Lífið

Sjáðu inn í tvö hundruð milljóna króna snekkju sem framleidd var á Íslandi - Myndir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stórglæsileg snekkja.
Stórglæsileg snekkja. vísir
Snekkjur sjást í höfnum víðs vegar um heim allan en það er ekki oft sem slíkt skip kemur til Íslands. Hvað þá að snekkjur séu framleiddar á Íslandi.

Í síðasta þætti Heimsóknar með Sindra Sindrasyni var fjallað um snekkjuna Jökla sem er framleidda af Rafnar ehf. og er því íslensk framleiðsla.

Um er að ræða fyrstu snekkjuna sem framleidd er hér á landi. Um borð í henni eru þrjú herbergi, þrjú baðherbergi, eldhús, borðstofa og stofa. Og aðstaða til að þvo þvott. Snekkjan kemst hvert sem er í heiminum en t.d. kostar einar milljón að sigla til Englands og til baka.

Hún kostar tvö hundruð milljónir og er til sölu. Enginn Íslendingur hefur sýnt henni áhuga, enda fáir sem hafa efni á því að eiga og reka svona skip.Fyrirtækið framleiðir skip og báta eftir einkaleyfisvarinni hönnun.

Hér að neðan má sjá myndir innan úr snekkjunni en þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 á miðvikudagskvöldið og hægt er að sjá hann á frelsiskerfum myndlyklanna. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×