Strákarnir fengu loksins að hitta konur og börn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. júní 2016 15:00 Alexandra Helga birti þessa flottu mynd af þeim Fríðu, Pöttru, Söndru og Hólmfríði í Saint-Étienne á dögunum. Stelpurnar styðja svo sannarlega sína menn. Mynd af Instagram-síðu Alexöndru Helgu Leikmenn karlalandsliðsins í knattspyrnu fengu að hitta eiginkonur sínar, kærustur, fjölskyldu og börn eftir 1-1 jafnteflið gegn Ungverjum í gær. Fyrir lá að kvöldið eftir leik í Marseille yrði kvöldið sem leikmenn fengju að verja nóttinni með sínum heittelskuðu. Fjölskyldur nokkurra leikmanna landsliðsins hafa haldið til í Annecy líkt og strákarnir og séð eitthvað af sínum strákum í stundum milli stríða. Aðrar fjölskyldur voru að hitta þá í fyrsta skipti í tíu daga en sumar náðu þó að hitta þá í mýflugumynd eftir jafnteflið gegn Portúgal í Saint-Étienne. Eiður Smári Guðjohnsen sagði í viðtali við blaðamenn í dag að það hefði verið æðislegt að hitta konu sína og börn eftir leikinn í gær. Eiður Smári ræddi við blaðamenn í Annecy í dag.Vísir/Vihelm„Það er eitthvað það erfiðasta að eiga við eftir fótboltaleik, að vera með mikið svekkelsi og gott að geta dreift huganum aðeins og hitt börnin sín og konu. Það getur skipt sköpum.“Svekkelsið var mikið í herbúðum íslenska liðsins eftir jafnteflið í gær sem allt stefndi í að yrði sögulegur 1-0 sigur á Ungverjum. Sjálfsmark undir lokin tryggði Ungverjum stigið og þeir fögnuðu gríðarlega enda svo gott sem komnir í sextán liða úrslit.Strákarnir okkar vöknuðu svo snemma í morgun og tóku flug frá Marseille til Annecy klukkan 11:30 að staðartíma. Þar halda þeir til fram á þriðjudag þegar flogið verður á vit næsta skrefs í EM-ævintýrinu í París. Andstæðingurinn er Austurríki, miðvikudaginn 22. júní, og sæti í 16-liða úrslitum í húfi.Pattra Sriyanonge, Alexandra Helga Ívarsdóttir, Sandra Steinarsdóttir, Fríða Rún Einarsdóttir og Hólmfríður Björnsdóttir voru saman á leiknum í Marseille í gær. Þær eru stoltar af strákunum sínum. Proud of our men #aframisland A photo posted by Alexandra Ivarsdottir (@alexandrahelga) on Jun 19, 2016 at 3:47am PDT Pattra hitti Theodór Elmar sinn eftir leikinn. One night in Marseille #EURO2016 #ÁframÍsland A photo posted by Pattra S (@trendpattra) on Jun 19, 2016 at 4:06am PDT Stelpurnar eru að sjálfsögðu klæddar í treyjur sinna leikmanna í Frakklandi #aframisland A photo posted by Alexandra Ivarsdottir (@alexandrahelga) on Jun 14, 2016 at 11:06am PDT EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Fá aðeins að hitta strákana einu sinni á meðan á EM stendur Eiginkonur og kærustur strákanna í karlalandsliðinu eru mjög spenntar fyrir EM. Þær ætla að mæta á alla leikina og hafa trú á góðu gengi. 11. júní 2016 09:00 Mest lesið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Lífið Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Lífið Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Lífið Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Lífið Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Fleiri fréttir Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Sjá meira
Leikmenn karlalandsliðsins í knattspyrnu fengu að hitta eiginkonur sínar, kærustur, fjölskyldu og börn eftir 1-1 jafnteflið gegn Ungverjum í gær. Fyrir lá að kvöldið eftir leik í Marseille yrði kvöldið sem leikmenn fengju að verja nóttinni með sínum heittelskuðu. Fjölskyldur nokkurra leikmanna landsliðsins hafa haldið til í Annecy líkt og strákarnir og séð eitthvað af sínum strákum í stundum milli stríða. Aðrar fjölskyldur voru að hitta þá í fyrsta skipti í tíu daga en sumar náðu þó að hitta þá í mýflugumynd eftir jafnteflið gegn Portúgal í Saint-Étienne. Eiður Smári Guðjohnsen sagði í viðtali við blaðamenn í dag að það hefði verið æðislegt að hitta konu sína og börn eftir leikinn í gær. Eiður Smári ræddi við blaðamenn í Annecy í dag.Vísir/Vihelm„Það er eitthvað það erfiðasta að eiga við eftir fótboltaleik, að vera með mikið svekkelsi og gott að geta dreift huganum aðeins og hitt börnin sín og konu. Það getur skipt sköpum.“Svekkelsið var mikið í herbúðum íslenska liðsins eftir jafnteflið í gær sem allt stefndi í að yrði sögulegur 1-0 sigur á Ungverjum. Sjálfsmark undir lokin tryggði Ungverjum stigið og þeir fögnuðu gríðarlega enda svo gott sem komnir í sextán liða úrslit.Strákarnir okkar vöknuðu svo snemma í morgun og tóku flug frá Marseille til Annecy klukkan 11:30 að staðartíma. Þar halda þeir til fram á þriðjudag þegar flogið verður á vit næsta skrefs í EM-ævintýrinu í París. Andstæðingurinn er Austurríki, miðvikudaginn 22. júní, og sæti í 16-liða úrslitum í húfi.Pattra Sriyanonge, Alexandra Helga Ívarsdóttir, Sandra Steinarsdóttir, Fríða Rún Einarsdóttir og Hólmfríður Björnsdóttir voru saman á leiknum í Marseille í gær. Þær eru stoltar af strákunum sínum. Proud of our men #aframisland A photo posted by Alexandra Ivarsdottir (@alexandrahelga) on Jun 19, 2016 at 3:47am PDT Pattra hitti Theodór Elmar sinn eftir leikinn. One night in Marseille #EURO2016 #ÁframÍsland A photo posted by Pattra S (@trendpattra) on Jun 19, 2016 at 4:06am PDT Stelpurnar eru að sjálfsögðu klæddar í treyjur sinna leikmanna í Frakklandi #aframisland A photo posted by Alexandra Ivarsdottir (@alexandrahelga) on Jun 14, 2016 at 11:06am PDT
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Fá aðeins að hitta strákana einu sinni á meðan á EM stendur Eiginkonur og kærustur strákanna í karlalandsliðinu eru mjög spenntar fyrir EM. Þær ætla að mæta á alla leikina og hafa trú á góðu gengi. 11. júní 2016 09:00 Mest lesið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Lífið Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Lífið Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Lífið Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Lífið Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Fleiri fréttir Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Sjá meira
Fá aðeins að hitta strákana einu sinni á meðan á EM stendur Eiginkonur og kærustur strákanna í karlalandsliðinu eru mjög spenntar fyrir EM. Þær ætla að mæta á alla leikina og hafa trú á góðu gengi. 11. júní 2016 09:00