GM með methagnað Finnur Thorlacius skrifar 22. apríl 2016 10:19 Höfuðstöðvar GM í Detroit. Nýtt ár byrjar vel hjá General Motors og fyrsti ársfjórðungurinn skilaði fyrirtækinu methagnaði. GM hagnaðist um 244 milljarða króna á þessum þremur mánuðum og ríflega tvöfaldaðist hagnaðurinn frá fyrra ári. Þessi ágæti hagnaður General Motors varð meiri en spá greinenda á bílamarkaði. Þó svo að GM hafi hagnast svo vel var salan 2,5% minni en á sama tíma á síðasta ári og seldi fyrirtækið 2,36 milljón bíla. Vel gekk hjá GM að selja bíla í Kína, sérstaklega jeppa og jepplinga og ágætlega gengur að selja í Evrópu, auk þess sem markaðshlutdeild GM jókst á heimavelli í Bandaríkjunum og þar seldust 800.000 bílar. Meðalverð seldra bíla í Bandaríkjunum hækkaði talsvert á milli ára þar sem einkar vel gekk að selja dýrari gerðir bíla GM, sérstaklega jeppa og pallbíla. Meðalverðið á fyrsta ársfjórðungi var 34.600 dollarar, eða 4,3 milljónir króna. Er það talsvert hærra verð en meðalverð allra seldra bíla bílaframleiðenda. Sala Opel og Vauxhall bíla í Evrópu jókst um 8,4% á milli ára og reksturinn þar komst loksins á núllið, en viðvarandi tap hefur verið á rekstri þessara tveggja merkja í eigu GM. Tapið í S-Ameríku varð helmingi minna en árið áður, en góður hagnaður varð af rekstrinum í Kína. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent
Nýtt ár byrjar vel hjá General Motors og fyrsti ársfjórðungurinn skilaði fyrirtækinu methagnaði. GM hagnaðist um 244 milljarða króna á þessum þremur mánuðum og ríflega tvöfaldaðist hagnaðurinn frá fyrra ári. Þessi ágæti hagnaður General Motors varð meiri en spá greinenda á bílamarkaði. Þó svo að GM hafi hagnast svo vel var salan 2,5% minni en á sama tíma á síðasta ári og seldi fyrirtækið 2,36 milljón bíla. Vel gekk hjá GM að selja bíla í Kína, sérstaklega jeppa og jepplinga og ágætlega gengur að selja í Evrópu, auk þess sem markaðshlutdeild GM jókst á heimavelli í Bandaríkjunum og þar seldust 800.000 bílar. Meðalverð seldra bíla í Bandaríkjunum hækkaði talsvert á milli ára þar sem einkar vel gekk að selja dýrari gerðir bíla GM, sérstaklega jeppa og pallbíla. Meðalverðið á fyrsta ársfjórðungi var 34.600 dollarar, eða 4,3 milljónir króna. Er það talsvert hærra verð en meðalverð allra seldra bíla bílaframleiðenda. Sala Opel og Vauxhall bíla í Evrópu jókst um 8,4% á milli ára og reksturinn þar komst loksins á núllið, en viðvarandi tap hefur verið á rekstri þessara tveggja merkja í eigu GM. Tapið í S-Ameríku varð helmingi minna en árið áður, en góður hagnaður varð af rekstrinum í Kína.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent