Einar: Fékk ekki gult spjald í Noregi en svo fer allt í háaloft í þessum sirkus á Íslandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. október 2016 12:44 Einar Jónsson verður í banni í næsta leik. vísir/ernir Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar í Olís-deild karla í handbolta, var í áhugaverðu viðtali í Akraborginni á X977 í gær þar sem að hann ræddi keppnisbannið sem hann var úrskurðaður í og viðtalið sem hann fór í á Vísi. Einar var brjálaður eftir 27-22 tap Stjörnunnar gegn Aftureldingu í TM-höllinni á laugardaginn. Hann klippti saman tíu atriði sem honum fannst halla á sitt lið í dómgæslunni og ræddi þau við blaðamann Vísis. Eftir leikinn gekk Einar að dómurunum Arnari Sigjónssyni og Svavari Péturssyni og sagði þeim nákvæmlega hvað honum fannst um frammistöðu þeirra. Einar var úrskurðaður í eins leiks bann en gæti átt yfir höfði sér enn lengra bann vegna viðtalsins.„Ég sagði þeim það, að mér fannst halla á okkur í dómgæslunni í seinni hálfleik. Ég var ekki sáttur við þá. Ég sagði við þá, að eftir að þeir gáfu leikmanni Aftureldingar rautt spjald - sem var rétt að mínu mati - hefði allt hallað á okkur. Ég sagði að þetta hefði verið algjör skandall,“ sagði Einar í Akraborginni í gær. Annar dómarinn bað Einar um að ganga burt eftir reiðilesturinn sem og hann gerði, að eigin sögn. Hinn dómarinn elti Einar þá uppi og gaf honum rautt spjald. Einar viðurkennir að hann hafi talað fast og ákveðið við dómarana en „ekkert meira en það“. „Ég er ekkert að saka þá vísvitandi um að dæma á móti okkur en stundum leggur maður saman tvo og tvo og fær fjóra,“ sagði Einar um viðtalið á Vísi. „Aðrir fá stundum fimm eða þrjá. En þetta er það sem mér fannst á þessum tímapunkti og þá tók ég til atriði sem mér fannst hafa stórfelld áhrif á leikinn.“Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson eru dómararnir sem Einar ber þungum sökum.vísir/ernirHættir í Honey nut „Hvað veit ég? Maður á bara að iðrast og biðjast afsökunar og hætta þessu tuði. Alltaf þegar ég tapa leikjum er það dómaranum að kenna. Á maður ekki alltaf að reyna að læra?“ „Ég held að menn eigi bara að láta það vera [að gagnrýna dómara]. Þetta er fyrir neðan allar hellur hvernig maður hegðar sér. Samkvæmt túlkun hæstvirts formanns dómaranefndar [Guðjóns L. Sigurðssonar] eru þetta allt réttir dómar. Hann hlýtur að vita þetta allt best og þeir dómararnir. Ég veit ekkert um dómgæslu, það er víst komið alveg komið í ljós.“ Hjörtur Hjartarson, umsjónarmaður Akraborgarinnar, gaf lítið fyrir þessi kaldhæðnislegu svör Einars og spurði hvort það væri ekki í lagi að gagnrýna dómara líkt og leikmenn og þjálfara. „Nei, ég hef ekki orðið var við það, því miður. Það má ekki. Ég skil ekki þetta umhverfi hérna. Ég var í tvö ár í Noregi og fékk ekki eitt gult spjald og varla tiltal. Hvað þá tvær mínútur eða rautt?“ sagði Einar. „Síðan kemur maður til Íslands aftur og þetta er eins og sirkus. Ég þarf bara að skoða mín mál. Ég fæ mér vanalega Cheerios á morgnanna en nú hef ég verið að fá mér Honey nut Cheerios. Þetta er mjög sérstakt. Ég komst af í Noregi í tvö ár án þess að fá gult spjald en hérna heima á Íslandi er allt komið í háaloft.“ „Þetta er eitthvað sem ég þarf að skoða hjá sjálfum mér því aldrei hef ég orðið var við það að dómarar eða dómaranefnd geri nokkuð rangt. Ég fer að færa mig aftur yfir í venjulega Cheerios-ið og hætta þessu Honey nut-kjaftæði,“ sagði Einar Jónsson. Allt viðtalið má heyra hér að neðan. Olís-deild karla Tengdar fréttir Einar í eins leiks bann en hann er ekki sloppinn Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar í Olís-deild karla í handbolta, var í dag dæmdur í eins leiks bann á fundi Aganefndar HSÍ. 11. október 2016 15:50 Einar vill fá afsökunarbeiðni frá dómurunum "Ég get ekki fengið annað á tilfinninguna en að það sé verið að dæma gegn okkur,“ segir Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, en hann er verulega ósáttur við dómgæsluna í leik sinna manna gegn Aftureldingu um nýliðna helgi. 