Þetta eru bestu tískuskólarnir í heiminum í dag Ritstjórn skrifar 24. ágúst 2016 20:00 Frá útskriftasýningu Central Saint Martins skólans í London sem situr á toppnum yfir bestu skóla í heiminum í dag. Glamour/Getty Langar þig að læra tísku og hönnun út í heimi? Það eru ógrynni af skólum sem sérhæfa sig í faginu og getur það verið erfitt að velja á milli enda framboðið mikið og námið oft kostnaðarsamt. Vanda ber því valið. Vefurinn Fashionista ákvað að skanna hvar bestu skólana er að finna í heiminum í dag í yfirgripsmikilli grein þar sem hægt er að lesa allt um þá skóla sem eru í fyrstu 25 sætunum yfir bestu tískuskóla í heiminum í dag. Allt frá Bretlandi til Japan og Ástralíu. Það kemur ekki á óvart að Central Saint Martins skólinn í London vermir fyrsta sætið en þar hafa útskrifast margir af frægustu fatahönnuðum dagsins í dag eins og Stella McCartney, Alexander McQueen, John Galliano og Pheobe Philo. Það sem var tekið tillit til í úttektinni voru umsagnir nemenda, skólagjöldin (sem yfirleitt eru mjög há), velgengni útskriftarnemenda og húsakostur svo eitthvað sé nefnt. Endilega skannið í gegnum þennan lista ef leiðin liggur út fyrir landssteinana í tísku og hönnunarnám. Hann er ekki tæmandi en fróðlegur engu að síður. 1. Central Saint Martins (London, Bretland) 2. London College of Fashion (London, Bretland) 3. Parsons, the New School for Design (New York, Bandaríkin) 4. Istituto Marangoni (Mílanó, Italía) 5. Kingston University (London, Bretland) 6. Antwerp Royal Academy of Fine Arts (Antwerpen, Belgía) 7. Fashion Institute of Technology (New York, Bandaríkin) 8. Bunka Fashion College (Tokýó, Japan) 9. Shenkar College of Engineering and Design (Ramat Gan, Israel) 10. Royal College of Art (London, Bretland) 11. ESMOD (París, Frakkland) 12. Savannah College of Art and Design (Savannah og Atlanta, Georgía, Bandaríkin) 13. École de la Chambre Syndicale de la Couture Parisienne (París, Frakkland) 14. University of Westminster (London, Bretland) 15. Fashion Institute of Design and Merchandising (Los Angeles, Californía, Bandaríkin) 16. Studio Berçot (París, Frakkland) 17. Drexel University (Philadelphia, Pennsylvania, Bandaríkin) 18. Pratt Institute (Brooklyn, New York, Bandaríkin) 19. Polimoda (Flórens, Ítalía) 20. Ravensbourne (London, Bretland) 21. RMIT University (Melbourne, Ástralía) 22. Tafe Institute of Technology (Sydney, Ástralía) 23. Kent State University (Kent, Ohio, Bandaríkin) 24. Academy of Art University (San Francisco, California, USA) 25. Ryerson University (Toronto, Ontario, Kanada) Glamour Tíska Mest lesið Vogue mælir með Hrím, Noodle Station og Kiosk Glamour Bjútí tips Íslendinga Glamour Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni Glamour Kim Kardashian er hætt að "contoura“ sig Glamour Sjóðandi heit stikla fyrir Fimmtíu dekkri skugga Glamour Solange Knowles er tískudrottning tónlistarsenunnar Glamour Meðganga er eins og maraþon Glamour „Við sjáum ykkur, við heyrum í ykkur og við munum segja ykkar sögur“ Glamour Fara strákarnir að stelast í snyrtibudduna? Glamour Óþekkjanleg Blake Lively í nýju hlutverki Glamour
Langar þig að læra tísku og hönnun út í heimi? Það eru ógrynni af skólum sem sérhæfa sig í faginu og getur það verið erfitt að velja á milli enda framboðið mikið og námið oft kostnaðarsamt. Vanda ber því valið. Vefurinn Fashionista ákvað að skanna hvar bestu skólana er að finna í heiminum í dag í yfirgripsmikilli grein þar sem hægt er að lesa allt um þá skóla sem eru í fyrstu 25 sætunum yfir bestu tískuskóla í heiminum í dag. Allt frá Bretlandi til Japan og Ástralíu. Það kemur ekki á óvart að Central Saint Martins skólinn í London vermir fyrsta sætið en þar hafa útskrifast margir af frægustu fatahönnuðum dagsins í dag eins og Stella McCartney, Alexander McQueen, John Galliano og Pheobe Philo. Það sem var tekið tillit til í úttektinni voru umsagnir nemenda, skólagjöldin (sem yfirleitt eru mjög há), velgengni útskriftarnemenda og húsakostur svo eitthvað sé nefnt. Endilega skannið í gegnum þennan lista ef leiðin liggur út fyrir landssteinana í tísku og hönnunarnám. Hann er ekki tæmandi en fróðlegur engu að síður. 1. Central Saint Martins (London, Bretland) 2. London College of Fashion (London, Bretland) 3. Parsons, the New School for Design (New York, Bandaríkin) 4. Istituto Marangoni (Mílanó, Italía) 5. Kingston University (London, Bretland) 6. Antwerp Royal Academy of Fine Arts (Antwerpen, Belgía) 7. Fashion Institute of Technology (New York, Bandaríkin) 8. Bunka Fashion College (Tokýó, Japan) 9. Shenkar College of Engineering and Design (Ramat Gan, Israel) 10. Royal College of Art (London, Bretland) 11. ESMOD (París, Frakkland) 12. Savannah College of Art and Design (Savannah og Atlanta, Georgía, Bandaríkin) 13. École de la Chambre Syndicale de la Couture Parisienne (París, Frakkland) 14. University of Westminster (London, Bretland) 15. Fashion Institute of Design and Merchandising (Los Angeles, Californía, Bandaríkin) 16. Studio Berçot (París, Frakkland) 17. Drexel University (Philadelphia, Pennsylvania, Bandaríkin) 18. Pratt Institute (Brooklyn, New York, Bandaríkin) 19. Polimoda (Flórens, Ítalía) 20. Ravensbourne (London, Bretland) 21. RMIT University (Melbourne, Ástralía) 22. Tafe Institute of Technology (Sydney, Ástralía) 23. Kent State University (Kent, Ohio, Bandaríkin) 24. Academy of Art University (San Francisco, California, USA) 25. Ryerson University (Toronto, Ontario, Kanada)
Glamour Tíska Mest lesið Vogue mælir með Hrím, Noodle Station og Kiosk Glamour Bjútí tips Íslendinga Glamour Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni Glamour Kim Kardashian er hætt að "contoura“ sig Glamour Sjóðandi heit stikla fyrir Fimmtíu dekkri skugga Glamour Solange Knowles er tískudrottning tónlistarsenunnar Glamour Meðganga er eins og maraþon Glamour „Við sjáum ykkur, við heyrum í ykkur og við munum segja ykkar sögur“ Glamour Fara strákarnir að stelast í snyrtibudduna? Glamour Óþekkjanleg Blake Lively í nýju hlutverki Glamour