Af hverju eru svona margar stórstjörnur að deyja? Birgir Örn Steinarsson skrifar 22. apríl 2016 12:31 Það hefur verið heilmikið um stjörnuhröp í ár. Vísir Þó að einn þriðji af árinu sé ekki liðin er nú þegar talað um dökkt ár í skemmtanaiðnaðinum vegna dauðsfalla. Á rúmum þremur mánuðum hafa skemmtikraftarnir David Bowie, Alan Rickman, Glenn Frey úr Eagles, Keith Emerson, Natalie Cole, Nancy Reagan fyrrum forsetafrú og leikkona og nú síðast Prince farið yfir móðuna miklu. Nöfnin eru það þekkt á meðal almennings að talað er um aukna tíðni dauðsfalla stórstjarna. Fréttastofa BBC gefur þeirri kenningu byr undir báða vængi í nýrri grein og bendir á að í ár hafa nær helmingi fleiri minningargreinar fyrir þekkta einstaklinga verið birtar en á sama tíma síðustu fimm ár. Það virðist því vera einhver stoð fyrir því að fleiri frægir séu að deyja þessa dagana en áður. En er það virkilega svo? Og eru þá einhverjar ástæður fyrir því. Ein ástæðan gæti verið þróun fjölmiðla síðastliðin 50 ár eða svo. Með komu sjónvarps og Internetsins eru einfaldlega mun fleiri frægir en voru áður. Í kringum 1960 og á árunum eftir það varð sprengja í poppmenningu þar sem mörg ný fersk andlit ruddu sér upp á yfirborðið. Þeir sem voru ungir þá eru í dag ýmist orðnir 70 ára eða eru nálægt því og því sé ekkert undarlegt að fleiri þekktir séu að deyja en áður.Hvað segir sálfræðin?En það geta líka verið aðrar ástæður fyrir þeirri tilfinningu fólks að tíðni dauðsfalla hjá frægum fari vaxandi. Samkvæmt sálfræðinni væri hægt að skýra þetta út frá tiltækisreglunni. Þar er átt við nokkurs konar þumalputtareglu sem útskýrir flýtileiðir hugans í að flokka niður upplýsingar. Samkvæmt tiltækisreglunni eru líkur á atburðum metnar út frá aðgengi í minnum fólks. Þegar tvær eða þrjár stórstjörnur deyja með stuttu millibili eru dauðsföll einhvers frægs í svo fersku minni þegar annar frægur deyr að við drögum þá ályktun að fleiri séu að deyja en áður. Hér gæti frægð viðkomandi því skipt töluverðu máli en erfitt er að átta sig á því hvernig ætti að mæla frægðarsól þekktra einstaklinga.Vefsíðan deathlist.com spáir þessum ekki líf út árið.VísirHverjir eru næstir?Hafi einhver ánægju af því að spá fyrir um komandi dauðsföll frægra í ár er viðkomandi bent á vefinn deathlist.net sem árlega leggur fram spá yfir þá 50 þekktu einstaklinga sem líklegast þykja til að hrökkva upp af það árið. Samkvæmt þeim lista eru þó nokkrir frægir þegar komnir með annan fótinn í gröfina. Þar má nefna Zsa Zsa Gabor leikkonu (99 ára), Kirk Douglas leikara (99 ára), Mary Tyler Moore leikkonu (80 ára), Jimmy Carter fyrrum Bandaríkjaforseta (92 ára), Henry Kissinger fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna (93 ára), George Bush eldri fyrrum Bandaríkjaforseta (92 ára), Fídel Castro fyrrum Kúbuforseta (90 ára), Fats Domino tónlistarmann (88 ára), Desmond Tutu erkibiskup (84 ára), Glen Campbell tónlistarmann (80 ára), Stan Lee myndasöguhöfund (94 ára), Muhammad Ali hnefaleikakappa (74 ára), Jacques Chirac fyrrum Frakklandsforseta (84 ára), Stephen Hawking vísindamann (74 ára) og fótboltamanninn Paul Gascoigne (49 ára). Tengdar fréttir Alan Rickman látinn Alan Rickman varð 69 ára en hann var einn ástsælasti leikari Bretlands. 14. janúar 2016 12:44 Prince látinn 57 ára að aldri Tónlistarmaðurinn Prince fannst látinn á heimili sínu í Minnestota fyrir stundu. 21. apríl 2016 17:18 Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Sjá meira
