Lífið

Chili-fíklar í IKEA

Stefán Þór Hjartarson skrifar
Ingólfur Pétursson sturtar hér logandi heitri sósu yfir matinn hjá Þórarni Ævarssyni framkvæmdastjóra en Rúnar Már Smárason horfir á.
Ingólfur Pétursson sturtar hér logandi heitri sósu yfir matinn hjá Þórarni Ævarssyni framkvæmdastjóra en Rúnar Már Smárason horfir á. Vísir/Ernir
„Hér innanhúss er þó nokkuð af chili-fíklum og náttúrlega mataráhugamönnum. Þegar það kemur ný sósa þá er hún látin ganga og allir smakka,“ segir Ingólfur Pétursson, veitingastjóri IKEA og áhugamaður um chili-sósur.

Mörgum finnst ekki eftirsóknarvert að borða mat sem er úðaður í chili-kryddi og -sósum en til er fólk sem ekki bara nýtur þess að borða slíkan mat heldur eltist beinlínis við hann og sækir þá sífellt í sterkari og sterkari sósur og krydd. Það eru ekki margir sem tengja saman Svíþjóð og sterkan mat en í verslun sænska risans hér á landi má finna ansi vel skipaða hillu sem einvörðungu er tileinkuð sterkum sósum.

„Sterkasta sósan er Da Bomb, það að smakka hana eintóma er ákveðin prófraun. Það þarf ekki nema hálfa teskeið af henni í flösku af BBQ sósu til að gera hana rosalega sterka. Ein flaska dugar í svona 2 ár.“

Þið hafið ekkert íhugað að gera chili-útgáfu af kjötbollunum?

„Nei, við höfum ekki þorað að fara þangað, við erum ekki ennþá komnir í chili-kjötbollur. Við persónulega gluðum þessu aðallega yfir kjúkling, en svona þegar þú segir það þá þurfum við að prófa þetta á kjötbollurnar,“ segir Ingólfur að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×