Aston Martin DB10 úr Spectre á uppboð Finnur Thorlacius skrifar 22. janúar 2016 11:07 Aston Martin DB10 bíll James Bond. caranddriver Þeir sem hrifnir voru af nýja Aston Martin DB10 bílnum sem James Bond ók í síðustu myndinni, Spectre og voru svekktir að heyra að Aston Martin ætlar ekki að fjöldaframleiða þennan bíl, get nú glaðst. Það er nú hægt að kaupa bílinn á uppboði Christie´s. Uppboðsfyrirtækið ætlar að bjóða upp ýmsa muni úr myndinni ágætu, en líklega er verðmætasti eini hluturinn þessi Aston Martin DB10 bíll. Þetta verður semsagt eini Aston Martin DB10 bílinn sem almenningur getur eignast. Inni í bílnum verður að auki plata sem signeruð er af James Bond leikaranum Daniel Craig. Þeir sem áhugasamir eru um bílinn verða þó að vera örlítið loðnir um lófana því búist er við því að bíllinn fari á milli 1,4 til 2,1 milljónir dollara, eða á 180 til 270 milljónir króna, en hvern munar um það! Hver sagði að það væri ódýrt að lifa í draumaheimi James Bond? Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent
Þeir sem hrifnir voru af nýja Aston Martin DB10 bílnum sem James Bond ók í síðustu myndinni, Spectre og voru svekktir að heyra að Aston Martin ætlar ekki að fjöldaframleiða þennan bíl, get nú glaðst. Það er nú hægt að kaupa bílinn á uppboði Christie´s. Uppboðsfyrirtækið ætlar að bjóða upp ýmsa muni úr myndinni ágætu, en líklega er verðmætasti eini hluturinn þessi Aston Martin DB10 bíll. Þetta verður semsagt eini Aston Martin DB10 bílinn sem almenningur getur eignast. Inni í bílnum verður að auki plata sem signeruð er af James Bond leikaranum Daniel Craig. Þeir sem áhugasamir eru um bílinn verða þó að vera örlítið loðnir um lófana því búist er við því að bíllinn fari á milli 1,4 til 2,1 milljónir dollara, eða á 180 til 270 milljónir króna, en hvern munar um það! Hver sagði að það væri ódýrt að lifa í draumaheimi James Bond?
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent