Enski boltinn

Aron Einar fékk aftur hæstu einkunn leikmanna Cardiff

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron Einar hefur leikið 16 deildarleiki á tímabilinu og skorað tvö mörk.
Aron Einar hefur leikið 16 deildarleiki á tímabilinu og skorað tvö mörk. vísir/getty
Cardiff City vann afar mikilvægan sigur, 2-1, á Wolves í Íslendingaslag í ensku B-deildinni í gær.



Með sigrinum lyfti Cardiff sér upp í 19. sæti deildarinnar en liðið er nú þremur stigum frá fallsæti.

Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn á miðju Cardiff. Félagi hans í íslenska landsliðinu, Jón Daði Böðvarsson, kom inn á sem varamaður á 76. mínútu í liði Wolves.

Aron Einar fékk góða dóma fyrir frammistöðu sína í leiknum í gær. Hann fékk t.a.m. átta í einkunn hjá WalesOnline en enginn leikmaður Cardiff fékk hærri einkunn en landsliðsfyrirliðinn. Í umsögn WalesOnline segir að Aron Einar hafi verið ábyrgur og áreiðanlegur í leiknum.

Aron Einar fékk einnig átta í einkunn hjá WalesOnline og var valinn maður leiksins í 1-1 jafnteflinu gegn Ipswich Town á laugardaginn. Aron Einar skoraði mark Cardiff í þeim leik.

Aron Einar hefur verið fastamaður í liði Cardiff frá því Neil Warnock tók við þjálfun þess í byrjun október en þessi þrautreyndi stjóri hefur mikið álit á íslenska landsliðsmanninum.

Með því að smella hér má lesa viðtal sem Guðmundur Benediktsson tók við Aron Einar. Þar ræðir hann m.a. um Warnock.


Tengdar fréttir

Mikilvægur sigur hjá Cardiff

Aron Einar Gunnarsson var að venju í liði Cardiff en Jón Daði Böðvarsson var á bekknum hjá Wolves er liðin mættust í kvöld í ensku B-deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×