Írland og Ísland átta árum síðar Þorvaldur Gylfason skrifar 21. júlí 2016 07:00 Þegar bankarnir hrundu haustið 2008 sögðu sumir eins og í sjálfsvörn: írskir bankar eru einnig komnir að fótum fram og varla berum við ábyrgð á því eða hvað? Afneitunin var alger. Kjarni málsins var og er að bankahremmingar beggja landa voru heimatilbúnar og áttu rót sína að rekja til vanrækslu stjórnmálamanna, bankamanna og meðreiðarsveina þeirra. Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis 2010 og aðrar heimildir bera vitni. Alþingi ályktaði nokkru síðar einum rómi að skýrslan „sé áfellisdómur yfir stjórnvöldum, stjórnmálamönnum og stjórnsýslu, verklagi og skorti á formfestu.“ Dálkahöfundur Irish Times Flintan O‘Toole birti bók 2010 undir heitinu Ship of Fools: How Stupidity and Corruption Sank the Celtic Tiger (Fíflafley: Hvernig heimska og spilling drekktu keltneska tígrisdýrinu). Margt sem þar stendur rímar vel við Ísland.Hvort landið stóð sig betur, Ísland eða Írland? Eftir hrun gerðu margir sér mat úr því að Ísland væri betur í sveit sett en Írland þar eð Íslendingar gætu leyft gengi krónunnar að falla um helming meðan Írar voru bundnir á klafa evrunnar. Aðrir sögðu: Hægan, hægan, Írar eiga aðgang að evrópska seðlabankanum og annarri fjárhagsaðstoð ESB sem Ísland á ekki sjálfkrafa aðgang að. Nú, átta árum síðar, er tímabært að spyrja: Hvort landið komst betur frá kreppunni? Skoðum tölurnar. Frá 2007 til 2010 dróst kaupmáttur landsframleiðslu á mann saman um 11% á Írlandi og 9% á Íslandi. Það er bitamunur en ekki fjár. Það er fyrst nú í ár að kaupmáttur landsframleiðslu á mann í báðum löndum er orðinn hinn sami og hann var fyrir hrun, 2007. Það tók bæði löndin því níu ár, frá 2007 til 2016, að komast aftur á upphafsreit. Frá því botninum var náð 2010 þar til nú hefur kaupmáttur landsframleiðslu á mann aukizt um 16% á Írlandi og 12% á Íslandi og er nú sjöttungi meiri á Írlandi en á Íslandi eins og hann var 2007. Því má segja að bæði löndin hafi komizt álíka vel frá hruninu. Atvinnuleysi er að vísu miklu meira á Írlandi en á Íslandi en þannig hefur það verið um áratugaskeið og hefur ekkert með hrunið eða eftirköst þess að gera. Skoðum fleiri tölur. Landsframleiðsla á hverja vinnustund, öðru nafni vinnuframleiðni, er betri lífskjarakvarði en landsframleiðsla á mann þar eð framleiðsla á vinnustund tekur fyrirhöfnina á bak við tekjuöflunina með í reikninginn. Frá 2007 til 2016 jókst landsframleiðsla á hverja vinnustund á Írlandi úr 59 Bandaríkjadölum í 74 dali og úr 41 dal í 44 á Íslandi. Vinnuframleiðni jókst því um 26% á Írlandi 2007-2016 borið saman við 7% aukningu hér heima. Þarna skilur milli feigs og ófeigs. Þrátt fyrir mikið og landlægt atvinnuleysi hefur Írum tekizt að auka forskot sitt á Íslendinga í vinnuframleiðni úr 44% 2007 (59/41 = 1,44) í 68% 2016 (74/44 = 1,68). Önnur gögn ber að sama brunni. Velferðarvísitala Sameinuðu þjóðanna (e. Human Development Index) sem tekur ekki aðeins mið af framleiðslu og tekjum á mann heldur einnig menntun og heilbrigði skipar nú síðast (2014) Írlandi í 6. sæti og Íslandi í 16. sætið í hópi nær allra landa heimsins, nær 200 talsins.Evran stóðst prófið Af þessum samanburði má ráða að evran