10. október 2016 17:16 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar í Olís-deild karla í handbolta, var í áhugaverðu viðtali í Akraborginni á X977 í gær þar sem að hann ræddi keppnisbannið sem hann var úrskurðaður í og viðtalið sem hann fór í á Vísi. Einar var brjálaður eftir 27-22 tap Stjörnunnar gegn Aftureldingu í TM-höllinni á laugardaginn. Hann klippti saman tíu atriði sem honum fannst halla á sitt lið í dómgæslunni og ræddi þau við blaðamann Vísis. Eftir leikinn gekk Einar að dómurunum Arnari Sigjónssyni og Svavari Péturssyni og sagði þeim nákvæmlega hvað honum fannst um frammistöðu þeirra. Einar var úrskurðaður í eins leiks bann en gæti átt yfir höfði sér enn lengra bann vegna viðtalsins.„Ég sagði þeim það, að mér fannst halla á okkur í dómgæslunni í seinni hálfleik. Ég var ekki sáttur við þá. Ég sagði við þá, að eftir að þeir gáfu leikmanni Aftureldingar rautt spjald - sem var rétt að mínu mati - hefði allt hallað á okkur. Ég sagði að þetta hefði verið algjör skandall,“ sagði Einar í Akraborginni í gær. Annar dómarinn bað Einar um að ganga burt eftir reiðilesturinn sem og hann gerði, að eigin sögn. Hinn dómarinn elti Einar þá uppi og gaf honum rautt spjald. Einar viðurkennir að hann hafi talað fast og ákveðið við dómarana en „ekkert meira en það“. „Ég er ekkert að saka þá vísvitandi um að dæma á móti okkur en stundum leggur maður saman tvo og tvo og fær fjóra,“ sagði Einar um viðtalið á Vísi. „Aðrir fá stundum fimm eða þrjá. En þetta er það sem mér fannst á þessum tímapunkti og þá tók ég til atriði sem mér fannst hafa stórfelld áhrif á leikinn.“Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson eru dómararnir sem Einar ber þungum sökum.vísir/ernirHættir í Honey nut „Hvað veit ég? Maður á bara að iðrast og biðjast afsökunar og hætta þessu tuði. Alltaf þegar ég tapa leikjum er það dómaranum að kenna. Á maður ekki alltaf að reyna að læra?“ „Ég held að menn eigi bara að láta það vera [að gagnrýna dómara]. Þetta er fyrir neðan allar hellur hvernig maður hegðar sér. Samkvæmt túlkun hæstvirts formanns dómaranefndar [Guðjóns L. Sigurðssonar] eru þetta allt réttir dómar. Hann hlýtur að vita þetta allt best og þeir dómararnir. Ég veit ekkert um dómgæslu, það er víst komið alveg komið í ljós.“ Hjörtur Hjartarson, umsjónarmaður Akraborgarinnar, gaf lítið fyrir þessi kaldhæðnislegu svör Einars og spurði hvort það væri ekki í lagi að gagnrýna dómara líkt og leikmenn og þjálfara. „Nei, ég hef ekki orðið var við það, því miður. Það má ekki. Ég skil ekki þetta umhverfi hérna. Ég var í tvö ár í Noregi og fékk ekki eitt gult spjald og varla tiltal. Hvað þá tvær mínútur eða rautt?“ sagði Einar. „Síðan kemur maður til Íslands aftur og þetta er eins og sirkus. Ég þarf bara að skoða mín mál. Ég fæ mér vanalega Cheerios á morgnanna en nú hef ég verið að fá mér Honey nut Cheerios. Þetta er mjög sérstakt. Ég komst af í Noregi í tvö ár án þess að fá gult spjald en hérna heima á Íslandi er allt komið í háaloft.“ „Þetta er eitthvað sem ég þarf að skoða hjá sjálfum mér því aldrei hef ég orðið var við það að dómarar eða dómaranefnd geri nokkuð rangt. Ég fer að færa mig aftur yfir í venjulega Cheerios-ið og hætta þessu Honey nut-kjaftæði,“ sagði Einar Jónsson. Allt viðtalið má heyra hér að neðan.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Einar í eins leiks bann en hann er ekki sloppinn Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar í Olís-deild karla í handbolta, var í dag dæmdur í eins leiks bann á fundi Aganefndar HSÍ. 11. október 2016 15:50 Einar vill fá afsökunarbeiðni frá dómurunum "Ég get ekki fengið annað á tilfinninguna en að það sé verið að dæma gegn okkur,“ segir Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, en hann er verulega ósáttur við dómgæsluna í leik sinna manna gegn Aftureldingu um nýliðna helgi. 10. október 2016 17:16 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Einar í eins leiks bann en hann er ekki sloppinn Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar í Olís-deild karla í handbolta, var í dag dæmdur í eins leiks bann á fundi Aganefndar HSÍ. 11. október 2016 15:50
Einar vill fá afsökunarbeiðni frá dómurunum "Ég get ekki fengið annað á tilfinninguna en að það sé verið að dæma gegn okkur,“ segir Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, en hann er verulega ósáttur við dómgæsluna í leik sinna manna gegn Aftureldingu um nýliðna helgi. 10. október 2016 17:16