Sala BL aukist um 80% á árinu Finnur Thorlacius skrifar 6. júní 2016 09:17 Hyundai Tucson. Söluhæsta merki BL er Hyundai. Sala BL fyrstu fimm mánuði þessa árs var 80% meiri en á sama tímabili 2015, en alls var 2.781 bíll skráður á tímabilinu í ár. Af 963 BL-bílum sem skráðir voru í maí keyptu einstaklingar og fyrirtæki 250 bíla og bílaleigurnar 713. Markaðshlutdeild BL miðað við fyrstu fimm mánuði ársins er nú 27,5% og hefur vaxið um 4,6 prósentustig frá sama tímabili á fyrra ári. Í maímánuði voru nýskráðir alls 3.620 fólks- og sendibíla til einstaklinga og fyrirtækja að bílaleigum meðtöldum. Samkvæmt skráningartölum Samgöngustofu voru flestar bifreiðar sem afhentar voru bílamerki frá BL, alls 963 bílar og var markaðshlutdeildin í mánuðinum tæp 28%.Veruleg söluaukning allra merkjaSé litið til þeirra bíltegunda sem BL hefur umboð fyrir sést að orðið hefur mjög veruleg söluaukning í flestum merkjum, eða allt að 165% í tilviki Hyundai sem jafnframt er langsöluhæsta merki BL það sem af er árinu. Alls voru nýksráðir 929 Hyundai-bílar fyrstu fimm mánuðina, eða 157% fleiri en á sama tíma fyrir ári þar sem i10 og i20 ásamt Tucson og fleiri gerðum njóta mikilla vinsælda. Þá hefur einnig orðið talsverð aukning í sölu á Renault sem kynnt hefur nýja bíla að undanförnu, svo sem Kadjar og Megane auk þess sem von er á Talisman sem kosinn var fallegasti bíllinn í Evrópu fyrr á árinu. Aðrar gerðir njóta stöðugra vinsælda, ekki síst frá Nissan sem hefur vart undan að framleiða Qashqai svo dæmi sé tekið. Af þessum þremur bíltegundum hafa tæplega 2.000 bílar verið nýskráðir það sem af er árinu af þeim tæplega 2.800 bílum sem skráðir hafa verið. Einnig má nefna að veruleg söluaukning hefur orðið í dýrari merkjum frá BL, svo sem BMW og Jaguar Land Rover þar sem nýskráður hafa verið nærri 300 bílar á árinu.49% aukning hjá bílaleigunumHelstu skýringar mikils söluvaxtar eru nokkrar; aukinn kaupmáttur almennings og fjárfestingargeta fyrirtækja og stofnana, endurnýjunarþörf íslenska bílaflotans sem ennþá er að meðaltali eldri heldur en í nágrannalöndunum og síðast en ekki síst vaxandi straumur ferðamanna til landsins sem meðal annars endurspeglast í stækkandi flota bílaleiga lansins. Bílaleigurnar nýskráðu alls 2.576 bíla í maí og hafa þær alls fengið 5.292 bíla afhenta það sem af er árinu. Það eru 49 prósentum fleiri bílar en bílaleigurnar keyptu á sama tímabili 2015 og ef heldur fram sem horfir má fastlega gera ráð fyrir að á næstu vikum hafi leigurnar náð sama fjölda bíla og þeir nýskráðu á öllu síðasta ári.Sala umboðanna það sem af er ári. Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent
Sala BL fyrstu fimm mánuði þessa árs var 80% meiri en á sama tímabili 2015, en alls var 2.781 bíll skráður á tímabilinu í ár. Af 963 BL-bílum sem skráðir voru í maí keyptu einstaklingar og fyrirtæki 250 bíla og bílaleigurnar 713. Markaðshlutdeild BL miðað við fyrstu fimm mánuði ársins er nú 27,5% og hefur vaxið um 4,6 prósentustig frá sama tímabili á fyrra ári. Í maímánuði voru nýskráðir alls 3.620 fólks- og sendibíla til einstaklinga og fyrirtækja að bílaleigum meðtöldum. Samkvæmt skráningartölum Samgöngustofu voru flestar bifreiðar sem afhentar voru bílamerki frá BL, alls 963 bílar og var markaðshlutdeildin í mánuðinum tæp 28%.Veruleg söluaukning allra merkjaSé litið til þeirra bíltegunda sem BL hefur umboð fyrir sést að orðið hefur mjög veruleg söluaukning í flestum merkjum, eða allt að 165% í tilviki Hyundai sem jafnframt er langsöluhæsta merki BL það sem af er árinu. Alls voru nýksráðir 929 Hyundai-bílar fyrstu fimm mánuðina, eða 157% fleiri en á sama tíma fyrir ári þar sem i10 og i20 ásamt Tucson og fleiri gerðum njóta mikilla vinsælda. Þá hefur einnig orðið talsverð aukning í sölu á Renault sem kynnt hefur nýja bíla að undanförnu, svo sem Kadjar og Megane auk þess sem von er á Talisman sem kosinn var fallegasti bíllinn í Evrópu fyrr á árinu. Aðrar gerðir njóta stöðugra vinsælda, ekki síst frá Nissan sem hefur vart undan að framleiða Qashqai svo dæmi sé tekið. Af þessum þremur bíltegundum hafa tæplega 2.000 bílar verið nýskráðir það sem af er árinu af þeim tæplega 2.800 bílum sem skráðir hafa verið. Einnig má nefna að veruleg söluaukning hefur orðið í dýrari merkjum frá BL, svo sem BMW og Jaguar Land Rover þar sem nýskráður hafa verið nærri 300 bílar á árinu.49% aukning hjá bílaleigunumHelstu skýringar mikils söluvaxtar eru nokkrar; aukinn kaupmáttur almennings og fjárfestingargeta fyrirtækja og stofnana, endurnýjunarþörf íslenska bílaflotans sem ennþá er að meðaltali eldri heldur en í nágrannalöndunum og síðast en ekki síst vaxandi straumur ferðamanna til landsins sem meðal annars endurspeglast í stækkandi flota bílaleiga lansins. Bílaleigurnar nýskráðu alls 2.576 bíla í maí og hafa þær alls fengið 5.292 bíla afhenta það sem af er árinu. Það eru 49 prósentum fleiri bílar en bílaleigurnar keyptu á sama tímabili 2015 og ef heldur fram sem horfir má fastlega gera ráð fyrir að á næstu vikum hafi leigurnar náð sama fjölda bíla og þeir nýskráðu á öllu síðasta ári.Sala umboðanna það sem af er ári.
Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent