Gufunes verði „fríríki frumkvöðla“ samkvæmt verðlaunatillögu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. desember 2016 14:01 Svona sjá arkitektarnir fyrir sér Gufunesið. Mynd/Arkitektastofan jvantspijker + Felixx Verðlaunatillaga í hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag Gufunessvæðisins gerir ráð fyrir að svæðið verði einskonar „fríríki frumkvöðla.“ Arkitektastofan jvantspijker + Felixx hreppti fyrstu verðlaun og í tillögu stofunnar segir að Gufunes eigi að verða eins konar ventill fyrir ungt fólk sem kýs grósku og borgarbrag í stað úthverfa. Í Gufunesi verður blönduð byggð fyrir íbúðir, smærri atvinnurekstur, skapandi iðnað, menningu, menntun, sýningar- og atburði, ferðamannaiðnað og sjálfbærar samgöngur að því er kemur fram á vef Reykjavíkurborgar.Tillöguhöfundar telja að Gufunes geti orðið einstakt hverfi í borginni þar sem iðnaðarmannvirki, manngert landslag, afþreying- og útivist, og stórfengleg fjallasýn við sjávarsíðu mynda órjúfanlega heild en meðal annars er gert ráð fyrir ferjusamgöngum á milli Gufuness og miðborgarinnar. Skoða má vinningstillöguna nánar hér og hér.Svona sjá verðlaunahöfundar fyrir sér Gufunesið.Mynd/Arkitektastofan jvantspijker + FelixxAlls bárust sex tillögur í hugmyndasamkeppninni og ákvað dómnefnd að veita tveimur öðrum tillögum sérstaka viðurkenningu. Hornsteinar arkitektar fengu viðurkenningu fyrir frábæra landslagshönnun og hönnun útivistarsvæða, ásamt Plús arkitektum og Landslagi sem fengu viðurkenningu fyrir sterka framtíðarsýn á frekari uppbyggingarmöguleika á svæðinu. Báðar tillögurnar voru álitnar hafa þætti sem gætu styrkt vinningstillöguna við frekari úrvinnslu. Allir þátttakendur í samkeppninni fá greitt fyrir tillögur sínar 1,5 milljónir króna auk virðisaukaskatts. Verðlaunatillagan fær að auki eina milljón króna auk virðisaukaskatts. Reykjavíkurborg áskilur sér rétt til að nýta hverja tillögu að hluta eða í heild. Áframhaldandi skipulagsvinna á svæðinu er ekki bundin við þátttakendur né verðlaunahafa eingöngu. Talsverðar breytingar á starfsemi í Gufunesi hafa þegar verið ákveðnar. Reykjavík Studios hefur keypt gömlu Áburðarverksmiðjuna og hyggst reka þar kvikmyndaver. Þá hefur verið samið við Íslensku gámaþjónustuna um að flytja starfsemi sína úr Gufunesi upp á Esjumela. Tengdar fréttir Reykjavíkurborg kaupir Geldinganes, Gufunes og Eiðsvík Skrifað var undir samninga í dag um kaupin í dag. 17. júlí 2015 17:47 Baltasar kaupir byggingar á Gufunesi undir kvikmyndaver Borgarráð hefur samþykkt að selja RVK-studios fjórar fasteignir sem áður tilheyrðu Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi. 20. maí 2016 10:48 Samkeppni um Gufunessvæði „Skipulag svæðisins hefur lengi verið órætt og miklar umræður hafa verið um framtíðarþróun þess,“ segir í tilkynningu frá borginni. 22. mars 2016 07:00 Kaupa Gufunes og risastóra lóð Borgarráð hefur samþykkt að Reykjavíkurborg kaupi Gufunes og 70 hektara lands á Geldinganesi af Faxaflóahöfnum. 14. febrúar 2015 13:00 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Verðlaunatillaga í hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag Gufunessvæðisins gerir ráð fyrir að svæðið verði einskonar „fríríki frumkvöðla.“ Arkitektastofan jvantspijker + Felixx hreppti fyrstu verðlaun og í tillögu stofunnar segir að Gufunes eigi að verða eins konar ventill fyrir ungt fólk sem kýs grósku og borgarbrag í stað úthverfa. Í Gufunesi verður blönduð byggð fyrir íbúðir, smærri atvinnurekstur, skapandi iðnað, menningu, menntun, sýningar- og atburði, ferðamannaiðnað og sjálfbærar samgöngur að því er kemur fram á vef Reykjavíkurborgar.Tillöguhöfundar telja að Gufunes geti orðið einstakt hverfi í borginni þar sem iðnaðarmannvirki, manngert landslag, afþreying- og útivist, og stórfengleg fjallasýn við sjávarsíðu mynda órjúfanlega heild en meðal annars er gert ráð fyrir ferjusamgöngum á milli Gufuness og miðborgarinnar. Skoða má vinningstillöguna nánar hér og hér.Svona sjá verðlaunahöfundar fyrir sér Gufunesið.Mynd/Arkitektastofan jvantspijker + FelixxAlls bárust sex tillögur í hugmyndasamkeppninni og ákvað dómnefnd að veita tveimur öðrum tillögum sérstaka viðurkenningu. Hornsteinar arkitektar fengu viðurkenningu fyrir frábæra landslagshönnun og hönnun útivistarsvæða, ásamt Plús arkitektum og Landslagi sem fengu viðurkenningu fyrir sterka framtíðarsýn á frekari uppbyggingarmöguleika á svæðinu. Báðar tillögurnar voru álitnar hafa þætti sem gætu styrkt vinningstillöguna við frekari úrvinnslu. Allir þátttakendur í samkeppninni fá greitt fyrir tillögur sínar 1,5 milljónir króna auk virðisaukaskatts. Verðlaunatillagan fær að auki eina milljón króna auk virðisaukaskatts. Reykjavíkurborg áskilur sér rétt til að nýta hverja tillögu að hluta eða í heild. Áframhaldandi skipulagsvinna á svæðinu er ekki bundin við þátttakendur né verðlaunahafa eingöngu. Talsverðar breytingar á starfsemi í Gufunesi hafa þegar verið ákveðnar. Reykjavík Studios hefur keypt gömlu Áburðarverksmiðjuna og hyggst reka þar kvikmyndaver. Þá hefur verið samið við Íslensku gámaþjónustuna um að flytja starfsemi sína úr Gufunesi upp á Esjumela.
Tengdar fréttir Reykjavíkurborg kaupir Geldinganes, Gufunes og Eiðsvík Skrifað var undir samninga í dag um kaupin í dag. 17. júlí 2015 17:47 Baltasar kaupir byggingar á Gufunesi undir kvikmyndaver Borgarráð hefur samþykkt að selja RVK-studios fjórar fasteignir sem áður tilheyrðu Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi. 20. maí 2016 10:48 Samkeppni um Gufunessvæði „Skipulag svæðisins hefur lengi verið órætt og miklar umræður hafa verið um framtíðarþróun þess,“ segir í tilkynningu frá borginni. 22. mars 2016 07:00 Kaupa Gufunes og risastóra lóð Borgarráð hefur samþykkt að Reykjavíkurborg kaupi Gufunes og 70 hektara lands á Geldinganesi af Faxaflóahöfnum. 14. febrúar 2015 13:00 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Reykjavíkurborg kaupir Geldinganes, Gufunes og Eiðsvík Skrifað var undir samninga í dag um kaupin í dag. 17. júlí 2015 17:47
Baltasar kaupir byggingar á Gufunesi undir kvikmyndaver Borgarráð hefur samþykkt að selja RVK-studios fjórar fasteignir sem áður tilheyrðu Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi. 20. maí 2016 10:48
Samkeppni um Gufunessvæði „Skipulag svæðisins hefur lengi verið órætt og miklar umræður hafa verið um framtíðarþróun þess,“ segir í tilkynningu frá borginni. 22. mars 2016 07:00
Kaupa Gufunes og risastóra lóð Borgarráð hefur samþykkt að Reykjavíkurborg kaupi Gufunes og 70 hektara lands á Geldinganesi af Faxaflóahöfnum. 14. febrúar 2015 13:00