Tvö dauðaslys í Isle of Man TT Race Finnur Thorlacius skrifar 6. júní 2016 09:44 Annað dauðaslysið var á mótorhjóli með hliðarvagni. Hættulegasta keppni akstursíþróttanna er mótorhjólakeppnin Isle of Man TT Race. Fyrstu æfingadagar keppninnar í ár voru um helgina og tvö dauðaslys urðu að þessu sinni við þær og eru þetta 249. og 250. dauðaslysin í keppninni frá upphafi. Það var 27 ára Ástrali og fimmtugur Breti sem létu lífið um helgina og var Ástralinn í hliðarvagni mótorhjóls. Bretinn Paul Shoesmith sem lést í hliðarvagninum hafði keppt oft í þessari hættulegu keppni, fyrst árið 2005 og var tíður keppandi síðan. Ástralinn Dwight Beare, sem einnig lést við æfingar í keppninni, hafði náð best 12. sæti árið 2011 og var í 17. sæti í fyrra í aðalkeppni kappakstursins, í Superbike flokki. Þegar seinna dauðsfallið varð var æfingum dagsins hætt. Ekki hefur þó verið hætt við keppnina Isle of Man TT Race, enda hafa tíð dauðsföll ekki oft orðið til þess að henni hafi verið aflýst. Helgin var mótorhjólamönnum skæð en á æfingadegi fyrir Circuit de Barcelona-Catalunya mótorhjólakeppnina á Spáni lést Luis Salom við æfingar. Hann var 24 ára Moto2 keppnisökumaður. Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent The Vivienne er látin Erlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent
Hættulegasta keppni akstursíþróttanna er mótorhjólakeppnin Isle of Man TT Race. Fyrstu æfingadagar keppninnar í ár voru um helgina og tvö dauðaslys urðu að þessu sinni við þær og eru þetta 249. og 250. dauðaslysin í keppninni frá upphafi. Það var 27 ára Ástrali og fimmtugur Breti sem létu lífið um helgina og var Ástralinn í hliðarvagni mótorhjóls. Bretinn Paul Shoesmith sem lést í hliðarvagninum hafði keppt oft í þessari hættulegu keppni, fyrst árið 2005 og var tíður keppandi síðan. Ástralinn Dwight Beare, sem einnig lést við æfingar í keppninni, hafði náð best 12. sæti árið 2011 og var í 17. sæti í fyrra í aðalkeppni kappakstursins, í Superbike flokki. Þegar seinna dauðsfallið varð var æfingum dagsins hætt. Ekki hefur þó verið hætt við keppnina Isle of Man TT Race, enda hafa tíð dauðsföll ekki oft orðið til þess að henni hafi verið aflýst. Helgin var mótorhjólamönnum skæð en á æfingadegi fyrir Circuit de Barcelona-Catalunya mótorhjólakeppnina á Spáni lést Luis Salom við æfingar. Hann var 24 ára Moto2 keppnisökumaður.
Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent The Vivienne er látin Erlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent