Mazda þróar pallbíl með Isuzu Finnur Thorlacius skrifar 14. júlí 2016 10:40 Mazda BT-50. Mazda hefur til langs tíma tengst Ford með þróun bíla sinna en nú er komið að endalokum þess samstarfs og síðasti bíllinn sem fyrirtækin þróa saman er bíll sem Mazda hefur nefnt BT-50 og er pallbíll. Hann er í grunninn Ford Ranger pallbíll en þó með það breyttu útliti að ekki sést strax að þar fer sami bíllinn. Mazda ætlar í framhaldinu að þróa nýjan pallbíl með Isuzu. Það verður Isuzu sem framleiða mun bílinn þó hann beri merki Mazda. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Mazda og Isuzu sameinanst um þróun pallbíls, en Mazda Titan er sami bíll og Isuzu Elf sem heitir N-Series í Bandaríkjunum. Hvorki Mazda né Isuzu munu þó horfa til Bandaríkjanna með nýjum sameiginlegum pallbíl, þó svo markaðurinn fyrir slíka bíla sé stór þar. Bíllinn verður ætlaður fyrir aðra markaði. Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent
Mazda hefur til langs tíma tengst Ford með þróun bíla sinna en nú er komið að endalokum þess samstarfs og síðasti bíllinn sem fyrirtækin þróa saman er bíll sem Mazda hefur nefnt BT-50 og er pallbíll. Hann er í grunninn Ford Ranger pallbíll en þó með það breyttu útliti að ekki sést strax að þar fer sami bíllinn. Mazda ætlar í framhaldinu að þróa nýjan pallbíl með Isuzu. Það verður Isuzu sem framleiða mun bílinn þó hann beri merki Mazda. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Mazda og Isuzu sameinanst um þróun pallbíls, en Mazda Titan er sami bíll og Isuzu Elf sem heitir N-Series í Bandaríkjunum. Hvorki Mazda né Isuzu munu þó horfa til Bandaríkjanna með nýjum sameiginlegum pallbíl, þó svo markaðurinn fyrir slíka bíla sé stór þar. Bíllinn verður ætlaður fyrir aðra markaði.
Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent