Lífið

Var djúpt sokkinn í neyslu: „Þetta er bara sturluð vinna og sálardrepandi“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sigmundur var gestur í Brennslunni í morgun.
Sigmundur var gestur í Brennslunni í morgun. vísir
„Ég fór í meðferð 7. október 2010 og kvöldið áður tók ég mitt síðasta djamm,“ segir Sigmundur Einar Jónsson, sem heimsótti Brennsluna á FM957 í morgun og kynnti starf Ung-SÁÁ, félag sem heldur utan um ungt fólk sem hefur farið í meðferð. Sigmundur sagði einnig sögu sína í þættinum í morgun, en hann fann botninn þegar hann starði á vegg en hélt að hann væri að horfa á íþróttakappleik.

„Lífið er bara miklu betra. Ég geri alla hluti sem mig langar að gera, þó ég sé edrú. Ég hef farið á leik í enska, farið fjórum sinnum edrú á Þjóðhátíð. Ég kann aftur á móti að koma mér úr kringumstæðum sem ég er vanmáttugur gagnvart. Ekkert gott gerist í bænum eftir klukkan þrjú á nóttinni, það er góð regla.“

En hvernig kemur Sigmundur sér út úr aðstæðum sem eru honum erfiðar.

„Ég er bara með góðan kjarna í kringum mig og fer út að skemmta mér með fólki sem eru vinir mínir. Besti vinur minn drekkur áfengi og hann myndi ekki fyrir sitt litla líf reyna fá mig til að taka sopa af áfengi,“ segir hann en það sem hefur hjálpað Sigmundi mest í gegnum þetta ferli er að hjálpa öðrum og tala við aðra um þetta vandamál.

„Neyslan mín var orðin þannig að ég vaknaði upp á hverjum einasta morgni og ætlaði ekki að fá mér. Þegar ég fékk mér, þá var það ekki bara eitt kvöld, heldur nokkrir dagar. Þetta er bara sturluð vinna og sálardrepandi. Ég var að verða að ekki neinu en SÁÁ gjörsamlega breytti lífi mínu og bjargaði mér alveg.“

Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Sigmund.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×