Spennandi götuhjólamót framundan 24. ágúst 2016 16:27 ,,Keppnin í fyrra tókst með eindæmum vel og var framkvæmd og umgjörð til mikillar fyrirmyndar,“ segir Óskar Ómarsson, sigurvegari síðasta árs í A flokki. MYND/STEFÁN Götuhjólamótið RB Classic fer fram laugardaginn 27. ágúst þar sem hjólað er í kringum Þingvallavatn.Búist er við metþátttöku í ár en vinsældir mótsins hafa aukist mikið frá því það var fyrst haldið árið 2014. Skráningarfrestur rennur út á miðnætti í dag, miðvikudaginn 24. ágúst. Hægt er að skrá sig hér.,,Uppáhaldið mitt við þessa keppni er án vafa malarkaflinn. Slíkir kaflar eru vanmetnir hér á landi," segir Óskar.MYND/STEFÁNKeppt verður í tveimur vegalengdum á RB Classic; A flokki sem er tveir hringir og um 127 km löng leið og í B flokki sem er um 65 km löng leið og einn hringur kringum vatnið. Sigurvegari síðasta árs í A flokki var Óskar Ómarsson en hann er eftir að ákveða hvort hann keppi næstu helgi. Hann segir mótið í fyrra hafa verið einstaka upplifun. „Keppnin í fyrra tókst með eindæmum vel og var framkvæmd og umgjörð til mikillar fyrirmyndar. Uppáhaldið mitt við þessa keppni er án vafa malarkaflinn. Slíkir kaflar eru vanmetnir hér á landi í keppnum á götuhjólum, kannski vegna þess hve götuhjólreiðar eiga sér stutta sögu á Íslandi, en erlendis eiga þær sér mun lengri sögu en t.d. malbikaðir vegir.“ Óskar hefur hjólað meira og minna alla ævi en það var þó ekki fyrr en í byrjun árs 2012 að hann byrjaði að æfa að einhverju viti. „Fljótlega var ég kominn á fullt á götuhjólinu. Ég hef ekki tekið neina stóra titla enn sem komið er en hef náð nokkrum sætum sigrum á götuhjólinu í ár og í fyrra.“ Það er RB sem heldur mótið í samstarfi við hjólreiðafélagið Tind og hjólaverslunina Kríu. Allar nánari upplýsingar og RB Classic og skráningarform má nálgast á www.rb.is/rb-classic. Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Sjá meira
Götuhjólamótið RB Classic fer fram laugardaginn 27. ágúst þar sem hjólað er í kringum Þingvallavatn.Búist er við metþátttöku í ár en vinsældir mótsins hafa aukist mikið frá því það var fyrst haldið árið 2014. Skráningarfrestur rennur út á miðnætti í dag, miðvikudaginn 24. ágúst. Hægt er að skrá sig hér.,,Uppáhaldið mitt við þessa keppni er án vafa malarkaflinn. Slíkir kaflar eru vanmetnir hér á landi," segir Óskar.MYND/STEFÁNKeppt verður í tveimur vegalengdum á RB Classic; A flokki sem er tveir hringir og um 127 km löng leið og í B flokki sem er um 65 km löng leið og einn hringur kringum vatnið. Sigurvegari síðasta árs í A flokki var Óskar Ómarsson en hann er eftir að ákveða hvort hann keppi næstu helgi. Hann segir mótið í fyrra hafa verið einstaka upplifun. „Keppnin í fyrra tókst með eindæmum vel og var framkvæmd og umgjörð til mikillar fyrirmyndar. Uppáhaldið mitt við þessa keppni er án vafa malarkaflinn. Slíkir kaflar eru vanmetnir hér á landi í keppnum á götuhjólum, kannski vegna þess hve götuhjólreiðar eiga sér stutta sögu á Íslandi, en erlendis eiga þær sér mun lengri sögu en t.d. malbikaðir vegir.“ Óskar hefur hjólað meira og minna alla ævi en það var þó ekki fyrr en í byrjun árs 2012 að hann byrjaði að æfa að einhverju viti. „Fljótlega var ég kominn á fullt á götuhjólinu. Ég hef ekki tekið neina stóra titla enn sem komið er en hef náð nokkrum sætum sigrum á götuhjólinu í ár og í fyrra.“ Það er RB sem heldur mótið í samstarfi við hjólreiðafélagið Tind og hjólaverslunina Kríu. Allar nánari upplýsingar og RB Classic og skráningarform má nálgast á www.rb.is/rb-classic.
Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Sjá meira