Lífið

Þrjár nýjar rafbækur um Harry Potter væntanlegar

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Enginn þarf að bíða í röð eftir þessum, því þær koma allar út á netinu.
Enginn þarf að bíða í röð eftir þessum, því þær koma allar út á netinu. Vísir/Skjáskot
Allt stefnir í að árið 2016 verið draumaár Harry Potter aðdáenda víðs vegar um heim. Ekki nóg með að ný Harry Potter bók hafi komið út á dögunum, heldur er von á þremur rafbókum til viðbótar í september. Um er að ræða þrenn smásögsöfn sem J.K. Rowling mun sjálf skrifa.

Bækurnar eru gefnar út af síðunni Pottermore.com en þar geta aðdáendur galdrastráksins nálgast ýmsan fróðleik um töfraveröld hans. Heppnin er með Harry Potter aðdáendum í þetta skiptið þar sem að engir biðlistar né biðraðir fylgja rafbókum, og því ættu allir að geta nálgast sitt eintak á sama tíma.

Fyrsta bókin mun fjalla um hina grimmlyndu Prófessor Umbridge og hvernig Horace Slughorn kynntist myrkrahöfðingjanum Voldemort. Önnur bókin mun einblína á Mínervu McGonagall og Remus Lupin og loks mun sú þriðja veita lesendum innsín inn í daglegt líf í Hogwarts kastalanum. Þetta kemur fram á vef The Independent.

Þetta er ekki síðasti glaðningur þessa árs fyrir aðdáendur Harry Potter, heldur er von á kvikmyndinni Fantastic Beasts and Where to Find Them í nóvember næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×