Sverrir Bergmann og Friðrik Dór syngja Þjóðhátíðarlagið í ár Gunnar Leó Pálsson skrifar 19. febrúar 2016 07:00 Halldór Gunnar, Sverrir Bergmann og Friðrik Dór eru um þessar mundir að vinna að nýju Þjóðhátíðarlagi og er spennan mikil hjá þessari þrusu þrennu. vísir/Pjetur Tónlistarmaðurinn, Fjallabróðirinn og kórstjórinn, Halldór Gunnar Pálsson mun sjá um að semja Þjóðhátíðarlagið í ár og þá munu þeir Sverrir Bergmann Magnússon og Friðrik Dór Jónsson sjá um að syngja það. „Þetta er mjög stórt og spennandi verkefni og maður mun leggja sig allan fram. Það verður gaman að syngja með Sverri, þó svo að hann komist aðeins hærra en ég,“ segir Friðrik Dór léttur í lundu spurður út í verkefnið. „Mér líst geðveikt vel á þetta. Þetta er auðvitað pressa en ég hlakka mikið til,“ bætir Sverrir Bergmann við. Höfundur lagsins, Halldór Gunnar, samdi einnig lagið Þar sem hjartað slær sem var Þjóðhátíðarlagið árið 2012 og Sverrir Bergmann söng svo eftirminnilega en lagið er líklega eitt vinsælasta Þjóðhátíðarlag seinni ára. „Það er dásamlegur heiður að fá að gera þetta,“ segir Halldór Gunnar. „Það er auðvitað engin pressa á manni,“ bætir hann við og hlær dátt. „Ég fékk símtal frá Þjóðhátíðarnefnd fyrir áramót og var spurður hvort ég væri til í þetta. Ég hugsaði málið aðeins og stakk svo upp á þessum tveimur söngvurum,“ segir Halldór Gunnar. Þetta er í fyrsta sinn sem Friðrik Dór syngur Þjóðhátíðarlagið og segir Sverrir að það sé heldur betur kominn tími til að hann syngi það. „Okkur Dóra fannst löngu kominn tími á að Frikki syngi Þjóhátíðarlag. Þó hann sé mjög vinsæll þá finnst mér hann vera einn vanmetnasti tónlistarmaður landsins, hann á svo marga hittara og því löngu kominn tími á hann,“ bætir Sverrir við. Friðrik Dór segist vera fullur tilhlökkunar enda mikill Þjóðhátíðarmaður. „Ég hlakka mikið til. Mér finnst Þjóðhátíð vera mjög skemmtilegt fyrirbæri og finnst mjög gaman að fara. Eyjamenn eru líka höfðingjar heim að sækja,“ segir Friðrik Dór. Spurður hvort að nýja lagið verði eitthvað í líkingu við lagið frá 2012 hefur Halldór Gunnar þetta að segja: „Það væri hættulegt að fara gera annað svoleiðis lag. Ég ætla bara að einbeita mér að því að búa til gott lag. Ég hef alla vega mikla trú á að Frikki og Sverrir verði flottir saman,“ segir Halldór Gunnar. Hann sér þó ekki alfarið um lagsmíðina því hljómsveitin Albatross, sem er ný hljómsveit þeirra Halldórs Gunnars og Sverris Bergmann, mun gefa það út og sjá um að frumflytja það á Þjóðhátíð 2016. Albatross, sem stofnuð var í kringum síðustu áramót, er einmitt þessa dagana í hljóðveri að taka upp tónlist. „Við gerum ráð fyrir að gefa eitthvað út áður en við gefum út Þjóðhátíðarlagið,“ segir Sverrir. Halldór Gunnar og félagar eru um þessar mundir að koma sér í Þjóðhátíðarfílinginn en hann vill meina að það sé mikilvægt að komast í rétta fílinginn. „Lagið þarf að vera tilbúið í júní. Þannig að við erum með höfuðið í bleyti. Ég er þessa dagana að horfa á Þjóðhátíðarmyndböndin á netinu og reyni að horfa fram hjá snjónum, svo maður komist í gírinn,“ segir Halldór Gunnar og bætir við: „Ég samdi lagið Þar sem hjartað slær í desembermánuði. Ég var lokaður inni í gluggalausu herbergi með Þjóðhátíðarmyndböndin í gangi. Ég man hvað ég var skíthræddur þegar það lag kom út en ég er fullur tilhlökkunar að gera þetta aftur.“ Hlusta má á lagið sem Halldór Gunnar samdi fyrir Þjóðhátíð 2012 hér að neðan. Forsala á Þjóðhátíð hefst fimmtudaginn 25. febrúar á dalurinn.is. Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Fleiri fréttir Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Sjá meira
Tónlistarmaðurinn, Fjallabróðirinn og kórstjórinn, Halldór Gunnar Pálsson mun sjá um að semja Þjóðhátíðarlagið í ár og þá munu þeir Sverrir Bergmann Magnússon og Friðrik Dór Jónsson sjá um að syngja það. „Þetta er mjög stórt og spennandi verkefni og maður mun leggja sig allan fram. Það verður gaman að syngja með Sverri, þó svo að hann komist aðeins hærra en ég,“ segir Friðrik Dór léttur í lundu spurður út í verkefnið. „Mér líst geðveikt vel á þetta. Þetta er auðvitað pressa en ég hlakka mikið til,“ bætir Sverrir Bergmann við. Höfundur lagsins, Halldór Gunnar, samdi einnig lagið Þar sem hjartað slær sem var Þjóðhátíðarlagið árið 2012 og Sverrir Bergmann söng svo eftirminnilega en lagið er líklega eitt vinsælasta Þjóðhátíðarlag seinni ára. „Það er dásamlegur heiður að fá að gera þetta,“ segir Halldór Gunnar. „Það er auðvitað engin pressa á manni,“ bætir hann við og hlær dátt. „Ég fékk símtal frá Þjóðhátíðarnefnd fyrir áramót og var spurður hvort ég væri til í þetta. Ég hugsaði málið aðeins og stakk svo upp á þessum tveimur söngvurum,“ segir Halldór Gunnar. Þetta er í fyrsta sinn sem Friðrik Dór syngur Þjóðhátíðarlagið og segir Sverrir að það sé heldur betur kominn tími til að hann syngi það. „Okkur Dóra fannst löngu kominn tími á að Frikki syngi Þjóhátíðarlag. Þó hann sé mjög vinsæll þá finnst mér hann vera einn vanmetnasti tónlistarmaður landsins, hann á svo marga hittara og því löngu kominn tími á hann,“ bætir Sverrir við. Friðrik Dór segist vera fullur tilhlökkunar enda mikill Þjóðhátíðarmaður. „Ég hlakka mikið til. Mér finnst Þjóðhátíð vera mjög skemmtilegt fyrirbæri og finnst mjög gaman að fara. Eyjamenn eru líka höfðingjar heim að sækja,“ segir Friðrik Dór. Spurður hvort að nýja lagið verði eitthvað í líkingu við lagið frá 2012 hefur Halldór Gunnar þetta að segja: „Það væri hættulegt að fara gera annað svoleiðis lag. Ég ætla bara að einbeita mér að því að búa til gott lag. Ég hef alla vega mikla trú á að Frikki og Sverrir verði flottir saman,“ segir Halldór Gunnar. Hann sér þó ekki alfarið um lagsmíðina því hljómsveitin Albatross, sem er ný hljómsveit þeirra Halldórs Gunnars og Sverris Bergmann, mun gefa það út og sjá um að frumflytja það á Þjóðhátíð 2016. Albatross, sem stofnuð var í kringum síðustu áramót, er einmitt þessa dagana í hljóðveri að taka upp tónlist. „Við gerum ráð fyrir að gefa eitthvað út áður en við gefum út Þjóðhátíðarlagið,“ segir Sverrir. Halldór Gunnar og félagar eru um þessar mundir að koma sér í Þjóðhátíðarfílinginn en hann vill meina að það sé mikilvægt að komast í rétta fílinginn. „Lagið þarf að vera tilbúið í júní. Þannig að við erum með höfuðið í bleyti. Ég er þessa dagana að horfa á Þjóðhátíðarmyndböndin á netinu og reyni að horfa fram hjá snjónum, svo maður komist í gírinn,“ segir Halldór Gunnar og bætir við: „Ég samdi lagið Þar sem hjartað slær í desembermánuði. Ég var lokaður inni í gluggalausu herbergi með Þjóðhátíðarmyndböndin í gangi. Ég man hvað ég var skíthræddur þegar það lag kom út en ég er fullur tilhlökkunar að gera þetta aftur.“ Hlusta má á lagið sem Halldór Gunnar samdi fyrir Þjóðhátíð 2012 hér að neðan. Forsala á Þjóðhátíð hefst fimmtudaginn 25. febrúar á dalurinn.is.
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Fleiri fréttir Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Sjá meira