Þó að einn þriðji af árinu sé ekki liðin er nú þegar talað um dökkt ár í skemmtanaiðnaðinum vegna dauðsfalla. Á rúmum þremur mánuðum hafa skemmtikraftarnir David Bowie, Alan Rickman, Glenn Frey úr Eagles, Keith Emerson, Natalie Cole, Nancy Reagan fyrrum forsetafrú og leikkona og nú síðast Prince farið yfir móðuna miklu. Nöfnin eru það þekkt á meðal almennings að talað er um aukna tíðni dauðsfalla stórstjarna. Fréttastofa BBC gefur þeirri kenningu byr undir báða vængi í nýrri grein og bendir á að í ár hafa nær helmingi fleiri minningargreinar fyrir þekkta einstaklinga verið birtar en á sama tíma síðustu fimm ár. Það virðist því vera einhver stoð fyrir því að fleiri frægir séu að deyja þessa dagana en áður. En er það virkilega svo? Og eru þá einhverjar ástæður fyrir því. Ein ástæðan gæti verið þróun fjölmiðla síðastliðin 50 ár eða svo. Með komu sjónvarps og Internetsins eru einfaldlega mun fleiri frægir en voru áður. Í kringum 1960 og á árunum eftir það varð sprengja í poppmenningu þar sem mörg ný fersk andlit ruddu sér upp á yfirborðið. Þeir sem voru ungir þá eru í dag ýmist orðnir 70 ára eða eru nálægt því og því sé ekkert undarlegt að fleiri þekktir séu að deyja en áður.Hvað segir sálfræðin?En það geta líka verið aðrar ástæður fyrir þeirri tilfinningu fólks að tíðni dauðsfalla hjá frægum fari vaxandi. Samkvæmt sálfræðinni væri hægt að skýra þetta út frá tiltækisreglunni. Þar er átt við nokkurs konar þumalputtareglu sem útskýrir flýtileiðir hugans í að flokka niður upplýsingar. Samkvæmt tiltækisreglunni eru líkur á atburðum metnar út frá aðgengi í minnum fólks. Þegar tvær eða þrjár stórstjörnur deyja með stuttu millibili eru dauðsföll einhvers frægs í svo fersku minni þegar annar frægur deyr að við drögum þá ályktun að fleiri séu að deyja en áður. Hér gæti frægð viðkomandi því skipt töluverðu máli en erfitt er að átta sig á því hvernig ætti að mæla frægðarsól þekktra einstaklinga.Vefsíðan deathlist.com spáir þessum ekki líf út árið.VísirHverjir eru næstir?Hafi einhver ánægju af því að spá fyrir um komandi dauðsföll frægra í ár er viðkomandi bent á vefinn deathlist.net sem árlega leggur fram spá yfir þá 50 þekktu einstaklinga sem líklegast þykja til að hrökkva upp af það árið. Samkvæmt þeim lista eru þó nokkrir frægir þegar komnir með annan fótinn í gröfina. Þar má nefna Zsa Zsa Gabor leikkonu (99 ára), Kirk Douglas leikara (99 ára), Mary Tyler Moore leikkonu (80 ára), Jimmy Carter fyrrum Bandaríkjaforseta (92 ára), Henry Kissinger fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna (93 ára), George Bush eldri fyrrum Bandaríkjaforseta (92 ára), Fídel Castro fyrrum Kúbuforseta (90 ára), Fats Domino tónlistarmann (88 ára), Desmond Tutu erkibiskup (84 ára), Glen Campbell tónlistarmann (80 ára), Stan Lee myndasöguhöfund (94 ára), Muhammad Ali hnefaleikakappa (74 ára), Jacques Chirac fyrrum Frakklandsforseta (84 ára), Stephen Hawking vísindamann (74 ára) og fótboltamanninn Paul Gascoigne (49 ára).
Tengdar fréttir Alan Rickman látinn Alan Rickman varð 69 ára en hann var einn ástsælasti leikari Bretlands. 14. janúar 2016 12:44 Prince látinn 57 ára að aldri Tónlistarmaðurinn Prince fannst látinn á heimili sínu í Minnestota fyrir stundu. 21. apríl 2016 17:18 Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Sjá meira
Alan Rickman látinn Alan Rickman varð 69 ára en hann var einn ástsælasti leikari Bretlands. 14. janúar 2016 12:44
Prince látinn 57 ára að aldri Tónlistarmaðurinn Prince fannst látinn á heimili sínu í Minnestota fyrir stundu. 21. apríl 2016 17:18