Suzuki S-Cross fær andlitslyftingu Finnur Thorlacius skrifar 27. september 2016 09:41 Mun laglegri bíll og ekki vantar vélarúrvalið. Suzuki S-Cross hefur reynst Suzuki æði vel sem útspil í C-stærðarflokki bíla og selst vel um allan heim. Til að viðhalda góðri sölu á bílnum ætlar Suzuki að uppfæra bílinn mjög mikið með 2017 árgerð hans og breytist hann nokkuð í útliti, veghæð hans eykst og hann fær að auki nýja vélarkosti. Með því hefur hann enn meiri sérstöðu í þessum flokki bíla, þ.e. smárra jepplinga í C-stærðarflokki. Bíllinn mun hækka frá vegi úr 16,5 cm undir lægsta punkt í 18 cm og eru það góðar fréttir fyrir íslenska kaupendur S-Cross. Bíllinn fær LED ljós og stærra og grimmara grill. Hann fær að auki nýtt mælaborð með ríkulegri efnisnotkun og nýju og laglegra áklæði á sætum. Bíllinn fær að auki tvöfalt opnanlegt glerþak. Fá má bílinn í best búnu útfærslum með gervihnattarleiðsögukerfi, myndavélum að framan og aftan til að aðstoða við lagningu í stæði, upphitaða hliðarspegla og með tvöfalda tölvustýrða miðstöð. S-Cross mun nú bjóðast með 1,0 lítra og 111 hestafla forþjöppudrifna vél sem einnig má finna í nýjum Suzuki Baleno og Vitara S en þessi vél togar 170 Nm. Þá býðst einnig öflugri 138 hestafla 1,4 lítra Boosterjet vél með 220 Nm togi. S-Cross mun einnig fást með 1,6 lítra dísilvél með 320 Nm togi og þannig búinn verður hann afar frískur. AllGrip fjórhjóladrif er í bílnum og velja má um fjórar aksturstillingar eftir undirlagi.Með aukinni veghæð er S-Cross enn betri kostur hér á landi. Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent
Suzuki S-Cross hefur reynst Suzuki æði vel sem útspil í C-stærðarflokki bíla og selst vel um allan heim. Til að viðhalda góðri sölu á bílnum ætlar Suzuki að uppfæra bílinn mjög mikið með 2017 árgerð hans og breytist hann nokkuð í útliti, veghæð hans eykst og hann fær að auki nýja vélarkosti. Með því hefur hann enn meiri sérstöðu í þessum flokki bíla, þ.e. smárra jepplinga í C-stærðarflokki. Bíllinn mun hækka frá vegi úr 16,5 cm undir lægsta punkt í 18 cm og eru það góðar fréttir fyrir íslenska kaupendur S-Cross. Bíllinn fær LED ljós og stærra og grimmara grill. Hann fær að auki nýtt mælaborð með ríkulegri efnisnotkun og nýju og laglegra áklæði á sætum. Bíllinn fær að auki tvöfalt opnanlegt glerþak. Fá má bílinn í best búnu útfærslum með gervihnattarleiðsögukerfi, myndavélum að framan og aftan til að aðstoða við lagningu í stæði, upphitaða hliðarspegla og með tvöfalda tölvustýrða miðstöð. S-Cross mun nú bjóðast með 1,0 lítra og 111 hestafla forþjöppudrifna vél sem einnig má finna í nýjum Suzuki Baleno og Vitara S en þessi vél togar 170 Nm. Þá býðst einnig öflugri 138 hestafla 1,4 lítra Boosterjet vél með 220 Nm togi. S-Cross mun einnig fást með 1,6 lítra dísilvél með 320 Nm togi og þannig búinn verður hann afar frískur. AllGrip fjórhjóladrif er í bílnum og velja má um fjórar aksturstillingar eftir undirlagi.Með aukinni veghæð er S-Cross enn betri kostur hér á landi.
Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent