Lífið

Vísindasýning þar sem skopskynið fær að njóta sín og fræðslan í fyrirrúmi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Krakkarnir skemmta sér greinilega vel.
Krakkarnir skemmta sér greinilega vel. vísir
Frá og með 17. febrúar býðst gestum Smáralindar að skoða, prófa og skynja nýja og spennandi vísindasýningu sem ber heitið Vísundur - Ævintýraheimur skynfæranna.

Vísindasýningar Smáralindar hafa verið haldnar frá árinu 2013 og að þessu sinni fjallar vísindasýningin um skynfæri og skynjun. Hvernig sjáum við og heyrum? Hvernig heldur maður jafnvægi? Hvernig skynjum við hljóð, ljós og liti?

Skopskynið fær að njóta sín en sýningin er hönnuð til að bæði skemmta og fræða í senn með margvíslegum þrautum og leikjum. 

Vísundur er öllum opin og stendur til og með 1. mars. Hér að neðan má sjá myndband frá sýningunni en nokkur heppin börn fengu að skoða sig um í vikunni og var Ævar Vísindamaður að sjálfsögðu mættur á svæðið. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×