Verið góður en vill gera betur Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. júlí 2016 08:00 Damir Muminovic, miðvörður Breiðabliks, er besti leikmaður fyrri umferðar Pepsídeildar karla samkvæmt einkunnagjöf Fréttablaðsins og Vísis en hann er með 6,73 í meðaleinkunn eftir ellefu umferðir. Breiðablik hefur eins og í fyrra aðeins fengið á sig átta mörk í fyrstu ellefu leikjunum. Vísir/Hanna Damir Muminovic, miðvörður Breiðabliks, er leikmaður fyrri umferðar Pepsi-deildar karla í fótbolta en hann er efstur í einkunnagjöf blaðsins. Blaðamenn Fréttablaðsins og Vísis gefa öllum leikmönnum einkunn frá 1-10 og er Damir með 6,73 í meðaleinkunn. Hann er rétt á undan fyrirliða sínum Oliver Sigurjónssyni sem er í öðru sæti með 6,67 og þriðji Blikinn, Andri Rafn Yeoman, er með 6,55. „Þetta kemur mér aðeins á óvart. Mér finnst ég vera búinn að spila ágætlega en ég get gert miklu betur,“ segir Damir í viðtali við Fréttablaðið. „Ég er búinn að setja markið hátt fyrir sjálfan mig eftir síðasta ár.“Múrað fyrir markið Eins og í fyrra er Breiðablik aðeins búið að fá á sig átta mörk eftir ellefu umferðir. Liðið er nú í fjórða sæti með 19 stig, þremur stigum frá toppsætinu en á sama tíma í fyrra var það með 22 stig í þriðja sæti og tveimur stigum frá toppnum. Liðið er búið að skora fimm mörkum minna en á sama tíma í fyrra. „Ég hef verið ánægður með varnarleikinn. Við getum gert betur fram á við. Það er fínt að fá Árna Vilhjálms inn núna. Hann er mjög góður eins og sást í síðasta leik þar sem hann lagði upp þrjú mörk. Það hefur kannski vantað upp á hjá okkur,“ segir Damir en Blikaliðið er aðeins búið að skora þrettán mörk. Varnarleikur Blika í heild sinni hefur hlotið náð fyrir augum skríbenta Fréttablaðsins og Vísis því félagi hans í miðverðinum Elfar Freyr Helgason er einnig með yfir sex í meðaleinkunn sem og markvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson. Þeir eru því miðverðirnir, markvörðurinn, varnarsinnaði miðjumaðurinn og besti pressuleikmaðurinn, Andri Rafn, með yfir sex.Elskar Gulla Damir hefur áður viðurkennt að hafa ekki tekið fótboltann nægilega alvarlega en hann tók sig vel í gegn þegar hann gekk í raðir Leiknis í 1. deildinni 2012. Gott tímabil þar fleytti honum til Ólafsvíkur í Pepsi-deildinni en Ólafur Kristjánsson fékk hann svo til Breiðabliks 2014 þar sem miðvörðurinn hefur blómstrað. Þrátt fyrir að spila mjög vel núna í eitt og hálft tímabil fær Damir ekki alltaf mesta lofið en það truflar hann ekkert. „Alls ekki. Við erum lið. Þetta er liðsíþrótt. Umfjöllunin um mig hefur bara verið fín,“ segir Damir sem bætir við að Blikarnir stefni á titilinn og hafa það sem þarf til þess að vinna mótið. „Ég held að fólk átti sig ekki á hversu góðan hóp við erum með. Við erum með virkilega góða leikmenn, bæði unga og eldri þannig að við setjum stefnuna á titilinn.“ Elsti maður Pepsi-deildarinnar, Gunnleifur Gunnleifsson, stendur vaktina í marki Blika. Reynslan sem hann býr yfir gerir mikið fyrir Blikaliðið en hvað gerir hann svona sérstakan? „Fyrst og fremst hversu góður maður hann er. Hann er yndislegur maður og ég elska hann. Gulli er besti markvörður á Íslandi. Við vitum það og það gefur okkur auka kraft í leikjum.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Damir Muminovic, miðvörður Breiðabliks, er leikmaður fyrri umferðar Pepsi-deildar karla í fótbolta en hann er efstur í einkunnagjöf blaðsins. Blaðamenn Fréttablaðsins og Vísis gefa öllum leikmönnum einkunn frá 1-10 og er Damir með 6,73 í meðaleinkunn. Hann er rétt á undan fyrirliða sínum Oliver Sigurjónssyni sem er í öðru sæti með 6,67 og þriðji Blikinn, Andri Rafn Yeoman, er með 6,55. „Þetta kemur mér aðeins á óvart. Mér finnst ég vera búinn að spila ágætlega en ég get gert miklu betur,“ segir Damir í viðtali við Fréttablaðið. „Ég er búinn að setja markið hátt fyrir sjálfan mig eftir síðasta ár.“Múrað fyrir markið Eins og í fyrra er Breiðablik aðeins búið að fá á sig átta mörk eftir ellefu umferðir. Liðið er nú í fjórða sæti með 19 stig, þremur stigum frá toppsætinu en á sama tíma í fyrra var það með 22 stig í þriðja sæti og tveimur stigum frá toppnum. Liðið er búið að skora fimm mörkum minna en á sama tíma í fyrra. „Ég hef verið ánægður með varnarleikinn. Við getum gert betur fram á við. Það er fínt að fá Árna Vilhjálms inn núna. Hann er mjög góður eins og sást í síðasta leik þar sem hann lagði upp þrjú mörk. Það hefur kannski vantað upp á hjá okkur,“ segir Damir en Blikaliðið er aðeins búið að skora þrettán mörk. Varnarleikur Blika í heild sinni hefur hlotið náð fyrir augum skríbenta Fréttablaðsins og Vísis því félagi hans í miðverðinum Elfar Freyr Helgason er einnig með yfir sex í meðaleinkunn sem og markvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson. Þeir eru því miðverðirnir, markvörðurinn, varnarsinnaði miðjumaðurinn og besti pressuleikmaðurinn, Andri Rafn, með yfir sex.Elskar Gulla Damir hefur áður viðurkennt að hafa ekki tekið fótboltann nægilega alvarlega en hann tók sig vel í gegn þegar hann gekk í raðir Leiknis í 1. deildinni 2012. Gott tímabil þar fleytti honum til Ólafsvíkur í Pepsi-deildinni en Ólafur Kristjánsson fékk hann svo til Breiðabliks 2014 þar sem miðvörðurinn hefur blómstrað. Þrátt fyrir að spila mjög vel núna í eitt og hálft tímabil fær Damir ekki alltaf mesta lofið en það truflar hann ekkert. „Alls ekki. Við erum lið. Þetta er liðsíþrótt. Umfjöllunin um mig hefur bara verið fín,“ segir Damir sem bætir við að Blikarnir stefni á titilinn og hafa það sem þarf til þess að vinna mótið. „Ég held að fólk átti sig ekki á hversu góðan hóp við erum með. Við erum með virkilega góða leikmenn, bæði unga og eldri þannig að við setjum stefnuna á titilinn.“ Elsti maður Pepsi-deildarinnar, Gunnleifur Gunnleifsson, stendur vaktina í marki Blika. Reynslan sem hann býr yfir gerir mikið fyrir Blikaliðið en hvað gerir hann svona sérstakan? „Fyrst og fremst hversu góður maður hann er. Hann er yndislegur maður og ég elska hann. Gulli er besti markvörður á Íslandi. Við vitum það og það gefur okkur auka kraft í leikjum.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira