Út á sjó um Versló Stefán Þór Hjartarson skrifar 6. ágúst 2016 09:00 Áslaug Arna virðist nokkuð reffileg á sjónum og sést hér með ónefndum kollega sínum og einu stykki makríl. Maður er aðeins að jafna sig á sjóriðunni, ég varð samt ekkert sjóveik úti á sjó – ég fékk samt mjög mikla sjóriðu þegar ég kom í land, það var allt á fleygiferð hérna heima. Það var allavegana gott að sleppa við sjóveikina, þá gat maður að minnsta kosti unnið almennilega,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi flokksins í Reykjavík. Hún hitaði upp fyrir framboðstörnina með annarri törn – hún var að koma af sjó, en hún hélt til makrílveiða með skipinu Sigurði VE frá Vestmannaeyjum rétt fyrir Þjóðhátíð.Sumarafleysingum fylgir oft ákveðin busun, var einhver slík um borð í Sigurði? „Nei, þeir voru afskaplega almennilegir við mig, þeir sem voru um borð. Ég var eina stelpan en við vorum tveir afleysingamenn þarna. En það voru nokkur atriði sem ég lenti í – til dæmis að reyna að draga stólinn að borðinu og fattaði ekki að hann væri fastur gólfið og þeir hlæja að manni því að það er greinilegt að maður er í fyrsta skiptið á sjó.“En hvers vegna ákvaðstu að skella þér á sjó? „Mig hefur lengi langað til að prófa að fara á sjó til að kynnast sjávarútveginum og starfi sjómannsins. Ég fékk tækifæri til þess hjá mjög öflugu fyrirtæki sem er burðarás sinnar byggðar þarna í Vestmannaeyjum. Ég fékk tækifæri til að sjá þessar veiðiaðferðir og allar þessar framfarir í veiðum og vinnslu. Það var ótrúlega gaman að fá að prófa og taka þátt í þessu.“Skáldið sagði að sjómennskan væri ekkert grín, var þetta ekki drulluerfitt? „Jú, jú, þetta er algjör törn. En þetta er líka gaman – læra á veiðarfærin og dæla inn fisknum og svona. En þetta er vinna, þetta er hörkuvinna. Ég var þarna í sex daga og við fórum út á Grænlandsmið. Ég var orðin frekar sleip í þessum verkum, seinni part ferðarinnar allavegana. Maður svaf ekki lengi í einu þarna, það var bara ræst með símtali. Það var aftur á móti áhugavert að koma heim og sofa – það var svo mikil þögn allt í einu og allt svo kyrrt.“ Annars segist Áslaug Arna vera að fara að skipta úr sjómannsgírnum yfir í framboðsgírinn enda ekki langt í kosningar. Hún er núna í óðaönn við að undirbúa þann pakka og því má segja að það séu miklar sviptingar í lífi hennar um þessar mundir þó að bæði viðfangsefnin, sjómennskan og framboðið, séu ákveðnar tarnir. Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Fleiri fréttir Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Sjá meira
Maður er aðeins að jafna sig á sjóriðunni, ég varð samt ekkert sjóveik úti á sjó – ég fékk samt mjög mikla sjóriðu þegar ég kom í land, það var allt á fleygiferð hérna heima. Það var allavegana gott að sleppa við sjóveikina, þá gat maður að minnsta kosti unnið almennilega,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi flokksins í Reykjavík. Hún hitaði upp fyrir framboðstörnina með annarri törn – hún var að koma af sjó, en hún hélt til makrílveiða með skipinu Sigurði VE frá Vestmannaeyjum rétt fyrir Þjóðhátíð.Sumarafleysingum fylgir oft ákveðin busun, var einhver slík um borð í Sigurði? „Nei, þeir voru afskaplega almennilegir við mig, þeir sem voru um borð. Ég var eina stelpan en við vorum tveir afleysingamenn þarna. En það voru nokkur atriði sem ég lenti í – til dæmis að reyna að draga stólinn að borðinu og fattaði ekki að hann væri fastur gólfið og þeir hlæja að manni því að það er greinilegt að maður er í fyrsta skiptið á sjó.“En hvers vegna ákvaðstu að skella þér á sjó? „Mig hefur lengi langað til að prófa að fara á sjó til að kynnast sjávarútveginum og starfi sjómannsins. Ég fékk tækifæri til þess hjá mjög öflugu fyrirtæki sem er burðarás sinnar byggðar þarna í Vestmannaeyjum. Ég fékk tækifæri til að sjá þessar veiðiaðferðir og allar þessar framfarir í veiðum og vinnslu. Það var ótrúlega gaman að fá að prófa og taka þátt í þessu.“Skáldið sagði að sjómennskan væri ekkert grín, var þetta ekki drulluerfitt? „Jú, jú, þetta er algjör törn. En þetta er líka gaman – læra á veiðarfærin og dæla inn fisknum og svona. En þetta er vinna, þetta er hörkuvinna. Ég var þarna í sex daga og við fórum út á Grænlandsmið. Ég var orðin frekar sleip í þessum verkum, seinni part ferðarinnar allavegana. Maður svaf ekki lengi í einu þarna, það var bara ræst með símtali. Það var aftur á móti áhugavert að koma heim og sofa – það var svo mikil þögn allt í einu og allt svo kyrrt.“ Annars segist Áslaug Arna vera að fara að skipta úr sjómannsgírnum yfir í framboðsgírinn enda ekki langt í kosningar. Hún er núna í óðaönn við að undirbúa þann pakka og því má segja að það séu miklar sviptingar í lífi hennar um þessar mundir þó að bæði viðfangsefnin, sjómennskan og framboðið, séu ákveðnar tarnir.
Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Fleiri fréttir Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Sjá meira