Ikea á Íslandi lækkar verð enn eitt árið en skilar á sama tíma methagnaði Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. ágúst 2016 13:39 Þórarinn Ævarsson segist ekki geta svarað því hvers vegna önnur fyrirtæki sjái ekki möguleika á því að lækka verð á milli ára. Vísir Ikea á Íslandi hefur ákveðið að lækka verð á öllum sínum vörum, þriðja árið í röð. Verðlækkanirnar hafa skilað methagnaði fyrir eigendur, að sögn Þórarins Ævarssonar, framkvæmdastjóra fyrirtæksins. Lækkunin nemur 3,2 prósentum, en í fyrra nam verðlækkunin 2,8 prósentum. Verð er þegar tekið að lækka í versluninni, en Ikea mun á morgun kynna nýjan vörulista sem markar upphaf nýs rekstrarárs fyrirtæksins og skuldbindur það sig til að halda verðinu óbreyttu í eitt ár. Þórarinn segir gott svigrúm til verðlækkana. „Við erum búin að vera með lágmarksverðbólgu í langan tíma og krónan er búin að styrkjast gagnvart evrunni sem er okkar innkaupamynt, gert það stöðugt í langan tíma og það hefur áhrif. Svo hefur olíuverð lækkað mikið sem hefur áhrif á allan innkaupakostnað, þ.e.a.s. verksmiðjur í útlöndum sem smíða og framleiða allar vörurnar fyrir okkur hafa lækkað verðin, og flutningskostnaður lækkað,“ segir Þórarinn. „Svo hefur verið meiri stöðugleiki núna en hefur verið í manna minnum. Allt þetta hjálpast að fyrir utan þá staðreynd að kakan er að stækka alveg feikilega mikið fyrir alla í viðskiptum á Íslandi. Þetta gerir að verkum að þrátt fyrir þónokkuð launaskrið og spennu á markaðnum er fínt svigrúm til að lækka.“ „Ég get svo sem ekki svarað fyrir önnur fyrirtæki. En það er greinilega mikið svigrúm hjá okkur. Við höfum gert þetta þrjú ár í röð, þrjú ár lækkað og fjórða árið hækkuðum við ekki þannig að þetta er lengri saga og á sama tíma hafa laun hækkað gríðarlega.“ En hafa verðlækkanirnar skilað sér í aukinni sölu? „Við lækkuðum í fyrra um 2,8% og þá vorum við að enda metár, 2015. Þetta rekstrarár sem endar í lok ágúst er langbesti árangur sem fyrirtækið hefur náð. Við jukum söluna í magni um rúmlega 20%. Þetta var aðgerð sem skilaði sér í lægra verði fyrir viðskiptavini, hærri launum fyrir viðskiptavini okkar og methagnaði fyrir eigendur. Þannig að ég myndi segja að þetta væri bara win-win-win.“Viðtalið við Þórarinn má heyra í spilaranum að ofan. Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Ikea á Íslandi hefur ákveðið að lækka verð á öllum sínum vörum, þriðja árið í röð. Verðlækkanirnar hafa skilað methagnaði fyrir eigendur, að sögn Þórarins Ævarssonar, framkvæmdastjóra fyrirtæksins. Lækkunin nemur 3,2 prósentum, en í fyrra nam verðlækkunin 2,8 prósentum. Verð er þegar tekið að lækka í versluninni, en Ikea mun á morgun kynna nýjan vörulista sem markar upphaf nýs rekstrarárs fyrirtæksins og skuldbindur það sig til að halda verðinu óbreyttu í eitt ár. Þórarinn segir gott svigrúm til verðlækkana. „Við erum búin að vera með lágmarksverðbólgu í langan tíma og krónan er búin að styrkjast gagnvart evrunni sem er okkar innkaupamynt, gert það stöðugt í langan tíma og það hefur áhrif. Svo hefur olíuverð lækkað mikið sem hefur áhrif á allan innkaupakostnað, þ.e.a.s. verksmiðjur í útlöndum sem smíða og framleiða allar vörurnar fyrir okkur hafa lækkað verðin, og flutningskostnaður lækkað,“ segir Þórarinn. „Svo hefur verið meiri stöðugleiki núna en hefur verið í manna minnum. Allt þetta hjálpast að fyrir utan þá staðreynd að kakan er að stækka alveg feikilega mikið fyrir alla í viðskiptum á Íslandi. Þetta gerir að verkum að þrátt fyrir þónokkuð launaskrið og spennu á markaðnum er fínt svigrúm til að lækka.“ „Ég get svo sem ekki svarað fyrir önnur fyrirtæki. En það er greinilega mikið svigrúm hjá okkur. Við höfum gert þetta þrjú ár í röð, þrjú ár lækkað og fjórða árið hækkuðum við ekki þannig að þetta er lengri saga og á sama tíma hafa laun hækkað gríðarlega.“ En hafa verðlækkanirnar skilað sér í aukinni sölu? „Við lækkuðum í fyrra um 2,8% og þá vorum við að enda metár, 2015. Þetta rekstrarár sem endar í lok ágúst er langbesti árangur sem fyrirtækið hefur náð. Við jukum söluna í magni um rúmlega 20%. Þetta var aðgerð sem skilaði sér í lægra verði fyrir viðskiptavini, hærri launum fyrir viðskiptavini okkar og methagnaði fyrir eigendur. Þannig að ég myndi segja að þetta væri bara win-win-win.“Viðtalið við Þórarinn má heyra í spilaranum að ofan.
Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira