Iron Knight gegn Volvo S60 Polestar Finnur Thorlacius skrifar 14. desember 2016 11:14 Hvort skildi vera betra að hafa 2.400 hestöfl til taks í trukki eða 400 hestöfl í Volvo S60 Polestar bíl þegar mætt er á keppnisbraut? Það kemur í ljós í þessu myndskeiði, en þar sést hvar hinn magnaði Iron Knight trukkur, sem sérhannaður var hjá Volvo til að slá öll met á meðal trukka, mætir fólksbíl með sama merki á grillinu. Báðir eru þeir skráðir fyrir tímanum 4,6 sekúndur í 100 km hraða, en í kvartmíluspyrnu er bara spurningin hver nær betri tengingu við malbikið í rigningunni sem var þegar þeir áttust við. Bílarnir voru einnig látnir keppa á akstursbraut og þar ætti fólksbíllinn að hafa vinniginn með lægri þyngdarpunkt og hæfari fjöðrun til slíks aksturs. Það kemur þó allt í ljós í myndskeiðinu hér að ofan. Það er fáheyrt fyrir trukk að vera aðeins 4,6 sekúndur í hundraðið, en ef til vill enn fáheyrðara að vera aðeins 21,29 sekúndur að klára eins kílómetra vegalengd, en til þess eru þó 2.400 hestöfl til taks og 4.425 pund/fet af togi. Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent
Hvort skildi vera betra að hafa 2.400 hestöfl til taks í trukki eða 400 hestöfl í Volvo S60 Polestar bíl þegar mætt er á keppnisbraut? Það kemur í ljós í þessu myndskeiði, en þar sést hvar hinn magnaði Iron Knight trukkur, sem sérhannaður var hjá Volvo til að slá öll met á meðal trukka, mætir fólksbíl með sama merki á grillinu. Báðir eru þeir skráðir fyrir tímanum 4,6 sekúndur í 100 km hraða, en í kvartmíluspyrnu er bara spurningin hver nær betri tengingu við malbikið í rigningunni sem var þegar þeir áttust við. Bílarnir voru einnig látnir keppa á akstursbraut og þar ætti fólksbíllinn að hafa vinniginn með lægri þyngdarpunkt og hæfari fjöðrun til slíks aksturs. Það kemur þó allt í ljós í myndskeiðinu hér að ofan. Það er fáheyrt fyrir trukk að vera aðeins 4,6 sekúndur í hundraðið, en ef til vill enn fáheyrðara að vera aðeins 21,29 sekúndur að klára eins kílómetra vegalengd, en til þess eru þó 2.400 hestöfl til taks og 4.425 pund/fet af togi.
Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent