Sport

Upphitunarlaugin í Ríó eins og suðupottur í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anton Sveinn McKee í keppnislauginni í kvöld.
Anton Sveinn McKee í keppnislauginni í kvöld. Vísir/Anton
Það var mjög heitt í Ríó í dag, á fyrsta degi Ólympíuleikanna, og það bitnaði heldur betur á sundfólkinu sem tók þátt í undanrásum yfir heitasta tíma dagsins.

Magnús Tryggvason, flokkstjóri íslenska sundhópsins og þjálfarinn Jacky Pellerin höfðu miklar áhyggjur af sundfólkinu í upphitunarlauginni sem er inn í tjaldi við hlið keppnislaugarinnar.

Jacky Pellerin komst svo að orði að það væri verið að "drepa" sundfólkið með því að bjóða þeim upp á þessar aðstæður.

Það eiga að vera fjögur virk loftræsirör í byggingunni en aðeins ein þeirra virkaði. Hitinn var því kominn yfir 37 gráður þar sem sundfólkið átti að vera undirbúa sig fyrir sín sund.

Upphitunarlaugin var því farinn að breytast í hálfgerðan suðupott og þar þurfti allir sundmenn að stilla sig inn fyrir sína grein við afar erfiðar aðstæður.

Magnús Tryggvason og Jacky Pellerin vildu ekki nota þetta sem afsökun fyrir slökum árangri Antons Sveins McKee en þetta var ekki að hjálpa til.

Anton Sveinn var langt frá sínu besta en aðrir gerðu vel. Bretinn Adam Peaty setti meðal annars frábært heimsmet í grein Antons, 100 metra bringusundi. Hitinn hentaði því honum vel.

Adam Peaty synti á 57.55 sekúndum og setti líka Ólympíumet.


Tengdar fréttir

Þetta er svona gott stress

Aðra Ólympíuleikana í röð er það sundmaðurinn Anton Sveinn McKee sem keppir fyrstur af íslenska hópnum. Hann verður eini íslenski keppandi dagsins þegar hann stingur sér til sunds í 100 metra bringusundi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×