Ikea á Íslandi lækkar verð enn eitt árið en skilar á sama tíma methagnaði Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. ágúst 2016 13:39 Þórarinn Ævarsson segist ekki geta svarað því hvers vegna önnur fyrirtæki sjái ekki möguleika á því að lækka verð á milli ára. Vísir Ikea á Íslandi hefur ákveðið að lækka verð á öllum sínum vörum, þriðja árið í röð. Verðlækkanirnar hafa skilað methagnaði fyrir eigendur, að sögn Þórarins Ævarssonar, framkvæmdastjóra fyrirtæksins. Lækkunin nemur 3,2 prósentum, en í fyrra nam verðlækkunin 2,8 prósentum. Verð er þegar tekið að lækka í versluninni, en Ikea mun á morgun kynna nýjan vörulista sem markar upphaf nýs rekstrarárs fyrirtæksins og skuldbindur það sig til að halda verðinu óbreyttu í eitt ár. Þórarinn segir gott svigrúm til verðlækkana. „Við erum búin að vera með lágmarksverðbólgu í langan tíma og krónan er búin að styrkjast gagnvart evrunni sem er okkar innkaupamynt, gert það stöðugt í langan tíma og það hefur áhrif. Svo hefur olíuverð lækkað mikið sem hefur áhrif á allan innkaupakostnað, þ.e.a.s. verksmiðjur í útlöndum sem smíða og framleiða allar vörurnar fyrir okkur hafa lækkað verðin, og flutningskostnaður lækkað,“ segir Þórarinn. „Svo hefur verið meiri stöðugleiki núna en hefur verið í manna minnum. Allt þetta hjálpast að fyrir utan þá staðreynd að kakan er að stækka alveg feikilega mikið fyrir alla í viðskiptum á Íslandi. Þetta gerir að verkum að þrátt fyrir þónokkuð launaskrið og spennu á markaðnum er fínt svigrúm til að lækka.“ „Ég get svo sem ekki svarað fyrir önnur fyrirtæki. En það er greinilega mikið svigrúm hjá okkur. Við höfum gert þetta þrjú ár í röð, þrjú ár lækkað og fjórða árið hækkuðum við ekki þannig að þetta er lengri saga og á sama tíma hafa laun hækkað gríðarlega.“ En hafa verðlækkanirnar skilað sér í aukinni sölu? „Við lækkuðum í fyrra um 2,8% og þá vorum við að enda metár, 2015. Þetta rekstrarár sem endar í lok ágúst er langbesti árangur sem fyrirtækið hefur náð. Við jukum söluna í magni um rúmlega 20%. Þetta var aðgerð sem skilaði sér í lægra verði fyrir viðskiptavini, hærri launum fyrir viðskiptavini okkar og methagnaði fyrir eigendur. Þannig að ég myndi segja að þetta væri bara win-win-win.“Viðtalið við Þórarinn má heyra í spilaranum að ofan. Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
Ikea á Íslandi hefur ákveðið að lækka verð á öllum sínum vörum, þriðja árið í röð. Verðlækkanirnar hafa skilað methagnaði fyrir eigendur, að sögn Þórarins Ævarssonar, framkvæmdastjóra fyrirtæksins. Lækkunin nemur 3,2 prósentum, en í fyrra nam verðlækkunin 2,8 prósentum. Verð er þegar tekið að lækka í versluninni, en Ikea mun á morgun kynna nýjan vörulista sem markar upphaf nýs rekstrarárs fyrirtæksins og skuldbindur það sig til að halda verðinu óbreyttu í eitt ár. Þórarinn segir gott svigrúm til verðlækkana. „Við erum búin að vera með lágmarksverðbólgu í langan tíma og krónan er búin að styrkjast gagnvart evrunni sem er okkar innkaupamynt, gert það stöðugt í langan tíma og það hefur áhrif. Svo hefur olíuverð lækkað mikið sem hefur áhrif á allan innkaupakostnað, þ.e.a.s. verksmiðjur í útlöndum sem smíða og framleiða allar vörurnar fyrir okkur hafa lækkað verðin, og flutningskostnaður lækkað,“ segir Þórarinn. „Svo hefur verið meiri stöðugleiki núna en hefur verið í manna minnum. Allt þetta hjálpast að fyrir utan þá staðreynd að kakan er að stækka alveg feikilega mikið fyrir alla í viðskiptum á Íslandi. Þetta gerir að verkum að þrátt fyrir þónokkuð launaskrið og spennu á markaðnum er fínt svigrúm til að lækka.“ „Ég get svo sem ekki svarað fyrir önnur fyrirtæki. En það er greinilega mikið svigrúm hjá okkur. Við höfum gert þetta þrjú ár í röð, þrjú ár lækkað og fjórða árið hækkuðum við ekki þannig að þetta er lengri saga og á sama tíma hafa laun hækkað gríðarlega.“ En hafa verðlækkanirnar skilað sér í aukinni sölu? „Við lækkuðum í fyrra um 2,8% og þá vorum við að enda metár, 2015. Þetta rekstrarár sem endar í lok ágúst er langbesti árangur sem fyrirtækið hefur náð. Við jukum söluna í magni um rúmlega 20%. Þetta var aðgerð sem skilaði sér í lægra verði fyrir viðskiptavini, hærri launum fyrir viðskiptavini okkar og methagnaði fyrir eigendur. Þannig að ég myndi segja að þetta væri bara win-win-win.“Viðtalið við Þórarinn má heyra í spilaranum að ofan.
Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira