Google hættir þróun sjálfkeyrandi bíla Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. desember 2016 09:00 Sjálfkeyrandi bíll sem Google hefur verið að þróa. Vísir/AFP Tæknirisinn Google hefur hætt að þróa sinn eigin sjálfkeyrandi bíl. Þess í stað mun fyrirtækið einbeita sér að því að vinna með hefðbundnum bílaframleiðendum til að þróa slíka bíla. Frá þessu er greint á tæknifréttasíðunni The Information. Sjálfstýringarverkefni Google, Chauffeur, er sagt vinna að því með bílaframleiðendum að þróa bíla með afmarkaða sjálfstýringu. Ekki er stefnt að því í bráð að losa bílana alveg við stýri og fetla. Nú þegar er unnið að slíkri útgáfu af bifreiðum Fiat Chrysler, en um það var tilkynnt í maí síðastliðnum. Fram að þessu hefur Google unnið að þróun eigin sjálfkeyrandi bíls og hefur fyrirtækið prufukeyrt slíka bíla rúmlega þrjár milljónir kílómetra. Hins vegar er sagt að forstjóranum, Larry Page, hafi fundist sú nálgun óhagkvæm. Sergey Brin, sem stofnaði Google með Page, er sagður ósammála. Þrátt fyrir það segir í frétt Information að Google hyggist enn þróa áfram sjálfkeyrandi leigubílaþjónustu og á fyrirtækið von á því að hún verði opin neytendum fyrir árslok 2017. Hins vegar er Google ekki eina fyrirtækið með slík áform og eru önnur fyrirtæki komin lengra á þeirri vegferð. Uber prufar nú slíka þjónustu í Pittsburgh í Bandaríkjunum og það gerir fyrirtækið nuTonomy einnig í Singapúr og Boston.Uppfært 14. desember klukkan 10:18: Heimildir The Information reyndust að mestu rangar. Sérstakt fyrirtæki hefur nú verið stofnað utan um sjálfkeyrandi verkefni Google og nefnist það Waymo. Tengdar fréttir Apple hyggst fjárfesta í sjálfkeyrandi bílum Apple fyrirtækið hyggst fjárfesta í sjálfkeyrandi bílum í framtíðinni. 5. desember 2016 21:09 Sjálfkeyrandi leigubílar í Boston Fyrirtækið áætlar að fyrir lok árs muni prufur hefjast. 23. nóvember 2016 08:00 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Tæknirisinn Google hefur hætt að þróa sinn eigin sjálfkeyrandi bíl. Þess í stað mun fyrirtækið einbeita sér að því að vinna með hefðbundnum bílaframleiðendum til að þróa slíka bíla. Frá þessu er greint á tæknifréttasíðunni The Information. Sjálfstýringarverkefni Google, Chauffeur, er sagt vinna að því með bílaframleiðendum að þróa bíla með afmarkaða sjálfstýringu. Ekki er stefnt að því í bráð að losa bílana alveg við stýri og fetla. Nú þegar er unnið að slíkri útgáfu af bifreiðum Fiat Chrysler, en um það var tilkynnt í maí síðastliðnum. Fram að þessu hefur Google unnið að þróun eigin sjálfkeyrandi bíls og hefur fyrirtækið prufukeyrt slíka bíla rúmlega þrjár milljónir kílómetra. Hins vegar er sagt að forstjóranum, Larry Page, hafi fundist sú nálgun óhagkvæm. Sergey Brin, sem stofnaði Google með Page, er sagður ósammála. Þrátt fyrir það segir í frétt Information að Google hyggist enn þróa áfram sjálfkeyrandi leigubílaþjónustu og á fyrirtækið von á því að hún verði opin neytendum fyrir árslok 2017. Hins vegar er Google ekki eina fyrirtækið með slík áform og eru önnur fyrirtæki komin lengra á þeirri vegferð. Uber prufar nú slíka þjónustu í Pittsburgh í Bandaríkjunum og það gerir fyrirtækið nuTonomy einnig í Singapúr og Boston.Uppfært 14. desember klukkan 10:18: Heimildir The Information reyndust að mestu rangar. Sérstakt fyrirtæki hefur nú verið stofnað utan um sjálfkeyrandi verkefni Google og nefnist það Waymo.
Tengdar fréttir Apple hyggst fjárfesta í sjálfkeyrandi bílum Apple fyrirtækið hyggst fjárfesta í sjálfkeyrandi bílum í framtíðinni. 5. desember 2016 21:09 Sjálfkeyrandi leigubílar í Boston Fyrirtækið áætlar að fyrir lok árs muni prufur hefjast. 23. nóvember 2016 08:00 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Apple hyggst fjárfesta í sjálfkeyrandi bílum Apple fyrirtækið hyggst fjárfesta í sjálfkeyrandi bílum í framtíðinni. 5. desember 2016 21:09
Sjálfkeyrandi leigubílar í Boston Fyrirtækið áætlar að fyrir lok árs muni prufur hefjast. 23. nóvember 2016 08:00