Við endum öll í Framsókn! Hildur Sverrisdóttir skrifar 22. janúar 2016 07:00 Í nýrri könnun MMR kemur fram að yfir helmingur landsmanna trúir á spámiðla. Ég er ekki ein af þeim. Vinkonur mínar hafa líka sagt að ég gæti ekki verið jarðbundnari þó ég væri negld niður. Ég er því leiðinlega týpan sem trúir hvorki á Guð né líf eftir dauðann. Ég hef þó mjög litla þörf fyrir að troða mínu trúleysi upp á annað fólk og það er sjálfsagt að bera virðingu fyrir trú annarra. Sama má segja um miðla. Ég skil þá sem sækja í þá með von um að lífið haldi áfram á einhvern hátt og þá jafnvel með fallegum hvatningarorðum frá látnum ástvinum. Hver vill það ekki? Pabbi minn dó á besta aldri og var hann mörgum harmdauði sem vildu reyna að fá öll þau svör sem í boði voru. Einn af þeim fór til miðils. Viðkomandi fór út alveg gáttaður og bit á því að miðillinn hafði sagt að þessi annars hljóði faðir minn, sem af því litla sem hann tjáði sig um pólitík var augljóslega jafnaðarmaður í lifanda lífi, hafði allt í einu samkvæmt miðlinum allan tímann verið framsóknarmaður. Og allir urðu bara svona gapandi hissa á að hafa ekki vitað það. Að í öll þessi 50 ár sem hann lifði hafði hann bara alls ekki nokkurn tímann ýjað að því! Alveg stórmerkilegt! Þannig að ég get vel borið virðingu fyrir því sem fólk kýs að sækja í í sinni trú. En – ég hef svo gott sem enga þolinmæði gagnvart því þegar miðlar mögulega misnota það traust og halda sig ekki bara við að látnir ástvinir skili hvetjandi ástarkveðjum heldur fara að fabúlera um skoðanir hins látna sem hefur engin tök á að verja sig. Ég verð til að mynda brjáluð ef ég dey og einhver miðill segir við vini mína að ég hafi allan tímann verið framsóknarmaður. Brjáluð, sko. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Í nýrri könnun MMR kemur fram að yfir helmingur landsmanna trúir á spámiðla. Ég er ekki ein af þeim. Vinkonur mínar hafa líka sagt að ég gæti ekki verið jarðbundnari þó ég væri negld niður. Ég er því leiðinlega týpan sem trúir hvorki á Guð né líf eftir dauðann. Ég hef þó mjög litla þörf fyrir að troða mínu trúleysi upp á annað fólk og það er sjálfsagt að bera virðingu fyrir trú annarra. Sama má segja um miðla. Ég skil þá sem sækja í þá með von um að lífið haldi áfram á einhvern hátt og þá jafnvel með fallegum hvatningarorðum frá látnum ástvinum. Hver vill það ekki? Pabbi minn dó á besta aldri og var hann mörgum harmdauði sem vildu reyna að fá öll þau svör sem í boði voru. Einn af þeim fór til miðils. Viðkomandi fór út alveg gáttaður og bit á því að miðillinn hafði sagt að þessi annars hljóði faðir minn, sem af því litla sem hann tjáði sig um pólitík var augljóslega jafnaðarmaður í lifanda lífi, hafði allt í einu samkvæmt miðlinum allan tímann verið framsóknarmaður. Og allir urðu bara svona gapandi hissa á að hafa ekki vitað það. Að í öll þessi 50 ár sem hann lifði hafði hann bara alls ekki nokkurn tímann ýjað að því! Alveg stórmerkilegt! Þannig að ég get vel borið virðingu fyrir því sem fólk kýs að sækja í í sinni trú. En – ég hef svo gott sem enga þolinmæði gagnvart því þegar miðlar mögulega misnota það traust og halda sig ekki bara við að látnir ástvinir skili hvetjandi ástarkveðjum heldur fara að fabúlera um skoðanir hins látna sem hefur engin tök á að verja sig. Ég verð til að mynda brjáluð ef ég dey og einhver miðill segir við vini mína að ég hafi allan tímann verið framsóknarmaður. Brjáluð, sko.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun