Lífið

Heiðraðir fyrir 40 ára feril

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Hjálmar, Arnór, Þórunn Jörgensen, Sigmundur, Gunnar, Sigurdór, Sigtryggur, Margrét Þóra Þorláksdóttir og Þröstur. Þær Þórunn og Margrét tóku við viðurkenningu Árna Jörgensen.
Hjálmar, Arnór, Þórunn Jörgensen, Sigmundur, Gunnar, Sigurdór, Sigtryggur, Margrét Þóra Þorláksdóttir og Þröstur. Þær Þórunn og Margrét tóku við viðurkenningu Árna Jörgensen. Vísir/Stefán
Blaðamannafélag Íslands efndi til fagnaðar síðasta föstudag í nýuppgerðum og stækkuðum sal í Síðumúla 23. Við það tækifæri heiðraði félagið þá Freystein Jóhannsson, Sigtrygg Sigtryggsson, Gunnar V. Andrésson, Sigurdór Sigurdórsson, Sigmund Ó. Steinarsson, Þröst Haraldsson, Arnór G. Ragnarsson, Árna Jörgensen og Ágúst Inga Jónsson fyrir 40 ára starf og veitti þeim gullmerki og veglegan blómvönd.

Nýi salurinn tekur 100 manns í sæti við borðhald en hægt er að skipta honum í tvennt ef henta þykir.

„Við munum nota salinn í þágu félagsins, fyrir fundi, námskeið og annað en líka leigja hann út til félagsmanna og annarra,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins.

Salurinn hlaut nafnið Blaðamannaklúbburinn. „Svo skemmtilega vill til að til er látúnsskilti með þessu nafni frá því blaðamenn komu reglulega saman í turnherbergi Hótels Borgar í upphafi 7. áratugarins,“ upplýsir Hjálmar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×