Ásdís komst ekki í úrslit | Endaði í 30. sæti í spjótkastinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2016 01:30 Ásdís Hjálmsdóttir endaði í 30. sæti. Vísir/Anton Ásdís Hjálmsdóttir náði ekki að leika eftir afrek sitt frá því á Ólympíuleikunum í London fyrir fjórum árum þegar hún keppti í undankeppninni í spjótkasti kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt. Ásdís kastaði lengst 54,92 metra og það dugði henni bara í 30.sæti í undankeppninni. Ásdís hefði þurft að kasta 61,63 metra til þess að komast í tólf manna úrslitin sem fara fram aðra nótt.Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á Ólympíuleikvanginum í Ríó í nótt og náði þessum myndum af Ásdísi hér fyrir ofan. Ásdís byrjaði ekki vel því hún gerði ógilt í fyrsta kasti sínu. Kastið var stutt og misheppnað og hún gerði það viljandi ógilt. Ásdís náði sínum lengsta kasti í öðru kasti en hún var tólfta í kaströðinni í seinni riðlinum. Síðasta kastið var líka misheppnað og hún gerði það ógilt. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkar konu sem ætlaði sér miklu meira á þessum Ólympíuleikum. Atrennan misheppnaðist og því var ekki von á góðu í köstunum. Þegar Ásdís og þær sem voru í hennar riðli hófu keppni voru fjórar búnar að kasta yfir 63 metra sem gaf beint sæti í úrslitunum . Sú sem var þá í tólfta og síðasta sætinu inn í úrslitin hafði kastað 57,20 metra. Maria Andrejczyk frá Póllandi kastaði lengst í undankeppninni eða 67,11 metra en það er nýtt pólskt met. Ásdís komst í úrslit á Evrópumeistaramótinu í Amsterdam fyrr í sumar og endaði þar í áttunda sæti sem er hennar besti árangur á stórmóti á ferlinum. Ásdís hefur þar með lokið keppni á sínum þriðju Ólympíuleikum en hún varð í 11. sæti í London 2012 og í 50. sæti í Peking 2008.Tweets by @VisirSport Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Haaland fær tíu milljarða hjálp HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Bragi heim frá Bandaríkjunum Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Safna milljónum fyrir skúrk mótherjanna Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Sér eftir því sem hann sagði Dagskráin í dag: Brýtur Amorim annað sjónvarp? Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Feyenoord pakkaði Bayern saman Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Sjá meira
Ásdís Hjálmsdóttir náði ekki að leika eftir afrek sitt frá því á Ólympíuleikunum í London fyrir fjórum árum þegar hún keppti í undankeppninni í spjótkasti kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt. Ásdís kastaði lengst 54,92 metra og það dugði henni bara í 30.sæti í undankeppninni. Ásdís hefði þurft að kasta 61,63 metra til þess að komast í tólf manna úrslitin sem fara fram aðra nótt.Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á Ólympíuleikvanginum í Ríó í nótt og náði þessum myndum af Ásdísi hér fyrir ofan. Ásdís byrjaði ekki vel því hún gerði ógilt í fyrsta kasti sínu. Kastið var stutt og misheppnað og hún gerði það viljandi ógilt. Ásdís náði sínum lengsta kasti í öðru kasti en hún var tólfta í kaströðinni í seinni riðlinum. Síðasta kastið var líka misheppnað og hún gerði það ógilt. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkar konu sem ætlaði sér miklu meira á þessum Ólympíuleikum. Atrennan misheppnaðist og því var ekki von á góðu í köstunum. Þegar Ásdís og þær sem voru í hennar riðli hófu keppni voru fjórar búnar að kasta yfir 63 metra sem gaf beint sæti í úrslitunum . Sú sem var þá í tólfta og síðasta sætinu inn í úrslitin hafði kastað 57,20 metra. Maria Andrejczyk frá Póllandi kastaði lengst í undankeppninni eða 67,11 metra en það er nýtt pólskt met. Ásdís komst í úrslit á Evrópumeistaramótinu í Amsterdam fyrr í sumar og endaði þar í áttunda sæti sem er hennar besti árangur á stórmóti á ferlinum. Ásdís hefur þar með lokið keppni á sínum þriðju Ólympíuleikum en hún varð í 11. sæti í London 2012 og í 50. sæti í Peking 2008.Tweets by @VisirSport
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Haaland fær tíu milljarða hjálp HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Bragi heim frá Bandaríkjunum Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Safna milljónum fyrir skúrk mótherjanna Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Sér eftir því sem hann sagði Dagskráin í dag: Brýtur Amorim annað sjónvarp? Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Feyenoord pakkaði Bayern saman Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Sjá meira