gangi. Og á þessum tíma voru gjörsamlega allir í verkfalli hérna heima. Ég get hreinlega ekki hugsað það til enda ef ég hefði verið á Íslandi. En aftur á móti var alveg ömurlegt fyrir okkur og okkar fólk að við værum svona langt í burtu frá öllum. Bjarki var mjög duglegur að bera fréttir fyrst eftir að Valgerður Elsa fæddist en þegar allt fór að fara til fjandans varð það erfiðara.“ Hún segir að morguninn sem Bjarki hringdi í foreldra hennar og lét þau vita að hún væri komin í öndunarvél hafi þau tekið næsta flug út. „Mamma var komin við hliðina á mér daginn eftir og vék varla þaðan næstu vikurnar. Mamma gjörsamlega bjargaði bæði geðheilsu minni og Bjarka. Hún gerði allt svo miklu auðveldara. Þegar ég var loksins að jafna mig eftir þriðju aðgerðina gat ég farið að fara á barnadeildina til þess að hitta Valgerði Elsu. Þegar þarna er komið við sögu átti ég rúmlega viku gamalt barn sem einhverjar aðrar konur voru að sjá alfarið um og ég þekkti ekki neitt.“ Hún segir að tilfinningin hafi verð skrítin og í raun ömurleg. „Mér leið eins og ég væri alveg skelfileg mamma og að allar konurnar hlytu að hugsa hvers lags manneskja ég nú væri að hafa heimsótt barnið mitt svona lítið. Að sjálfsögðu hugsuðu þær ekki þannig en mín tilfinning var þessi. Á þessum tíma var ég ennþá mjög lasin og veikburða og gat lítið sem ekkert hugsað um Valgerði í þessi þrjú skipti sem ég fékk að fara á nýburadeildina á dag. Ég átti meira að segja erfitt með að halda á henni og hvað þá að reyna að gefa henni brjóst. Bjarki hafði frá upphafi séð um hana, gefið henni pela, skipt á henni og verið svo flottur. Á sama tíma og ég var mjög stolt af honum þá leið mér alveg ömurlega. Ég veit um fátt verra en að vera svo líkamlega veikburða að geta ekki sinnt barninu sínu.“ Andlega hliðin erfið Unnur segir að það erfiðasta í öllu þessu ferli hafi verið andlega hliðin. „Á gjörgæsludeildinni var ég í miklu geðrofi sem ég held að hafi komið fram vegna þess hve miklu sjokki líkaminn var í og vegna allra lyfjanna sem voru dæld í mig. Ég var algjörlega úr sambandi við raunveruleikann og þegar ég hugsa um þann tíma fæ ég ónotatilfinningu í magann. Minnið mitt var ennþá mjög stopult á þessum tíma en ég man eftir því að ég taldi alla lækna og hjúkrunarfræðinga á sjúkrahúsinu vera leikara og ég hélt ég væri stödd á einhverju geðveikrahæli. Ég get eiginlega ekki lýst þessu nógu vel, en mikið rosalega var þetta hrikalegt.“ Unnur segir að þarna hafi hún ekki getað rætt þetta við neinn, hvorki við Bjarka né mömmu sína. „Einnig fann ég að ég var mjög þung og ég hugsa að ég hafi bara hreinlega verið orðin svolítið þunglynd. Þetta lagðist allt frekar illa á mig og ég kveið rosalega mikið fyrir því að fara heim og þurfa að sjá um þetta barn sem ég þekkti nánast ekki neitt, verandi svona veikburða. Einhvernvegin komumst við öll saman heil í gegnum þessa leiðinlegu lífsreynslu og á 19. degi fengum við mæðgur loksins að fara heim saman. Sú litla var bara 2255gr. þegar við fórum heim en var fljót að braggast með mömmu sinni og drakk og drakk hjá henni mjólk. Í dag eigum við gullfallega litla stelpu og maður er nánast búinn að gleyma því hversu erfitt þetta var, eða nei kannski ekki.“
Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira