Lífið

Pokémon-þjálfari stóð út á götu og stöðvaði alla umferð: Sturlaðist þegar ökumaðurinn flautaði

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þessi eitthvað smá pirrípú.
Þessi eitthvað smá pirrípú. vísir
Pokémon GO, snjallsímaleikurinn ógnarvinsæli, er að gera allt vitlaust í heiminum og virðist fólk ekki geta hætt að spila. Sumir hreinlega ráða ekki við leikinn og ýmist lenda í bílslysi, ganga fram af kletti eða stöðva bílaumferð.

Pokémon GO hefur notið gífurlegra vinsælda að undanförnu og hafa fjölmargir Íslendingar sótt leikinn og hafa þegar byrjað að safna pokémonum og þjálfa þá.

Leikurinn gengur út á að safna pokémon-köllum en þá má finna víðsvegar um landið. Sá sem leikur leikinn verður að ferðast á fæti um svæði landsins til þess að spila leikinn og því er ekki hægt að spila hann úr þægindum sófans heima við. Leikurinn krefst þess einnig af þátttakendum að þeir vinni saman en þátttakendum er skipt í þrjú lið, rautt, gult og blátt.

Ólíka pokémona má finna á ólíkum stöðum sem taka mið af aðstæðum í raunheiminum, svo sem hita- og rakastigi. Sem dæmi finnast svokallaðir Vatna-pokémonar í nálægð við vatn.

Einn pokémon-þjálfari hefur vakið töluverða athygli á Facebook en þar má sjá hann gjörsamlega missa stjórn á skapi sínu eftir að ökumaður flautaði á hann er hann stóð á miðri götu. Við það missti maðurinn af mjög sjaldgæfum pokémon og hraunaði illa yfir bílstjórann eins og sjá má hér að neðan.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.