Slæmar fréttir fyrir sumarið hjá KR? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. apríl 2016 10:30 Indriði Sigurðsson, fyrirliði KR. Vísir/Anton KR-ingar tryggðu sér sigur í Lengjubikarnum í gærkvöldi með 2-0 sigri á Víkingum í úrslitaleik í Egilshöllinni. KR-ingar hafa aftur á móti aldrei orðið Íslandsmeistarar eftir að þeir unnu deildabikarinn um vorið. Það er sjálfsögðu alltaf gott að vinna titla þótt að um undirbúningstímabil sé að ræða. Það fylgir hinsvegar sögunni að þessi einstaki titill boðar ekki gott fyrir Vesturbæjarfélagið. Þetta er í sjötta sinn sem KR verður deildabikarmeistari en félagið vann titilinn einnig 1998, 2001, 2005, 2010 og 2012. Í ekkert þessara skipta fylgdu KR-ingar þessum titli eftir með því að vinna Íslandsmeistaratitilinn seinna sumarið. Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR-liðsins, var fyrirliði liðsins þegar KR vann deildabikarinn í síðustu tvö skipti eða 2010 og 2012. Óskar Örn Hauksson, sem skoraði bæði mörkin í úrslitleiknum í gær, lagði upp sigurmarkið fyrir fjórum árum og hann átti einnig stoðsendingu í úrslitaleiknum 2010. KR-liðið hefur ekki aðeins misst af titlinum á deildabikarmeistaraárum því liðið hefur ekki lent ofar en fjórða sætið á síðustu fjórum sumrum þar sem KR-ingar hafa unnið deildabikarinn. Besti árangurinn hjá KR á deildabikarmeistaraári var þegar liðið vann keppnina fyrst árið 1998 en KR-ingar enduðu þá í 2. sæti um haustið eftir frábæra seinni umferð. Það eru annars liðin sjö ár síðan að félag fylgdi sigri í deildabikarnum eftir með Íslandsmeistaratitli en FH-ingar voru síðastir til að ná slíkri tvennu sumarið 2009. FH vann einnig báða þessa titla 2004 og 2006. ÍA 1996 og ÍBV 1997 eru síðan hin liðin sem hafa náð að verða Íslandsmeistarar og deildabikarmeistarar á sama tímabilinu en þau unnu tvö fyrstu árin sem deildabikarinn fór fram.KR, deildameistaratitlarnir og Íslandsmótið:1998 Sigur á Val í úrslitaleik eftir vítakeppni Íslandsmótið: 2. sæti2001 Sigur á FH í úrslitaleik eftir vítakeppni Íslandsmótið: 7. sæti2005 3-2 sigur á Þrótti í úrslitaleik Íslandsmótið: 6. sæti2010 2-1 sigur á Breiðabliki í úrslitaleik Íslandsmótið: 4. sæti2012 1-0 sigur á Fram í úrslitaleik Íslandsmótið: 4. sæti2016 2-0 sigur á Víkingi í úrslitaleik Íslandsmótið: ??? Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu stórkostlegt mark Óskars Arnar Skoraði af eigin vallarhelmingi fyrir KR gegn Víkingi í úrslitaleik Lengjubikarkeppninnar. 21. apríl 2016 20:44 Umfjöllun og viðtöl: KR - Víkingur 2-0 | Glæsimörk Óskars Arnar gerðu útslagið Óskar Örn Hauksson skoraði bæði mörk KR í 2-0 sigri á Víking í úrslitum Lengjubikarsins í kvöld en mörk Óskars voru bæði glæsileg. 21. apríl 2016 22:15 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sjá meira
KR-ingar tryggðu sér sigur í Lengjubikarnum í gærkvöldi með 2-0 sigri á Víkingum í úrslitaleik í Egilshöllinni. KR-ingar hafa aftur á móti aldrei orðið Íslandsmeistarar eftir að þeir unnu deildabikarinn um vorið. Það er sjálfsögðu alltaf gott að vinna titla þótt að um undirbúningstímabil sé að ræða. Það fylgir hinsvegar sögunni að þessi einstaki titill boðar ekki gott fyrir Vesturbæjarfélagið. Þetta er í sjötta sinn sem KR verður deildabikarmeistari en félagið vann titilinn einnig 1998, 2001, 2005, 2010 og 2012. Í ekkert þessara skipta fylgdu KR-ingar þessum titli eftir með því að vinna Íslandsmeistaratitilinn seinna sumarið. Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR-liðsins, var fyrirliði liðsins þegar KR vann deildabikarinn í síðustu tvö skipti eða 2010 og 2012. Óskar Örn Hauksson, sem skoraði bæði mörkin í úrslitleiknum í gær, lagði upp sigurmarkið fyrir fjórum árum og hann átti einnig stoðsendingu í úrslitaleiknum 2010. KR-liðið hefur ekki aðeins misst af titlinum á deildabikarmeistaraárum því liðið hefur ekki lent ofar en fjórða sætið á síðustu fjórum sumrum þar sem KR-ingar hafa unnið deildabikarinn. Besti árangurinn hjá KR á deildabikarmeistaraári var þegar liðið vann keppnina fyrst árið 1998 en KR-ingar enduðu þá í 2. sæti um haustið eftir frábæra seinni umferð. Það eru annars liðin sjö ár síðan að félag fylgdi sigri í deildabikarnum eftir með Íslandsmeistaratitli en FH-ingar voru síðastir til að ná slíkri tvennu sumarið 2009. FH vann einnig báða þessa titla 2004 og 2006. ÍA 1996 og ÍBV 1997 eru síðan hin liðin sem hafa náð að verða Íslandsmeistarar og deildabikarmeistarar á sama tímabilinu en þau unnu tvö fyrstu árin sem deildabikarinn fór fram.KR, deildameistaratitlarnir og Íslandsmótið:1998 Sigur á Val í úrslitaleik eftir vítakeppni Íslandsmótið: 2. sæti2001 Sigur á FH í úrslitaleik eftir vítakeppni Íslandsmótið: 7. sæti2005 3-2 sigur á Þrótti í úrslitaleik Íslandsmótið: 6. sæti2010 2-1 sigur á Breiðabliki í úrslitaleik Íslandsmótið: 4. sæti2012 1-0 sigur á Fram í úrslitaleik Íslandsmótið: 4. sæti2016 2-0 sigur á Víkingi í úrslitaleik Íslandsmótið: ???
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu stórkostlegt mark Óskars Arnar Skoraði af eigin vallarhelmingi fyrir KR gegn Víkingi í úrslitaleik Lengjubikarkeppninnar. 21. apríl 2016 20:44 Umfjöllun og viðtöl: KR - Víkingur 2-0 | Glæsimörk Óskars Arnar gerðu útslagið Óskar Örn Hauksson skoraði bæði mörk KR í 2-0 sigri á Víking í úrslitum Lengjubikarsins í kvöld en mörk Óskars voru bæði glæsileg. 21. apríl 2016 22:15 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sjá meira
Sjáðu stórkostlegt mark Óskars Arnar Skoraði af eigin vallarhelmingi fyrir KR gegn Víkingi í úrslitaleik Lengjubikarkeppninnar. 21. apríl 2016 20:44
Umfjöllun og viðtöl: KR - Víkingur 2-0 | Glæsimörk Óskars Arnar gerðu útslagið Óskar Örn Hauksson skoraði bæði mörk KR í 2-0 sigri á Víking í úrslitum Lengjubikarsins í kvöld en mörk Óskars voru bæði glæsileg. 21. apríl 2016 22:15