dró Írland ekki niður á hyldýpi eins og sumir áttu von á. Aðild að Myntbandalagi Evrópu og evrunni þarf að skoða í samhengi við aðra þætti svo sem sjálfkrafa aðgang að fjárhagsaðstoð frá ESB þegar þörf krefur, aðhald og sameiginlegt eftirlit. Öðrum evrulöndum hefur einnig tekizt skaplega að vinna sig út úr erfiðleikum síðustu ára, t.d. Lettlandi og Portúgal. Öðru máli gegnir um Grikkland, en þar hefur vandinn sem við er að glíma reynzt mun alvarlegri en annars staðar. Vandi Grikklands átti upptök sín í ábyrgðarlausri fjármálastjórn ríkisins og breiddist út í bankakerfið en ekki öfugt eins og t.d. á Írlandi og Íslandi. Ríkisstjórn Írlands ákvað að írskir skattgreiðendur skyldu bæta til fulls tjónið sem eigendur og lánardrottnar bankanna hefðu ella þurft að axla. Þetta var harkaleg ákvörðun en hún reyndist framkvæmanleg þar eð skuldirnar voru viðráðanlegar. Þessi leið var ófær á Íslandi þar eð skuldir bankanna hér heima voru svo miklu meiri miðað við landsframleiðslu en á Írlandi. Þess vegna var ekki hægt að bjarga íslenzku bönkunum frá gjaldþroti. Hefðu íslenzku bankarnir grafið sér grynnri gröf, hefðu íslenzk stjórnvöld e.t.v. reynt með erlendri hjálp að fara sömu leið og Írar, en til þess kom ekki. Eftir stendur að Írar ákváðu að standa í skilum og halda sig við evruna og agann sem fylgir henni meðan Íslendingar létu bankana fara á hliðina og leyfðu gengi krónunnar að hríðfalla. Samt hefur Írum ef eitthvað er tekizt betur en Íslendingum að vinna sig með herkjum út úr erfiðleikum undangenginna ára. Evran stóðst prófið.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. júlí Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun
Þegar bankarnir hrundu haustið 2008 sögðu sumir eins og í sjálfsvörn: írskir bankar eru einnig komnir að fótum fram og varla berum við ábyrgð á því eða hvað? Afneitunin var alger. Kjarni málsins var og er að bankahremmingar beggja landa voru heimatilbúnar og áttu rót sína að rekja til vanrækslu stjórnmálamanna, bankamanna og meðreiðarsveina þeirra. Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis 2010 og aðrar heimildir bera vitni. Alþingi ályktaði nokkru síðar einum rómi að skýrslan „sé áfellisdómur yfir stjórnvöldum, stjórnmálamönnum og stjórnsýslu, verklagi og skorti á formfestu.“ Dálkahöfundur Irish Times Flintan O‘Toole birti bók 2010 undir heitinu Ship of Fools: How Stupidity and Corruption Sank the Celtic Tiger (Fíflafley: Hvernig heimska og spilling drekktu keltneska tígrisdýrinu). Margt sem þar stendur rímar vel við Ísland.Hvort landið stóð sig betur, Ísland eða Írland? Eftir hrun gerðu margir sér mat úr því að Ísland væri betur í sveit sett en Írland þar eð Íslendingar gætu leyft gengi krónunnar að falla um helming meðan Írar voru bundnir á klafa evrunnar. Aðrir sögðu: Hægan, hægan, Írar eiga aðgang að evrópska seðlabankanum og annarri fjárhagsaðstoð ESB sem Ísland á ekki sjálfkrafa aðgang að. Nú, átta árum síðar, er tímabært að spyrja: Hvort landið komst betur frá kreppunni? Skoðum tölurnar. Frá 2007 til 2010 dróst kaupmáttur landsframleiðslu á mann saman um 11% á Írlandi og 9% á Íslandi. Það er bitamunur en ekki fjár. Það er fyrst nú í ár að kaupmáttur landsframleiðslu á mann í