BL innkallar 120 Land Rover Finnur Thorlacius skrifar 19. ágúst 2016 12:34 Land Rover Discovery Sport. Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 120 Land Rover bifreiðum. Um er að ræða Land Rover Discovery Sport og Range Rover Evoque bifreiðar framleiddar á árinu 2016. Ástæða innköllunarinnar er sú að hætta er á að plasthlíf sem er ofaná vélinni geti rekist í eldsneytisleiðslu vélarinnar með þeim afleiðingum að gat geti komið á hana með tímanum. Það getur haft í för með sér að fólk verði vart við eldsneytislykt og ef ekki er brugðist við er hætta á íkveikju. Lagfæra þarf plasthlíf og meta ástand á eldsneytisleiðslu. Skipt verður um eldsneytisleyðslu ef þarf, en samkvæmt framleiðanda er um 1% líkur á að skipta þurfi um hana vegna skemmda. Viðkomandi bifreiðareigendur munu fá sent bréf frá BL vegna þessarar innköllunar. Eigendum bíla sem fluttir hafa verið inn af öðrum en BL er bent á að hafa samband við BL ehf. til að kanna hvort þeirra bíll falli undir þessa innköllun. Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 120 Land Rover bifreiðum. Um er að ræða Land Rover Discovery Sport og Range Rover Evoque bifreiðar framleiddar á árinu 2016. Ástæða innköllunarinnar er sú að hætta er á að plasthlíf sem er ofaná vélinni geti rekist í eldsneytisleiðslu vélarinnar með þeim afleiðingum að gat geti komið á hana með tímanum. Það getur haft í för með sér að fólk verði vart við eldsneytislykt og ef ekki er brugðist við er hætta á íkveikju. Lagfæra þarf plasthlíf og meta ástand á eldsneytisleiðslu. Skipt verður um eldsneytisleyðslu ef þarf, en samkvæmt framleiðanda er um 1% líkur á að skipta þurfi um hana vegna skemmda. Viðkomandi bifreiðareigendur munu fá sent bréf frá BL vegna þessarar innköllunar. Eigendum bíla sem fluttir hafa verið inn af öðrum en BL er bent á að hafa samband við BL ehf. til að kanna hvort þeirra bíll falli undir þessa innköllun.
Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent