Finnst furðulegt að hindra eigi stjórnarsetu hans í Fáfni Ingvar Haraldsson skrifar 24. febrúar 2016 09:45 Fáfnir rekur eitt skip í dag, olíuþjónustuskipið Polarsyssel. Mynd/Havyard Ketill Sigurjónsson, lögfræðingur og umsjónamaður Orkubloggsins, og Davíð Stefánsson, starfsmaður Íslandssjóða, dótturfélags Íslandsbanka, sækjast báðir eftir einu lausu sæti í stjórn Fáfnis Offshore á hluthafafundi í dag. Sjóðurinn Akur, sem er í rekstri Íslandssjóða, er stærsti hluthafi Fáfnis og íslenskir lífeyrissjóðir eru stórir hluthafar í. Steingrímur Erlingsson, sem sagt var upp sem forstjóra Fáfnis í desember, og danska félagið Optima A/S, boðuðu til fundarins. „Maður var pínulítið undrandi að frétta af því að þeir tilnefni einhvern annan í stjórn því það er beðið um þennan fund að beiðni Steingríms og Optima í Danmörku sem vilja koma inn sínum stjórnarmanni og þau eiga næstum 25 prósent í félaginu. Manni finnst furðulegt að aðrir hluthafar ætli að koma í veg fyrir það,“ segir Ketill.Ketill Sigurjónsson, frambjóðandi til stjórnar Fáfnis.Ekki þarf að kjósa nýja stjórn í heild sinni fyrr en á aðalfundi Fáfnis sem heimilt er að halda í síðasta lagi í lok ágúst á þessu ári. Því geta eigendur tæplega fjórðungs hlutafjár í Fáfni verið án fulltrúa í stjórn þangað til, hljóti Ketill ekki brautargengi á fundinum í dag.DV greindi frá því í síðustu viku að stjórn Fáfnis hygðist leggja fyrir fundinn heimild til að breyta samþykktum félagsins svo félagið geti lagt í tæplega 200 milljóna króna skuldabréfaútgáfu á 20 prósenta vöxtum. Ketill segir að ráðgert sé að kaupendur bréfanna geti breytt þeim í hlutafé, sem numið geti allt að 60 prósenta hlut í Fáfni. Til samanburðar nemur hlutaféð sem áður hefur verið í Fáfni tæpum þremur milljörðum króna. Samkvæmt heimildum Markaðarins hafa núverandi hluthafar forkaupsrétt til þess að skrifa sig fyrir skuldabréfinu í hlutfall við eign sína í Fáfni. Þá segir Ketill einnig tillögu liggja fyrir fundinum um að færa skipið Fáfni Viking, sem enn er í smíðum, inn í sérstakt félag sem yrði dótturfélag Fáfnis, auk þess að leggja eigi fram tölvupósta sem Steingrímur sendi í starfi sínu. Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Ketill Sigurjónsson, lögfræðingur og umsjónamaður Orkubloggsins, og Davíð Stefánsson, starfsmaður Íslandssjóða, dótturfélags Íslandsbanka, sækjast báðir eftir einu lausu sæti í stjórn Fáfnis Offshore á hluthafafundi í dag. Sjóðurinn Akur, sem er í rekstri Íslandssjóða, er stærsti hluthafi Fáfnis og íslenskir lífeyrissjóðir eru stórir hluthafar í. Steingrímur Erlingsson, sem sagt var upp sem forstjóra Fáfnis í desember, og danska félagið Optima A/S, boðuðu til fundarins. „Maður var pínulítið undrandi að frétta af því að þeir tilnefni einhvern annan í stjórn því það er beðið um þennan fund að beiðni Steingríms og Optima í Danmörku sem vilja koma inn sínum stjórnarmanni og þau eiga næstum 25 prósent í félaginu. Manni finnst furðulegt að aðrir hluthafar ætli að koma í veg fyrir það,“ segir Ketill.Ketill Sigurjónsson, frambjóðandi til stjórnar Fáfnis.Ekki þarf að kjósa nýja stjórn í heild sinni fyrr en á aðalfundi Fáfnis sem heimilt er að halda í síðasta lagi í lok ágúst á þessu ári. Því geta eigendur tæplega fjórðungs hlutafjár í Fáfni verið án fulltrúa í stjórn þangað til, hljóti Ketill ekki brautargengi á fundinum í dag.DV greindi frá því í síðustu viku að stjórn Fáfnis hygðist leggja fyrir fundinn heimild til að breyta samþykktum félagsins svo félagið geti lagt í tæplega 200 milljóna króna skuldabréfaútgáfu á 20 prósenta vöxtum. Ketill segir að ráðgert sé að kaupendur bréfanna geti breytt þeim í hlutafé, sem numið geti allt að 60 prósenta hlut í Fáfni. Til samanburðar nemur hlutaféð sem áður hefur verið í Fáfni tæpum þremur milljörðum króna. Samkvæmt heimildum Markaðarins hafa núverandi hluthafar forkaupsrétt til þess að skrifa sig fyrir skuldabréfinu í hlutfall við eign sína í Fáfni. Þá segir Ketill einnig tillögu liggja fyrir fundinum um að færa skipið Fáfni Viking, sem enn er í smíðum, inn í sérstakt félag sem yrði dótturfélag Fáfnis, auk þess að leggja eigi fram tölvupósta sem Steingrímur sendi í starfi sínu.
Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira