Viðskipti innlent

Bjarni Ákason selur meirihluta sinn í Epli

Sæunn Gísladóttir skrifar
Bjarni Ákason (á mynd) og Valdimar Grímsson hafa selt Guðna Eiríkssyni meirihluta sinn í Skakkiturn ehf.
Bjarni Ákason (á mynd) og Valdimar Grímsson hafa selt Guðna Eiríkssyni meirihluta sinn í Skakkiturn ehf.
Bjarni Ákason og Valdimar Grímsson hafa selt Guðna Eiríkssyni meirihluta sinn í Skakkiturn ehf., nánar þekkt sem Epli. Þeir munu þó áfram eiga hlut í fyrirtækinu, og mun Bjarni  starfa þar áfram  og sitja í stjórn þess að því er segir í tilkynningu um málið.

,,Þessi niðurstaða er góð að okkar mati og við treystum nýjum meirihlutaeiganda til að gera góða hluti. Áhersla var lögð á að gera sem minnstar breytingar enda hafa starfsmenn fyrirtækisins staðið sig afar vel í gegnum tíðina. Apple er með mestu markaðshlutdeild á fjölda markaða eins og í einstaklingstölvum og menntageiranum. Þá er það einnig ráðandi á sjónvarpsmarkaðnum með Apple TV," segir Bjarni Ákason og bendir jafnframt á að fjölmörg sóknarfæri séu til staðar.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×