Lífið

Kosningin ótrúlega jöfn og spennandi

Hljómsveitin Of Monsters and Men er með flestar tilnefningar á hátíðinni eða sex tilnefningar.
Hljómsveitin Of Monsters and Men er með flestar tilnefningar á hátíðinni eða sex tilnefningar. mynd/Meredith Truax
Kosningu til Hlustendaverðlaunanna 2016 lýkur í dag en Hlustendaverðlaunin 2016 verða afhent í glæsilegu tónlistarpartíi í beinni útsendingu á Stöð 2 frá Háskólabíói föstudagskvöldið 29. janúar í samstarfi við Gull. „Kosning er búin að vera mjög jöfn í gegnum ferlið, alveg fá því hún byrjaði. Það er enn óljóst hvernig þetta fer, það skýrist líklega ekki fyrr en á síðustu stundu,“ segir Jóhann K. Jóhannsson, kynningarstjóri útvarpssviðs 365.

Kosningin fer fram á Vísi þar sem hlustendur Bylgjunnar, FM957 og Xins977 hafa kosið um hvað stóð upp úr í íslenskri tónlist á síðasta ári auk þess að kjósa besta erlenda lagið.

Auðunn Blöndal verður kynnir kvöldsins.vísir/vilhelm
Frábært listafólk og hljómsveitir koma fram á hátíðinni og má þar nefna Pál Óskar, Glowie ásamt eigin sveit, Dikta, Fufanu, Bubba og Spaðadrottningarnar, Friðrik Dór, Úlf Úlf, Axel Flóvent, Steinda JR og Auðun Blöndal en Auðunn er kynnir hátíðarinnar. Jóhann lofar glæsilegri hátíð. „Ég veit að listamennirnir sem koma fram ætla að gera mikið úr sínum atriðum.“

Útvarpsstöðvarnar Bylgjan, Xið977 og FM957 bjóða hlustendum sínum frítt á hátíðina. Áhugasamir hringja inn og freista þess að fá miða. „Það verða ekki seldir miðar á hátíðina heldur verða þeir gefnir á útvarpsstöðvunum, fólk þarf bara að hlusta,” bætir Jóhann við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.