Gallabuxurnar - er eitthvað að þeim en ekki þér? Ritstjórn skrifar 30. september 2016 16:00 GLAMOUR/GETTY Ráðstefna um áhrif markaðsafla á sjálfsmynd og hegðun sem nefnist; “Gallabuxurnar - er eitthvað að þeim en ekki þér?” verður haldin í Hörpu sunnudaginn 2. október næstkomandi. Heiðdís Sigurðardóttir og Þórdís Rúnarsdóttir sálfræðingar standa að ráðstefnunni en þær hafa báðar sérhæft sig í meðferð skjólstæðinga með átraskanir og hafa mikinn áhuga á að standa fyrir vitundarvakningu um meiri sátt og minni öfgar í leit fólks að heilbrigði. Á ráðstefnunni verður sérstaklega fjallað á útlitsdýrkun í auglýsingum og fjölmiðlum, megrunaræðið, sífellt meiri notkun skyndilausna, vöntun á jafnvægi og sátt, líkamsímynd barna og líkamsímynd kvenna. Sérstaklega er fjallað um hvernig við erum hvött til að nota mat til að takast á við líðan okkar. Erlendir og innlendir fyrirlesarar flytja erindi á ráðstefnunni og á meðal fyrirlesara er Dr. Jean Kilbourne sem er heimsþekktur fyrirlesari um áhrif samfélagsins, fjölmiðla og auglýsinga á sjálfsmynd, líkamsvitund og kauphegðun. Hún hefur mikið fjallað um "diet" heiminn og þrýsting markaðsafla á notkun skyndilausna sem ala svo á sjálfsefa - sérstaklega kvenna. Heimildarmyndin The Illusionists verður einnig sýnd á ráðstefnunni, sem hefur fengið mikið lof gagnrýnenda fyrir úttekt á útlitsdýrkun í alþjóðlegu samhengi. Elena Rossini höfundur myndarinnar mun koma til landsins af þessu tilefni. Ráðstefnan er ætluð bæði fyrir fagfólk og almenning, allir velkomnir. Vefsíða ráðstefnunnar: gallabuxurnar.is The Illusionists [National Media Market Trailer] from Media Education Foundation on Vimeo. Mest lesið „Fúskarinn er andlegur róni en þrátt fyrir það gæti hann gerst andlegur leiðtogi“ Glamour Hillary Clinton afslöppuð er hún kom fram í annað sinn síðan í forsetakosningunum Glamour Fimmta Vogue-forsíða Cara Delevnigne Glamour Rómantískt sumar í vændum hjá Burberry Glamour Highlighter frá Pat McGrath? Glamour Febrúarblað Glamour er komið út Glamour Harry Bretaprins sagður vera byrjaður með Suits stjörnu Glamour Hinn 13 ára Romeo Beckham auglýsir Burberry Glamour Alexander McQueen herferð tekin á Íslandi Glamour Airwaves: Síðir frakkar og bros á vör Glamour
Ráðstefna um áhrif markaðsafla á sjálfsmynd og hegðun sem nefnist; “Gallabuxurnar - er eitthvað að þeim en ekki þér?” verður haldin í Hörpu sunnudaginn 2. október næstkomandi. Heiðdís Sigurðardóttir og Þórdís Rúnarsdóttir sálfræðingar standa að ráðstefnunni en þær hafa báðar sérhæft sig í meðferð skjólstæðinga með átraskanir og hafa mikinn áhuga á að standa fyrir vitundarvakningu um meiri sátt og minni öfgar í leit fólks að heilbrigði. Á ráðstefnunni verður sérstaklega fjallað á útlitsdýrkun í auglýsingum og fjölmiðlum, megrunaræðið, sífellt meiri notkun skyndilausna, vöntun á jafnvægi og sátt, líkamsímynd barna og líkamsímynd kvenna. Sérstaklega er fjallað um hvernig við erum hvött til að nota mat til að takast á við líðan okkar. Erlendir og innlendir fyrirlesarar flytja erindi á ráðstefnunni og á meðal fyrirlesara er Dr. Jean Kilbourne sem er heimsþekktur fyrirlesari um áhrif samfélagsins, fjölmiðla og auglýsinga á sjálfsmynd, líkamsvitund og kauphegðun. Hún hefur mikið fjallað um "diet" heiminn og þrýsting markaðsafla á notkun skyndilausna sem ala svo á sjálfsefa - sérstaklega kvenna. Heimildarmyndin The Illusionists verður einnig sýnd á ráðstefnunni, sem hefur fengið mikið lof gagnrýnenda fyrir úttekt á útlitsdýrkun í alþjóðlegu samhengi. Elena Rossini höfundur myndarinnar mun koma til landsins af þessu tilefni. Ráðstefnan er ætluð bæði fyrir fagfólk og almenning, allir velkomnir. Vefsíða ráðstefnunnar: gallabuxurnar.is The Illusionists [National Media Market Trailer] from Media Education Foundation on Vimeo.
Mest lesið „Fúskarinn er andlegur róni en þrátt fyrir það gæti hann gerst andlegur leiðtogi“ Glamour Hillary Clinton afslöppuð er hún kom fram í annað sinn síðan í forsetakosningunum Glamour Fimmta Vogue-forsíða Cara Delevnigne Glamour Rómantískt sumar í vændum hjá Burberry Glamour Highlighter frá Pat McGrath? Glamour Febrúarblað Glamour er komið út Glamour Harry Bretaprins sagður vera byrjaður með Suits stjörnu Glamour Hinn 13 ára Romeo Beckham auglýsir Burberry Glamour Alexander McQueen herferð tekin á Íslandi Glamour Airwaves: Síðir frakkar og bros á vör Glamour