báðum löndum er orðinn hinn sami og hann var fyrir hrun, 2007. Það tók bæði löndin því níu ár, frá 2007 til 2016, að komast aftur á upphafsreit. Frá því botninum var náð 2010 þar til nú hefur kaupmáttur landsframleiðslu á mann aukizt um 16% á Írlandi og 12% á Íslandi og er nú sjöttungi meiri á Írlandi en á Íslandi eins og hann var 2007. Því má segja að bæði löndin hafi komizt álíka vel frá hruninu. Atvinnuleysi er að vísu miklu meira á Írlandi en á Íslandi en þannig hefur það verið um áratugaskeið og hefur ekkert með hrunið eða eftirköst þess að gera. Skoðum fleiri tölur. Landsframleiðsla á hverja vinnustund, öðru nafni vinnuframleiðni, er betri lífskjarakvarði en landsframleiðsla á mann þar eð framleiðsla á vinnustund tekur fyrirhöfnina á bak við tekjuöflunina með í reikninginn. Frá 2007 til 2016 jókst landsframleiðsla á hverja vinnustund á Írlandi úr 59 Bandaríkjadölum í 74 dali og úr 41 dal í 44 á Íslandi. Vinnuframleiðni jókst því um 26% á Írlandi 2007-2016 borið saman við 7% aukningu hér heima. Þarna skilur milli feigs og ófeigs. Þrátt fyrir mikið og landlægt atvinnuleysi hefur Írum tekizt að auka forskot sitt á Íslendinga í vinnuframleiðni úr 44% 2007 (59/41 = 1,44) í 68% 2016 (74/44 = 1,68). Önnur gögn ber að sama brunni. Velferðarvísitala Sameinuðu þjóðanna (e. Human Development Index) sem tekur ekki aðeins mið af framleiðslu og tekjum á mann heldur einnig menntun og heilbrigði skipar nú síðast (2014) Írlandi í 6. sæti og Íslandi í 16. sætið í hópi nær allra landa heimsins, nær 200 talsins.Evran stóðst prófið Af þessum samanburði má ráða að evran dró Írland ekki niður á hyldýpi eins og sumir áttu von á. Aðild að Myntbandalagi Evrópu og evrunni þarf að skoða í samhengi við aðra þætti svo sem sjálfkrafa aðgang að fjárhagsaðstoð frá ESB þegar þörf krefur, aðhald og sameiginlegt eftirlit. Öðrum evrulöndum hefur einnig tekizt skaplega að vinna sig út úr erfiðleikum síðustu ára, t.d. Lettlandi og Portúgal. Öðru máli gegnir um Grikkland, en þar hefur vandinn sem við er að glíma reynzt mun alvarlegri en annars staðar. Vandi Grikklands átti upptök sín í ábyrgðarlausri fjármálastjórn ríkisins og breiddist út í bankakerfið en ekki öfugt eins og t.d. á Írlandi og Íslandi. Ríkisstjórn Írlands ákvað að írskir skattgreiðendur skyldu bæta til fulls tjónið sem eigendur og lánardrottnar bankanna hefðu ella þurft að axla. Þetta var harkaleg ákvörðun en hún reyndist framkvæmanleg þar eð skuldirnar voru viðráðanlegar. Þessi leið var ófær á Íslandi þar eð skuldir bankanna hér heima voru svo miklu meiri miðað við landsframleiðslu en á Írlandi. Þess vegna var ekki hægt að bjarga íslenzku bönkunum frá gjaldþroti. Hefðu íslenzku bankarnir grafið sér grynnri gröf, hefðu íslenzk stjórnvöld e.t.v. reynt með erlendri hjálp að fara sömu leið og Írar, en til þess kom ekki. Eftir stendur að Írar ákváðu að standa í skilum og halda sig við evruna og agann sem fylgir henni meðan Íslendingar létu bankana fara á hliðina og leyfðu gengi krónunnar að hríðfalla. Samt hefur Írum ef eitthvað er tekizt betur en Íslendingum að vinna sig með herkjum út úr erfiðleikum undangenginna ára. Evran stóðst prófið.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. júlí