Stórskipahöfn sögð líkleg til að styrkja byggð og bæta mannlíf Kristján Már Unnarsson skrifar 22. janúar 2016 19:00 Einhugur er í sveitarstjórn Langanesbyggðar að vinna áfram að því að stórskipahöfn í Finnafirði verði að veruleika, þótt síðasti meirihluti hafi sprungið vegna málsins. Stórskipahöfn í Gunnólfsvík vegna norðurslóðasiglinga og olíuvinnslu er búin að vera á aðalskipulagi í áratug en komst á skrið fyrir tveimur árum þegar eitt stærsta hafnafyrirtæki Evrópu, Bremenports í Þýskalandi, undirritaði samstarfssamning í Ráðherrabústaðnum um að kosta mörghundruð milljóna króna undirbúningsvinnu. Fyrstu gröfurnar sáust í Finnafirði síðastliðið sumar þegar rannsóknarholur voru grafnar og veðurmælistöðvar settar upp vegna umhverfismats sem áætlað er að verði lokið eftir þrjú ár. Jafnframt var öldu- og straummælingaduflum komið fyrir í firðinum.Samstarfið handsalað í Ráðherrabústaðnum vorið 2014. Frá vinstri Þorsteinn Steinsson, þáverandi sveitarstjóri Vopnafjarðar, Siggeir Stefánsson, þáverandi oddviti Langanesbyggðar, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Robert Howe, framkvæmdastjóri Bremenports.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Þetta mál varð hins vegar til þess að síðasti hreppsnefndarmeirihluti Langanesbyggðar sprakk rétt fyrir jól og nýr var myndaður, sá þriðji á kjörtímabilinu. Nýi meirihlutinn hefur nú birt bókun þar sem fram kemur að stefnan er óbreytt. Áfram verður unnið að Finnafjarðarverkefninu með það að markmiði að þar verði byggð upp stórskipa- og umskipunarhöfn. Í bókun nýja meirihlutans segir að verkefnið sé líklegt til að styrkja byggð og mannlíf á Norð-Austurlandi, verði það veruleika. Fulltrúi meirihlutans, Hulda Kristín Baldursdóttir varaoddviti, segir Stöð 2 að einhugur sé í sveitarstjórn um verkefnið. En hversvegna sprakk þá síðasti meirihluti? Í bókun nýja meirihlutans er sagt að fyrrverandi oddviti, Siggeir Stefánsson, hafi ekki haft nægilegt samráð við aðra í sveitarstjórn við undirbúning nýrrar viljayfirlýsingar, sem hefði getað falið í sér miklar fjárhagsskuldbindingar fyrir sveitarfélagið. Nýi meirihlutinn hyggst áfram vinna að viljayfirlýsingu með samstarfsaðilum, en þó þannig að allar skuldbindingar sveitarfélagsins verði skýrt afmarkaðar og að leitað verði framlags frá ríkinu.Grafísk mynd sem sýnir hugsanleg hafnarmannvirki.Mynd/Verkfræðistofan Efla. Tengdar fréttir Rannsóknir vegna risahafnar í Finnafirði sagðar lofa góðu Undirbúningsrannsóknir eru hafnar við Langanes vegna stórskipahafnar sem ætlað er að þjóna norðurslóðum. 21. september 2015 19:30 Stór áfangi að þjónustuhöfn Norðurslóða við Finnafjörð Oddviti Langanesbyggðar hefur fulla trúa á því að risahöfn við Finnafjörð verði að veruleika eftir að eitt stærsta hafnafyrirtæki Evrópu, Bremenports, ritaði undir samstarfssamning um að kosta mörghundruð milljóna króna undirbúningsvinnu. 