Skjálfti í tölvuleikjasnillingum landsins Jakob Bjarnar skrifar 8. janúar 2016 15:01 Ólafur Nils segir allar helstu kempur landsins á sviði CS og League of Legends klárar með rafræna hólka sína. Mikil spenna ríkir nú meðal tölvuleikjaspilara en á morgun hefst sjálft Íslandsmeistaramótið – Tuddinn 2016 en þar er keppt í Counter-Strike:GO og League of Legends. Rúmlega 240 keppendur berjast um að verða krýndir sigurvegarar, en allar helstu kempur landsins á þessu sviði munu takast á, að sögn sérfræðings Vísis í tölvuíþróttum. Liprustu fingur landsins munu leika um lyklaborðið og/eða fitla við músina. „Til mikils að vinna þar sem að sigurlið CSGO keppninnar fær ferð til Danmerkur á Copenhagen Games í vor og fá þar með tækifæri á því að spreyta sig á erlendri grundu,“ segir Ólafur Nils Sigurðsson. Ljóst er að verulegur skjálfti er í mannskapnum enda hafa töluverðar hræringar hafa átt sér stað í Íslenskum liðum frá seinasta móti. Vísir fékk Ólaf Nils til að renna yfir stöðuna eins og hún blasir við í dag. Hvaða lið eru líklegust?„Malefiq léku til úrslita í netdeild Tuddans og sigruðu þar seven en þar fór Páll Sindri ‚pallib0ndi‘ fyrir sínum mönnum og unnu þeir öruggan 2-0 sigur. Þeir hafa þó skipt út einum leikmanni og það verður fróðlegt hvort að þeim tekst að sigra um helgina,“ segir Ólafur Nils. Seven léku einnig til úrslita í netdeild Tuddans og töpuðu þar fyrir Malefiq. „En eftir úrslitin urðu miklar mannabreytingar í liðinu og losuðu þeir sig við þrjá leikmenn og fengu inn þrjá nýja, landsliðsmennina Ólaf ‚ofvirk‘, Kristján ‚kruzer‘ og Pétur ‚peterr‘. Margir telja að þetta nýja lið sé afar sigurstranglegt.“ Þar höfum við það. Annað lið sem Ólafur Nils nefnir til sögunnar er Skaði, lið sem var eitt af þeim bestu á Íslandi þar til að í fyrra að stór hluti liðsins gekk til liðs við seven. „En eftir að samning þeirra við seven var sagt upp þá tóku þeir sig til og endurstofnuðu Skaða. Þarna eru margir reyndir leikmenn á ferð sem að eflaust langar gríðarlega að ná fram hefndum gegn fyrrum liðsfélögum sínum.“ Að endingu nefnir Ólafur Nils VECA til sögunnar: „Hafa verið á jaðrinum að vera í titilbaráttum á Íslandi en aldrei náð að sigra. Þeir fengu til sín tvo reynda leikmenn nýverið og það gæti verið að það verði til þess að þeir nái loksins að sigra mót.“ Mótið fer fram í húsnæði Símans við Stórhöfða 22 og stendur yfir alla helgina. Nánar um mótið er hér. Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Lífið Fleiri fréttir Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Sjá meira
Mikil spenna ríkir nú meðal tölvuleikjaspilara en á morgun hefst sjálft Íslandsmeistaramótið – Tuddinn 2016 en þar er keppt í Counter-Strike:GO og League of Legends. Rúmlega 240 keppendur berjast um að verða krýndir sigurvegarar, en allar helstu kempur landsins á þessu sviði munu takast á, að sögn sérfræðings Vísis í tölvuíþróttum. Liprustu fingur landsins munu leika um lyklaborðið og/eða fitla við músina. „Til mikils að vinna þar sem að sigurlið CSGO keppninnar fær ferð til Danmerkur á Copenhagen Games í vor og fá þar með tækifæri á því að spreyta sig á erlendri grundu,“ segir Ólafur Nils Sigurðsson. Ljóst er að verulegur skjálfti er í mannskapnum enda hafa töluverðar hræringar hafa átt sér stað í Íslenskum liðum frá seinasta móti. Vísir fékk Ólaf Nils til að renna yfir stöðuna eins og hún blasir við í dag. Hvaða lið eru líklegust?„Malefiq léku til úrslita í netdeild Tuddans og sigruðu þar seven en þar fór Páll Sindri ‚pallib0ndi‘ fyrir sínum mönnum og unnu þeir öruggan 2-0 sigur. Þeir hafa þó skipt út einum leikmanni og það verður fróðlegt hvort að þeim tekst að sigra um helgina,“ segir Ólafur Nils. Seven léku einnig til úrslita í netdeild Tuddans og töpuðu þar fyrir Malefiq. „En eftir úrslitin urðu miklar mannabreytingar í liðinu og losuðu þeir sig við þrjá leikmenn og fengu inn þrjá nýja, landsliðsmennina Ólaf ‚ofvirk‘, Kristján ‚kruzer‘ og Pétur ‚peterr‘. Margir telja að þetta nýja lið sé afar sigurstranglegt.“ Þar höfum við það. Annað lið sem Ólafur Nils nefnir til sögunnar er Skaði, lið sem var eitt af þeim bestu á Íslandi þar til að í fyrra að stór hluti liðsins gekk til liðs við seven. „En eftir að samning þeirra við seven var sagt upp þá tóku þeir sig til og endurstofnuðu Skaða. Þarna eru margir reyndir leikmenn á ferð sem að eflaust langar gríðarlega að ná fram hefndum gegn fyrrum liðsfélögum sínum.“ Að endingu nefnir Ólafur Nils VECA til sögunnar: „Hafa verið á jaðrinum að vera í titilbaráttum á Íslandi en aldrei náð að sigra. Þeir fengu til sín tvo reynda leikmenn nýverið og það gæti verið að það verði til þess að þeir nái loksins að sigra mót.“ Mótið fer fram í húsnæði Símans við Stórhöfða 22 og stendur yfir alla helgina. Nánar um mótið er hér.
Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Lífið Fleiri fréttir Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Sjá meira