22. maí 2014 22:00 Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Einhugur er í sveitarstjórn Langanesbyggðar að vinna áfram að því að stórskipahöfn í Finnafirði verði að veruleika, þótt síðasti meirihluti hafi sprungið vegna málsins. Stórskipahöfn í Gunnólfsvík vegna norðurslóðasiglinga og olíuvinnslu er búin að vera á aðalskipulagi í áratug en komst á skrið fyrir tveimur árum þegar eitt stærsta hafnafyrirtæki Evrópu, Bremenports í Þýskalandi, undirritaði samstarfssamning í Ráðherrabústaðnum um að kosta mörghundruð milljóna króna undirbúningsvinnu. Fyrstu gröfurnar sáust í Finnafirði síðastliðið sumar þegar rannsóknarholur voru grafnar og veðurmælistöðvar settar upp vegna umhverfismats sem áætlað er að verði lokið eftir þrjú ár. Jafnframt var öldu- og straummælingaduflum komið fyrir í firðinum.Samstarfið handsalað í Ráðherrabústaðnum vorið 2014. Frá vinstri Þorsteinn Steinsson, þáverandi sveitarstjóri Vopnafjarðar, Siggeir Stefánsson, þáverandi oddviti Langanesbyggðar, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Robert Howe, framkvæmdastjóri Bremenports.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Þetta mál varð hins vegar til þess að síðasti hreppsnefndarmeirihluti Langanesbyggðar sprakk rétt fyrir jól og nýr var myndaður, sá þriðji á kjörtímabilinu. Nýi meirihlutinn hefur nú birt bókun þar sem fram kemur að stefnan er óbreytt. Áfram verður unnið að Finnafjarðarverkefninu með það að markmiði að þar verði byggð upp stórskipa- og umskipunarhöfn. Í bókun nýja meirihlutans segir að verkefnið sé líklegt til að styrkja byggð og mannlíf á Norð-Austurlandi, verði það veruleika. Fulltrúi meirihlutans, Hulda Kristín Baldursdóttir varaoddviti, segir Stöð 2 að einhugur sé í sveitarstjórn um verkefnið. En hversvegna sprakk þá síðasti meirihluti? Í bókun nýja meirihlutans er sagt að fyrrverandi oddviti, Siggeir Stefánsson, hafi ekki haft nægilegt samráð við aðra í sveitarstjórn við undirbúning nýrrar viljayfirlýsingar, sem hefði getað falið í sér miklar fjárhagsskuldbindingar fyrir sveitarfélagið. Nýi meirihlutinn hyggst áfram vinna að viljayfirlýsingu með samstarfsaðilum, en þó þannig að allar skuldbindingar sveitarfélagsins verði skýrt afmarkaðar og að leitað verði framlags frá ríkinu.Grafísk mynd sem sýnir hugsanleg hafnarmannvirki.Mynd/Verkfræðistofan Efla.
Tengdar fréttir Rannsóknir vegna risahafnar í Finnafirði sagðar lofa góðu Undirbúningsrannsóknir eru hafnar við Langanes vegna stórskipahafnar sem ætlað er að þjóna norðurslóðum. 21. september 2015 19:30 Stór áfangi að þjónustuhöfn Norðurslóða við Finnafjörð Oddviti Langanesbyggðar hefur fulla trúa á því að risahöfn við Finnafjörð verði að veruleika eftir að eitt stærsta hafnafyrirtæki Evrópu, Bremenports, ritaði undir samstarfssamning um að kosta mörghundruð milljóna króna undirbúningsvinnu. 22. maí 2014 22:00 Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Rannsóknir vegna risahafnar í Finnafirði sagðar lofa góðu Undirbúningsrannsóknir eru hafnar við Langanes vegna stórskipahafnar sem ætlað er að þjóna norðurslóðum. 21. september 2015 19:30
Stór áfangi að þjónustuhöfn Norðurslóða við Finnafjörð Oddviti Langanesbyggðar hefur fulla trúa á því að risahöfn við Finnafjörð verði að veruleika eftir að eitt stærsta hafnafyrirtæki Evrópu, Bremenports, ritaði undir samstarfssamning um að kosta mörghundruð milljóna króna undirbúningsvinnu. 22. maí 2014 22:00